Lögregla í París beitti í morgun táragasi gegn leigubílstjórum sem hafa mótmælt slæmum vinnuskilyrðum og leigubílaþjónustunni Uber sem starfar í landinu án heimildar.
Leigubílstjórarnir hafa mótmælt á stærri umferðargötum í frönsku höfuðborginni og hefur hundruðum leigubíla verið lagt í þeim tilgangi að stöðva umferð.
Margir hafa jafnframt kveikt í dekkjum sem hafði verið komið fyrir á vegum.
Búist er við að milljónir Frakka muni leggja niður störf í dag til að mótmæla tillögum stjórnvalda um launalækkanir.
Þrýst hefur verið á 5,6 milljónir opinberra starfsmanna að leggja niður störf í dag.

