Skólameistari biðst afsökunar á ummælum um stúlkur og munntóbaksnotkun Birgir Olgeirsson skrifar 12. september 2016 13:29 Frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Vísir „Ég hélt að það heyrði til undantekninga að stúlkur notuðu þetta en það er að koma í ljós að þetta er býsna útbreitt á meðal stúlkna, þannig að notkunin á munntóbaki er meiri og útbreiddari en ég hélt,“ segir Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Kvennaskólans í Reykjavík, sem hefur beðist afsökunar á ummælum sínum sem varða stúlkur og munntóbaksnotkun. Í morgun sendi Hjalti Jón áminningu á nemendur skólans þar sem hann beindi sjónum að skólareglum Kvennaskólans er varða notkun hvers kyns tóbaks í húsakynnum skólans, á lóð hans og öllum samkomum og ferðum á vegum skólans. Hann sagði skólayfirvöld leggja að jöfnu hefðbundnar tóbakssígarettur og rafsígarettur en sagði að lokum: „Loks langar mig að lýsa yfir vonbrigðum mínum með það hversu margar stúlkur virðast vera farnar að nota munntóbak.“Neysla munntóbaks hefur aukist á milli ára, einkum í hópi ungra karlmanna.vísir/gvaÞessi setning vakti hörð og mikil viðbrögð og sagði Hjalti í öðrum pósti til nemenda að margir hafi skilið orð hans þannig að um mismunun kynjanna hafi verið að ræða. Það var ekki svo að mati Hjalta.Sjá einnig: Sala á íslensku neftóbaki aldrei meiri: Keyptum 36 tonn árið 2015 Hann sagði vonbrigði sín ekki hafa beinst sérstaklega að stúlkum sem nota tóbak heldur hversu útbreidd notkun munntóbaks er orðin meðal nemenda. Áður fyrr hafi hún verið bundin að mestu meðal drengja í Kvennaskólanum en nú noti stúlkur munntóbak miklu meira en áður, og olli útbreiðslan því honum vonbrigðum. „Munntóbaksvandinn er greinilega mjög mikill,“ segir Hjalti við Vísi. Hann segir skólayfirvöld ætla að halda áfram að hvetja nemendur að hætta slíkri neyslu og reyna að fræða þá um hætturnar sem fylgja henni. Í póstinum til nemenda sagðist hann hafa árum saman í sínu starfi reynt að hvetja nemendur til heilbrigðari lífshátta og mælt gegn tóbaksnotkun. „Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að það væru einkum piltar sem tækju tóbak í vörina og satt best að segja hef ég varla orðið þess var að stúlkur gerðu þetta líka. Nú hef ég hins vegar fengið vísbendingar um að munntóbaksnotkun á meðal stúlkna sé að verða býsna almenn. Ég get ekki neitað því að það veldur mér miklum vonbrigðum ef satt er,“ sagði Hjalti í orðsendingunni til nemenda. Hann benti á að baráttan þyrfti því að beinast að báðum kynjum og baðst að lokum afsökunar á að hafa ekki orðað þetta nægjanlega vel í fyrri pósti sínum til nemenda. Tengdar fréttir Ungir karlmenn neyta munntóbaks í meiri mæli Neysla munntóbaks hefur aukist á milli ára, einkum í hópi ungra karlmanna. 2. júní 2015 07:17 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Sjá meira
„Ég hélt að það heyrði til undantekninga að stúlkur notuðu þetta en það er að koma í ljós að þetta er býsna útbreitt á meðal stúlkna, þannig að notkunin á munntóbaki er meiri og útbreiddari en ég hélt,“ segir Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Kvennaskólans í Reykjavík, sem hefur beðist afsökunar á ummælum sínum sem varða stúlkur og munntóbaksnotkun. Í morgun sendi Hjalti Jón áminningu á nemendur skólans þar sem hann beindi sjónum að skólareglum Kvennaskólans er varða notkun hvers kyns tóbaks í húsakynnum skólans, á lóð hans og öllum samkomum og ferðum á vegum skólans. Hann sagði skólayfirvöld leggja að jöfnu hefðbundnar tóbakssígarettur og rafsígarettur en sagði að lokum: „Loks langar mig að lýsa yfir vonbrigðum mínum með það hversu margar stúlkur virðast vera farnar að nota munntóbak.“Neysla munntóbaks hefur aukist á milli ára, einkum í hópi ungra karlmanna.vísir/gvaÞessi setning vakti hörð og mikil viðbrögð og sagði Hjalti í öðrum pósti til nemenda að margir hafi skilið orð hans þannig að um mismunun kynjanna hafi verið að ræða. Það var ekki svo að mati Hjalta.Sjá einnig: Sala á íslensku neftóbaki aldrei meiri: Keyptum 36 tonn árið 2015 Hann sagði vonbrigði sín ekki hafa beinst sérstaklega að stúlkum sem nota tóbak heldur hversu útbreidd notkun munntóbaks er orðin meðal nemenda. Áður fyrr hafi hún verið bundin að mestu meðal drengja í Kvennaskólanum en nú noti stúlkur munntóbak miklu meira en áður, og olli útbreiðslan því honum vonbrigðum. „Munntóbaksvandinn er greinilega mjög mikill,“ segir Hjalti við Vísi. Hann segir skólayfirvöld ætla að halda áfram að hvetja nemendur að hætta slíkri neyslu og reyna að fræða þá um hætturnar sem fylgja henni. Í póstinum til nemenda sagðist hann hafa árum saman í sínu starfi reynt að hvetja nemendur til heilbrigðari lífshátta og mælt gegn tóbaksnotkun. „Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að það væru einkum piltar sem tækju tóbak í vörina og satt best að segja hef ég varla orðið þess var að stúlkur gerðu þetta líka. Nú hef ég hins vegar fengið vísbendingar um að munntóbaksnotkun á meðal stúlkna sé að verða býsna almenn. Ég get ekki neitað því að það veldur mér miklum vonbrigðum ef satt er,“ sagði Hjalti í orðsendingunni til nemenda. Hann benti á að baráttan þyrfti því að beinast að báðum kynjum og baðst að lokum afsökunar á að hafa ekki orðað þetta nægjanlega vel í fyrri pósti sínum til nemenda.
Tengdar fréttir Ungir karlmenn neyta munntóbaks í meiri mæli Neysla munntóbaks hefur aukist á milli ára, einkum í hópi ungra karlmanna. 2. júní 2015 07:17 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Sjá meira
Ungir karlmenn neyta munntóbaks í meiri mæli Neysla munntóbaks hefur aukist á milli ára, einkum í hópi ungra karlmanna. 2. júní 2015 07:17