Mjólkursamsalan sektuð og skaðabótamál er yfirvofandi Ingvar Haraldsson skrifar 8. júlí 2016 06:00 Mjólkursamsalan var í gær sektuð um 480 milljónir króna vegna alvarlegrar misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. MS seldi hrámjólk til samkeppnisaðilanna Mjólku og síðar Kú á mun hærra verði en til MS og tengdir aðilar, þá sérstaklega Kaupfélag Skagfirðinga, greiddu fyrir vöruna samkvæmt niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. MS er sagt hafa viljað ýta Mjólku út af markaði með yfirverðlagningu en Kaupfélag Skagfirðinga tók Mjólku yfir árið 2009. Þá hafi mismununin haldið áfram gagnvart Kú sem stofnuð var í kjölfarið, meðal annars af Ólafi M. Magnússyni, stofnanda Mjólku.Mjólkursamsalan mótmælir sektinni.vísir/stefánÓlafur fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og vill að bændur dragi stjórnendur MS til ábyrgðar vegna þess álitshnekkis sem þeir hafi valdið fyrirtækinu. Þá segir hann að skaðabótamál gegn MS verði höfðað á næstu vikum þar sem farið verði fram á mörg hundruð milljónir króna í skaðabætur. Þá hljóti Alþingi að endurskoða búvörusamninginn og undanþágu MS frá samkeppnislögum. „Þessum mönnum er engan veginn treystandi til að starfa undir undanþágum frá ákvæðum samkeppnislaga.“ Samkeppniseftirlitið sektaði MS um 370 milljónir vegna sama máls árið 2014 en áfrýjunarnefnd samkeppnismála taldi að taka þyrfti málið upp að nýju vegna nýrra gagna sem MS lagði fram. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins nú er að brot MS hafi verið alvarlegri en áður var talið. Ari Edwald, forstjóri MS, segir málatilbúnað Samkeppniseftirlitsins ekki standast og gagnrýnir hve lengi hafi dregist að fá niðurstöðu í málið. MS hyggst áfrýja niðurstöðunni.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Sjá meira
Mjólkursamsalan var í gær sektuð um 480 milljónir króna vegna alvarlegrar misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. MS seldi hrámjólk til samkeppnisaðilanna Mjólku og síðar Kú á mun hærra verði en til MS og tengdir aðilar, þá sérstaklega Kaupfélag Skagfirðinga, greiddu fyrir vöruna samkvæmt niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. MS er sagt hafa viljað ýta Mjólku út af markaði með yfirverðlagningu en Kaupfélag Skagfirðinga tók Mjólku yfir árið 2009. Þá hafi mismununin haldið áfram gagnvart Kú sem stofnuð var í kjölfarið, meðal annars af Ólafi M. Magnússyni, stofnanda Mjólku.Mjólkursamsalan mótmælir sektinni.vísir/stefánÓlafur fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og vill að bændur dragi stjórnendur MS til ábyrgðar vegna þess álitshnekkis sem þeir hafi valdið fyrirtækinu. Þá segir hann að skaðabótamál gegn MS verði höfðað á næstu vikum þar sem farið verði fram á mörg hundruð milljónir króna í skaðabætur. Þá hljóti Alþingi að endurskoða búvörusamninginn og undanþágu MS frá samkeppnislögum. „Þessum mönnum er engan veginn treystandi til að starfa undir undanþágum frá ákvæðum samkeppnislaga.“ Samkeppniseftirlitið sektaði MS um 370 milljónir vegna sama máls árið 2014 en áfrýjunarnefnd samkeppnismála taldi að taka þyrfti málið upp að nýju vegna nýrra gagna sem MS lagði fram. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins nú er að brot MS hafi verið alvarlegri en áður var talið. Ari Edwald, forstjóri MS, segir málatilbúnað Samkeppniseftirlitsins ekki standast og gagnrýnir hve lengi hafi dregist að fá niðurstöðu í málið. MS hyggst áfrýja niðurstöðunni.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Sjá meira