Enski boltinn

Kostar Chelsea ekki krónu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Radamel Falcao.
Radamel Falcao. Vísir/Getty
Kólumbíumaðurinn Radamel Falcao er á sínu öðru tímabili í ensku úrvalsdeildinni en margir eru eflaust búnir að gleyma því að hann er enn leikmaður Chelsea.

Chelsea fékk Radamel Falcao láni frá Mónakó í haust alveg eins og Manchester United tímabilið á undan en það hefur verið lítið að frétta af þessum fyrrum einum heitasta framherja Evrópu.

Radamel Falcao hefur aðeins skorað eitt mark á tímabilinu fyrir Chelsea og hann hefur ekkert spilað frá því í október vegna meiðsla.

Football Leaks komst yfir gögn varðandi lánsamning hans til Chelsea og þar kom í ljós að Chelsea er ekki að greiða krónu fyrir leikmanninn.

Radamel Falcao samþykkti nefnilega launalækkun til að komast til Chelsea og ætlaði að nýta þetta tækifæri til að koma sér aftur í gang eftir dapurt tímabil með Manchester United.

Það er óhætt að segja að það hafi ekki gengið eftir hjá þessum 29 ára gamla leikmanni sem hefur bara spilað í 349 mínútur í öllum keppnum með Chelsea og eina mark hans kom á móti Crystal Palace í síðasta leik liðsins í ágústmánuði.

Ætli Chelsea aftur á móti að halda Radamel Falcao þarf félagið að greiða Mónakó 38 milljónir punda fyrir Kólumbíumanninn en Roman Abramovich segir örugglega kurteislega nei takk.

Radamel FalcaoVísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×