Ragnar: Ég vil hafa Ronaldo nálægt mér til að láta hann finna fyrir því Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júní 2016 10:00 Ragnar Sigurðsson á æfingu íslenska liðsins. vísir/Epa Það styttist í fyrsta leik Íslands á Evrópumótinu í fótbolta en strákarnir okkar spila sinn fyrsta leik á stórmóti í sögunni gegn Portúgal á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Étienne. Strákarnir hafa legið yfir myndböndum af portúgalska liðinu sem er frábært og líklegt til afreka á mótinu með einn besta leikmann heims innan sinna raða. „Við erum aðallega búnir að fara yfir hvernig þeir sækja og skoða hornspyrnunar þeirra. Svo höfum við verið að skoða hvernig þessir gaurar hjá þeim vilja taka skotfintur og reyna að plata okkur. Við þurfum að vera tilbúnir fyrir allt svoleiðis,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Hjá Portúgal snýst allt um Cristiano Ronaldo sem getur bæði bætt leikja- og markametið í sögu Evrópumótsins í Frakklandi. En Portúgal er meira en bara Ronaldo. "Þeir eru með heimsklassa lið sem er ofarlega á heimslistanum. Að sjálfsögðu er þetta ekki bara Ronaldo. Þeir eru með Nani og Quaresma og fullt af öðrum gaurum. Ég hef enga trú á því að þetta verði einhver eins manns sýning hjá Ronaldo,“ segir Ragnar.Ragnar Sigurðsson vill taka á Ronaldo.vísir/vilhelmGetum gert hvað sem er Ronaldo hefur spilað mikið sem framherji hjá portúgalska landsliðinu en ekki úti á kantinum eins og hjá Real Madrid. Miðvörðurinn vill fá Ronaldo í fangið í kvöld. „Það væri þægilegra að hafa Ronaldo í níunni þar sem maður getur verið nær honum og látið hann finna fyrir því. Hann er hættulegri þegar hann kemur á ferðinni á þig. Maður veit samt alveg hvernig hann spilar. Hann er svolítið að hanga úti á kantinum þegar lítið er í gangi en svo kemur hann inn í teiginn og er stórhættulegur þar,“ segir Ragnar sem hefur fulla trú á góðum úrslitum í kvöld. „Að sjálfsögðu. Maður er alltaf að blaðra um þetta gamla bull en við höfum unnið lið eins og Holland, Tyrkland og Tékkland," segir hann. „Við getum gert hvað sem er en við þurfum bara að standa okkur núna. Við þurfum að standa saman því við erum ekki með neinn eins og Ronaldo. Þetta verðum við að gera saman og ef við gerum það eins og við höfum áður gert þá eigum við góða möguleika,“ segir Ragnar Sigurðsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Birkir: Munum ekki líma okkur á Ronaldo Birkir Bjarnason segir að íslenska landslðinu líði best í stórleikjum og gegn bestu liðunum. 14. júní 2016 14:00 Aron Einar: Portúgal er með bónuskarla í liðinu sínu Aron Einar Gunnarsson hefur fulla trú á góðum úrslitum gegn Portúgal í dag ef íslenska liðið nær upp sínum leik. 14. júní 2016 13:00 Lars: Við erum fámenn þjóð og því vekur það áhuga að við erum á EM Lars Lagerbäck segir að íslensku strákarnir þurfi ekki að vera hræddir við Ronaldo en vitaskuld þarf að sýna honum virðingu. 14. júní 2016 15:00 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Það styttist í fyrsta leik Íslands á Evrópumótinu í fótbolta en strákarnir okkar spila sinn fyrsta leik á stórmóti í sögunni gegn Portúgal á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Étienne. Strákarnir hafa legið yfir myndböndum af portúgalska liðinu sem er frábært og líklegt til afreka á mótinu með einn besta leikmann heims innan sinna raða. „Við erum aðallega búnir að fara yfir hvernig þeir sækja og skoða hornspyrnunar þeirra. Svo höfum við verið að skoða hvernig þessir gaurar hjá þeim vilja taka skotfintur og reyna að plata okkur. Við þurfum að vera tilbúnir fyrir allt svoleiðis,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Hjá Portúgal snýst allt um Cristiano Ronaldo sem getur bæði bætt leikja- og markametið í sögu Evrópumótsins í Frakklandi. En Portúgal er meira en bara Ronaldo. "Þeir eru með heimsklassa lið sem er ofarlega á heimslistanum. Að sjálfsögðu er þetta ekki bara Ronaldo. Þeir eru með Nani og Quaresma og fullt af öðrum gaurum. Ég hef enga trú á því að þetta verði einhver eins manns sýning hjá Ronaldo,“ segir Ragnar.Ragnar Sigurðsson vill taka á Ronaldo.vísir/vilhelmGetum gert hvað sem er Ronaldo hefur spilað mikið sem framherji hjá portúgalska landsliðinu en ekki úti á kantinum eins og hjá Real Madrid. Miðvörðurinn vill fá Ronaldo í fangið í kvöld. „Það væri þægilegra að hafa Ronaldo í níunni þar sem maður getur verið nær honum og látið hann finna fyrir því. Hann er hættulegri þegar hann kemur á ferðinni á þig. Maður veit samt alveg hvernig hann spilar. Hann er svolítið að hanga úti á kantinum þegar lítið er í gangi en svo kemur hann inn í teiginn og er stórhættulegur þar,“ segir Ragnar sem hefur fulla trú á góðum úrslitum í kvöld. „Að sjálfsögðu. Maður er alltaf að blaðra um þetta gamla bull en við höfum unnið lið eins og Holland, Tyrkland og Tékkland," segir hann. „Við getum gert hvað sem er en við þurfum bara að standa okkur núna. Við þurfum að standa saman því við erum ekki með neinn eins og Ronaldo. Þetta verðum við að gera saman og ef við gerum það eins og við höfum áður gert þá eigum við góða möguleika,“ segir Ragnar Sigurðsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Birkir: Munum ekki líma okkur á Ronaldo Birkir Bjarnason segir að íslenska landslðinu líði best í stórleikjum og gegn bestu liðunum. 14. júní 2016 14:00 Aron Einar: Portúgal er með bónuskarla í liðinu sínu Aron Einar Gunnarsson hefur fulla trú á góðum úrslitum gegn Portúgal í dag ef íslenska liðið nær upp sínum leik. 14. júní 2016 13:00 Lars: Við erum fámenn þjóð og því vekur það áhuga að við erum á EM Lars Lagerbäck segir að íslensku strákarnir þurfi ekki að vera hræddir við Ronaldo en vitaskuld þarf að sýna honum virðingu. 14. júní 2016 15:00 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Birkir: Munum ekki líma okkur á Ronaldo Birkir Bjarnason segir að íslenska landslðinu líði best í stórleikjum og gegn bestu liðunum. 14. júní 2016 14:00
Aron Einar: Portúgal er með bónuskarla í liðinu sínu Aron Einar Gunnarsson hefur fulla trú á góðum úrslitum gegn Portúgal í dag ef íslenska liðið nær upp sínum leik. 14. júní 2016 13:00
Lars: Við erum fámenn þjóð og því vekur það áhuga að við erum á EM Lars Lagerbäck segir að íslensku strákarnir þurfi ekki að vera hræddir við Ronaldo en vitaskuld þarf að sýna honum virðingu. 14. júní 2016 15:00