Sænskur aðgerðasinni sem setið hefur í varðhaldi í Kína frá því í byrjun janúar hefur verið látinn laus. Peter Dahlin var handtekinn þegar kínverska lögreglan gerði rassíu á meðal aðgerðarsinna og lögfræðinga sem hafa látið sig mannréttindi í landinu varða. Í síðustu viku kom hann fram í kínverskum miðlum og játaði á sig margvísleg brot. Nú hefur Dahlin verið sleppt og hann sendur rakleiðis úr landi.
