Móðir „górilludrengsins“ verður ekki ákærð Samúel Karl Ólason skrifar 7. júní 2016 11:01 Blóm hafa verið skilin eftir við styttu af górilli við dýragarðinn í Cincinnati. Vísir/Getty Móðir þriggja ára drengs sem datt ofan í górillugrifju í dýragarði í Cincinnati í síðustu viku verður ekki ákærð. Starfsmenn dýragarðsins neyddust til þess að skjóta 17 ára górillu til bana til að vernda drenginn. Saksóknarar komust að þeirri niðurstöðu að móðir drengsins hefði ekki sýnt glæpsamlegt vanhæfi þegar drengurinn féll ofan í gryfjuna. Fjölskyldan hefur verið gagnrýnd harðlega og hafa þeim jafnvel borist hótanir vegna atviksins.Sjá einnig: Mikil reiði eftir að górilla var skotin til bana í gryfju í dýragarði Í tilkynningu frá embætti saksóknara á svæðinu segir að móðirin hafi alls verið með fjögur börn í dýragarðinum og að hún hafi veitt þeim fulla athygli. Drengurinn hljóp á brott, skreið í gegnum girðingu og féll 4,5 metra ofan í gryfjuna. „Allir foreldrar sem eru heiðarlegir við sjálfa sig, skilja hvernig þetta getur gerst,“ sagði Joseph Deters. „Ef hún hefði verið inn á klósetti að reykja krakk og að krakkarnir hefðu verið á hlaupum um dýragarðinn hefðum við tekið aðra ákvörðun.“Nornaveiðar Hundruð þúsund hafa skrifað undir áskorun á netinu þar sem móðirin er fordæmd fyrir að hafa óbeint leitt til dauða górillunnar Harambe. AFP fréttaveitan segir að viðbrögðunum við dauða górillunnar hafi verið lýst sem nornaveiðum gegn móðurinni. „Dýragarðuinn missti fallegt dýr, sem margir íbúar svæðisins hafa horft á um árabil. En þrátt fyrir það var þetta bara dýr. Það er ekki sambærilegt við líf ungs drengs,“ sagði Deters. Í tilkynningu frá fjölskyldunni segir að þau hafi búist við þessari niðurstöðu og þakkar fjölskyldan veittan stuðning. Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira
Móðir þriggja ára drengs sem datt ofan í górillugrifju í dýragarði í Cincinnati í síðustu viku verður ekki ákærð. Starfsmenn dýragarðsins neyddust til þess að skjóta 17 ára górillu til bana til að vernda drenginn. Saksóknarar komust að þeirri niðurstöðu að móðir drengsins hefði ekki sýnt glæpsamlegt vanhæfi þegar drengurinn féll ofan í gryfjuna. Fjölskyldan hefur verið gagnrýnd harðlega og hafa þeim jafnvel borist hótanir vegna atviksins.Sjá einnig: Mikil reiði eftir að górilla var skotin til bana í gryfju í dýragarði Í tilkynningu frá embætti saksóknara á svæðinu segir að móðirin hafi alls verið með fjögur börn í dýragarðinum og að hún hafi veitt þeim fulla athygli. Drengurinn hljóp á brott, skreið í gegnum girðingu og féll 4,5 metra ofan í gryfjuna. „Allir foreldrar sem eru heiðarlegir við sjálfa sig, skilja hvernig þetta getur gerst,“ sagði Joseph Deters. „Ef hún hefði verið inn á klósetti að reykja krakk og að krakkarnir hefðu verið á hlaupum um dýragarðinn hefðum við tekið aðra ákvörðun.“Nornaveiðar Hundruð þúsund hafa skrifað undir áskorun á netinu þar sem móðirin er fordæmd fyrir að hafa óbeint leitt til dauða górillunnar Harambe. AFP fréttaveitan segir að viðbrögðunum við dauða górillunnar hafi verið lýst sem nornaveiðum gegn móðurinni. „Dýragarðuinn missti fallegt dýr, sem margir íbúar svæðisins hafa horft á um árabil. En þrátt fyrir það var þetta bara dýr. Það er ekki sambærilegt við líf ungs drengs,“ sagði Deters. Í tilkynningu frá fjölskyldunni segir að þau hafi búist við þessari niðurstöðu og þakkar fjölskyldan veittan stuðning.
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira