Nýstárlegar aðferðir nýttar í kosningabaráttunni: „Fjórir frambjóðendur sem eru svona alvöru“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. júní 2016 23:09 Andrés Jónsson almannatengill telur að reyndustu mennirnir séu á bakvið kosningavél Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðiprófessors í forsetakosningunum í ár. Andrés segir þó að allir fjórir efstu frambjóðendurnir séu að reka nútímalega kosningabaráttu. „Við höfum aldrei haft jafnmargar alvöru kosningavélar í forsetakosningum í einu,“ sagði Andrés en hann var í viðtali hjá Reykjavík Síðdegis í dag þar sem hinar ýmsu leiðir til þess að markaðssetja forsetaframbjóðanda í dag voru ræddar. Fjórir efstu frambjóðendurnir í skoðanakönnunum eru Guðni Th. Jóhannesson, Davíð Oddsson, Halla Tómasdóttir og Andri Snær Magnason. „Fjórir frambjóðendur sem eru svona alvöru frambjóðendur, með alvöru bakland, auglýsingastofur, sérfræðinga, hringiver og svoleiðis,“ útskýrði Andrés en hann veit sitthvað um markaðssetningu. Hann sat nýlega fund með fólkinu sem hefur séð um samfélagsmiðlana í kosningabaráttum í Bandaríkjunum og Kanada, til að mynda hjá Barack Obama núverandi Bandaríkjaforseta, Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrata, og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada.Allir frambjóðendurnir níu.Vísir„Þeir voru að segja okkur hvað hefði virkað þar. Og, allavega eins og Davíð og Guðni og að ég held Halla og Andri eru að gera þá er það að tala beint við ákveðna hópa í gegnum samfélagsmiðla. Þannig að þó ég og þú, eða einhverjir, verði ekki varir við þá eins mikið þá getur verið að það sé viljandi. Það er ekki nema hluti kjósenda sem er óákveðinn og nútímafræði snúast um þá sem eru óákveðnir,“ sagði Andrés. Í viðtalinu var einnig rætt um myndböndin hans Andra Snæs en Andri hefur textað flest sinna myndbanda á Facebook og þykir þetta einkar sniðugt sökum þess að margir Facebook-notendur kjósa að spila ekki hljóð með myndböndunum , sem spilast sjálfvirkt, af ýmsum ástæðum. „Þetta er mjög snjöll leið til að skilaboðin þín nái víðar,“ sagði Andrés. Þá sagði hann að myndir og myndbönd hefðu mun meiri áhrif en aðrar leiðir á samfélagsmiðlum í dag. Ýmsum brögðum beitt í kosningabaráttu Svokallað skítkast lætur alltaf á sér kræla í kosningabaráttum en þá gerir einn frambjóðandi eða kosningavél hans lítið úr öðrum frambjóðanda í því skyni að koma sjálfum sér á framfæri. „Um það er deilt hvort þetta virki eða ekki. Ástæðan fyrir því að þetta er gert er að þetta virkar. Þetta er oft gert til að skilgreina einstaklinginn í hugum kjósenda.“ Andrés segir þetta gjarnan gert þegar um er að ræða frambjóðanda sem kemur nýr inn í kosningabaráttuna. Guðni Th. Jóhannesson og Davíð Oddsson í húsakynnum 365 áður en þeir mættust í sjónvarpsþættinum Eyjunni.Vísir/Anton Brink„Því miður dregur það neikvæða að sér meiri athygli heldur en það jákvæða. Það verða deilur eða átök og það vekur oft athygli. Þá er oft tækifæri í svörunum.“ Frambjóðendur eru þá oft settir í þá stöðu að auga almennings færist á þá og fylgist með hvort svarað verður af yfirvegun og með góðum rökum eða hökti og árásum. Til dæmis vakti mikla athygli þegar Davíð og Guðni mættust í Eyjunni. Þá tók Davíð að spyrja Guðna, herskár, um skoðun hans á Icesave og Guðni svaraði að bragði: „Davíð, hefurðu enga sómakennd?“ Andrés nefndi þetta tilvik sem dæmi um vel heppnað tilsvar. Það er ýmsum brögðum beitt til þess að koma sínum frambjóðanda á framfæri og varpa rýrð á aðra. Á samfélagsmiðlum hefur gengið mynd af Guðna þar sem hann er tengdur Icesave og ESB með neikvæðum hætti, í kosningabaráttunni hefur raunar verið nægilegt að bendla frambjóðanda við þessi tvö mál svo að hrikti í stoðum kosningabaráttunnar, svo neikvætt er almenningsálitið. „Þetta er augljóslega gert af kunnáttumönnum í auglýsingagerð en á að líta út fyrir að vera gert af einhverju grasrótarfólki. En ég veit svosem ekki hvaðan þetta kemur,“ sagði Andrés. Hann sagði margan manninn vilja koma einhverju á flot um frambjóðendur en ekki vilja fá á sig drullusletturnar við að blanda sér í drulluslaginn. Hringiver og afstaða fólks kortlögð og skráð „Ég vil ráðleggja fólki sem er að útskrifast úr lögfræði eða viðskiptafræði eða eitthvað að fara og gefa kost á sér í kosningavélum þessara framboða, þá sérstaklega hjá þessum fjóru stóru frambjóðendum. Það er nýstárleg tækni sem verið er að nýta til að ná til fólks, gagnabankar sem eru notaðir til að safna upplýsingum um fólk, afstaða fólks kortlögð og skráð. Rosalega „advanced“ aðferðir sem er verið nota, sem munu verða notaðar í markaðssetningu í framtíðinni. Menn myndu læra margt mjög gagnlegt af því að taka þátt í þessum kosningabaráttum.“ En hver rekur flottustu kosningabaráttuna? „Svo ég viti til þá eru reyndustu kosningastjórarnir að vinna fyrir Guðna. Þar er mjög skipulögð barátta með hringiveri, ungir menn með tölvukerfi, reynt fólk sem stóð að baki kjöri Jóns Atla háskólarektors núna ekki alls fyrir löngu. Þannig að hann er mjög skipulagður.“ Tengdar fréttir Kannaðu hér hvar þú átt að kjósa Forsetakosningadagur rennur upp eftir átján daga. 7. júní 2016 20:34 Fylgstu með degi í lífi forsetaframbjóðendanna á Snapchat Með því að bæta við stod2frettir á Snapchat geturðu litið á bakvið tjöldin í baráttunni um Bessastaði. 6. júní 2016 11:27 Lítið um sveiflur á fylginu "Skoðanakannanir segja sitt en það sem skiptir máli er það sem kemur upp úr kjörkössunum kvöldið 25. júní,“ segir Guðni Th. Jóhannesson um nýja skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. 7. júní 2016 15:00 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri stendur með meintu hávaðaseggjunum: „Vel gert“ Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Sjá meira
Andrés Jónsson almannatengill telur að reyndustu mennirnir séu á bakvið kosningavél Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðiprófessors í forsetakosningunum í ár. Andrés segir þó að allir fjórir efstu frambjóðendurnir séu að reka nútímalega kosningabaráttu. „Við höfum aldrei haft jafnmargar alvöru kosningavélar í forsetakosningum í einu,“ sagði Andrés en hann var í viðtali hjá Reykjavík Síðdegis í dag þar sem hinar ýmsu leiðir til þess að markaðssetja forsetaframbjóðanda í dag voru ræddar. Fjórir efstu frambjóðendurnir í skoðanakönnunum eru Guðni Th. Jóhannesson, Davíð Oddsson, Halla Tómasdóttir og Andri Snær Magnason. „Fjórir frambjóðendur sem eru svona alvöru frambjóðendur, með alvöru bakland, auglýsingastofur, sérfræðinga, hringiver og svoleiðis,“ útskýrði Andrés en hann veit sitthvað um markaðssetningu. Hann sat nýlega fund með fólkinu sem hefur séð um samfélagsmiðlana í kosningabaráttum í Bandaríkjunum og Kanada, til að mynda hjá Barack Obama núverandi Bandaríkjaforseta, Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrata, og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada.Allir frambjóðendurnir níu.Vísir„Þeir voru að segja okkur hvað hefði virkað þar. Og, allavega eins og Davíð og Guðni og að ég held Halla og Andri eru að gera þá er það að tala beint við ákveðna hópa í gegnum samfélagsmiðla. Þannig að þó ég og þú, eða einhverjir, verði ekki varir við þá eins mikið þá getur verið að það sé viljandi. Það er ekki nema hluti kjósenda sem er óákveðinn og nútímafræði snúast um þá sem eru óákveðnir,“ sagði Andrés. Í viðtalinu var einnig rætt um myndböndin hans Andra Snæs en Andri hefur textað flest sinna myndbanda á Facebook og þykir þetta einkar sniðugt sökum þess að margir Facebook-notendur kjósa að spila ekki hljóð með myndböndunum , sem spilast sjálfvirkt, af ýmsum ástæðum. „Þetta er mjög snjöll leið til að skilaboðin þín nái víðar,“ sagði Andrés. Þá sagði hann að myndir og myndbönd hefðu mun meiri áhrif en aðrar leiðir á samfélagsmiðlum í dag. Ýmsum brögðum beitt í kosningabaráttu Svokallað skítkast lætur alltaf á sér kræla í kosningabaráttum en þá gerir einn frambjóðandi eða kosningavél hans lítið úr öðrum frambjóðanda í því skyni að koma sjálfum sér á framfæri. „Um það er deilt hvort þetta virki eða ekki. Ástæðan fyrir því að þetta er gert er að þetta virkar. Þetta er oft gert til að skilgreina einstaklinginn í hugum kjósenda.“ Andrés segir þetta gjarnan gert þegar um er að ræða frambjóðanda sem kemur nýr inn í kosningabaráttuna. Guðni Th. Jóhannesson og Davíð Oddsson í húsakynnum 365 áður en þeir mættust í sjónvarpsþættinum Eyjunni.Vísir/Anton Brink„Því miður dregur það neikvæða að sér meiri athygli heldur en það jákvæða. Það verða deilur eða átök og það vekur oft athygli. Þá er oft tækifæri í svörunum.“ Frambjóðendur eru þá oft settir í þá stöðu að auga almennings færist á þá og fylgist með hvort svarað verður af yfirvegun og með góðum rökum eða hökti og árásum. Til dæmis vakti mikla athygli þegar Davíð og Guðni mættust í Eyjunni. Þá tók Davíð að spyrja Guðna, herskár, um skoðun hans á Icesave og Guðni svaraði að bragði: „Davíð, hefurðu enga sómakennd?“ Andrés nefndi þetta tilvik sem dæmi um vel heppnað tilsvar. Það er ýmsum brögðum beitt til þess að koma sínum frambjóðanda á framfæri og varpa rýrð á aðra. Á samfélagsmiðlum hefur gengið mynd af Guðna þar sem hann er tengdur Icesave og ESB með neikvæðum hætti, í kosningabaráttunni hefur raunar verið nægilegt að bendla frambjóðanda við þessi tvö mál svo að hrikti í stoðum kosningabaráttunnar, svo neikvætt er almenningsálitið. „Þetta er augljóslega gert af kunnáttumönnum í auglýsingagerð en á að líta út fyrir að vera gert af einhverju grasrótarfólki. En ég veit svosem ekki hvaðan þetta kemur,“ sagði Andrés. Hann sagði margan manninn vilja koma einhverju á flot um frambjóðendur en ekki vilja fá á sig drullusletturnar við að blanda sér í drulluslaginn. Hringiver og afstaða fólks kortlögð og skráð „Ég vil ráðleggja fólki sem er að útskrifast úr lögfræði eða viðskiptafræði eða eitthvað að fara og gefa kost á sér í kosningavélum þessara framboða, þá sérstaklega hjá þessum fjóru stóru frambjóðendum. Það er nýstárleg tækni sem verið er að nýta til að ná til fólks, gagnabankar sem eru notaðir til að safna upplýsingum um fólk, afstaða fólks kortlögð og skráð. Rosalega „advanced“ aðferðir sem er verið nota, sem munu verða notaðar í markaðssetningu í framtíðinni. Menn myndu læra margt mjög gagnlegt af því að taka þátt í þessum kosningabaráttum.“ En hver rekur flottustu kosningabaráttuna? „Svo ég viti til þá eru reyndustu kosningastjórarnir að vinna fyrir Guðna. Þar er mjög skipulögð barátta með hringiveri, ungir menn með tölvukerfi, reynt fólk sem stóð að baki kjöri Jóns Atla háskólarektors núna ekki alls fyrir löngu. Þannig að hann er mjög skipulagður.“
Tengdar fréttir Kannaðu hér hvar þú átt að kjósa Forsetakosningadagur rennur upp eftir átján daga. 7. júní 2016 20:34 Fylgstu með degi í lífi forsetaframbjóðendanna á Snapchat Með því að bæta við stod2frettir á Snapchat geturðu litið á bakvið tjöldin í baráttunni um Bessastaði. 6. júní 2016 11:27 Lítið um sveiflur á fylginu "Skoðanakannanir segja sitt en það sem skiptir máli er það sem kemur upp úr kjörkössunum kvöldið 25. júní,“ segir Guðni Th. Jóhannesson um nýja skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. 7. júní 2016 15:00 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri stendur með meintu hávaðaseggjunum: „Vel gert“ Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Sjá meira
Kannaðu hér hvar þú átt að kjósa Forsetakosningadagur rennur upp eftir átján daga. 7. júní 2016 20:34
Fylgstu með degi í lífi forsetaframbjóðendanna á Snapchat Með því að bæta við stod2frettir á Snapchat geturðu litið á bakvið tjöldin í baráttunni um Bessastaði. 6. júní 2016 11:27
Lítið um sveiflur á fylginu "Skoðanakannanir segja sitt en það sem skiptir máli er það sem kemur upp úr kjörkössunum kvöldið 25. júní,“ segir Guðni Th. Jóhannesson um nýja skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. 7. júní 2016 15:00