Ragnar: Ég vil hafa Ronaldo nálægt mér til að láta hann finna fyrir því Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júní 2016 10:00 Ragnar Sigurðsson á æfingu íslenska liðsins. vísir/Epa Það styttist í fyrsta leik Íslands á Evrópumótinu í fótbolta en strákarnir okkar spila sinn fyrsta leik á stórmóti í sögunni gegn Portúgal á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Étienne. Strákarnir hafa legið yfir myndböndum af portúgalska liðinu sem er frábært og líklegt til afreka á mótinu með einn besta leikmann heims innan sinna raða. „Við erum aðallega búnir að fara yfir hvernig þeir sækja og skoða hornspyrnunar þeirra. Svo höfum við verið að skoða hvernig þessir gaurar hjá þeim vilja taka skotfintur og reyna að plata okkur. Við þurfum að vera tilbúnir fyrir allt svoleiðis,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Hjá Portúgal snýst allt um Cristiano Ronaldo sem getur bæði bætt leikja- og markametið í sögu Evrópumótsins í Frakklandi. En Portúgal er meira en bara Ronaldo. "Þeir eru með heimsklassa lið sem er ofarlega á heimslistanum. Að sjálfsögðu er þetta ekki bara Ronaldo. Þeir eru með Nani og Quaresma og fullt af öðrum gaurum. Ég hef enga trú á því að þetta verði einhver eins manns sýning hjá Ronaldo,“ segir Ragnar.Ragnar Sigurðsson vill taka á Ronaldo.vísir/vilhelmGetum gert hvað sem er Ronaldo hefur spilað mikið sem framherji hjá portúgalska landsliðinu en ekki úti á kantinum eins og hjá Real Madrid. Miðvörðurinn vill fá Ronaldo í fangið í kvöld. „Það væri þægilegra að hafa Ronaldo í níunni þar sem maður getur verið nær honum og látið hann finna fyrir því. Hann er hættulegri þegar hann kemur á ferðinni á þig. Maður veit samt alveg hvernig hann spilar. Hann er svolítið að hanga úti á kantinum þegar lítið er í gangi en svo kemur hann inn í teiginn og er stórhættulegur þar,“ segir Ragnar sem hefur fulla trú á góðum úrslitum í kvöld. „Að sjálfsögðu. Maður er alltaf að blaðra um þetta gamla bull en við höfum unnið lið eins og Holland, Tyrkland og Tékkland," segir hann. „Við getum gert hvað sem er en við þurfum bara að standa okkur núna. Við þurfum að standa saman því við erum ekki með neinn eins og Ronaldo. Þetta verðum við að gera saman og ef við gerum það eins og við höfum áður gert þá eigum við góða möguleika,“ segir Ragnar Sigurðsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Birkir: Munum ekki líma okkur á Ronaldo Birkir Bjarnason segir að íslenska landslðinu líði best í stórleikjum og gegn bestu liðunum. 14. júní 2016 14:00 Aron Einar: Portúgal er með bónuskarla í liðinu sínu Aron Einar Gunnarsson hefur fulla trú á góðum úrslitum gegn Portúgal í dag ef íslenska liðið nær upp sínum leik. 14. júní 2016 13:00 Lars: Við erum fámenn þjóð og því vekur það áhuga að við erum á EM Lars Lagerbäck segir að íslensku strákarnir þurfi ekki að vera hræddir við Ronaldo en vitaskuld þarf að sýna honum virðingu. 14. júní 2016 15:00 Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
Það styttist í fyrsta leik Íslands á Evrópumótinu í fótbolta en strákarnir okkar spila sinn fyrsta leik á stórmóti í sögunni gegn Portúgal á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Étienne. Strákarnir hafa legið yfir myndböndum af portúgalska liðinu sem er frábært og líklegt til afreka á mótinu með einn besta leikmann heims innan sinna raða. „Við erum aðallega búnir að fara yfir hvernig þeir sækja og skoða hornspyrnunar þeirra. Svo höfum við verið að skoða hvernig þessir gaurar hjá þeim vilja taka skotfintur og reyna að plata okkur. Við þurfum að vera tilbúnir fyrir allt svoleiðis,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Hjá Portúgal snýst allt um Cristiano Ronaldo sem getur bæði bætt leikja- og markametið í sögu Evrópumótsins í Frakklandi. En Portúgal er meira en bara Ronaldo. "Þeir eru með heimsklassa lið sem er ofarlega á heimslistanum. Að sjálfsögðu er þetta ekki bara Ronaldo. Þeir eru með Nani og Quaresma og fullt af öðrum gaurum. Ég hef enga trú á því að þetta verði einhver eins manns sýning hjá Ronaldo,“ segir Ragnar.Ragnar Sigurðsson vill taka á Ronaldo.vísir/vilhelmGetum gert hvað sem er Ronaldo hefur spilað mikið sem framherji hjá portúgalska landsliðinu en ekki úti á kantinum eins og hjá Real Madrid. Miðvörðurinn vill fá Ronaldo í fangið í kvöld. „Það væri þægilegra að hafa Ronaldo í níunni þar sem maður getur verið nær honum og látið hann finna fyrir því. Hann er hættulegri þegar hann kemur á ferðinni á þig. Maður veit samt alveg hvernig hann spilar. Hann er svolítið að hanga úti á kantinum þegar lítið er í gangi en svo kemur hann inn í teiginn og er stórhættulegur þar,“ segir Ragnar sem hefur fulla trú á góðum úrslitum í kvöld. „Að sjálfsögðu. Maður er alltaf að blaðra um þetta gamla bull en við höfum unnið lið eins og Holland, Tyrkland og Tékkland," segir hann. „Við getum gert hvað sem er en við þurfum bara að standa okkur núna. Við þurfum að standa saman því við erum ekki með neinn eins og Ronaldo. Þetta verðum við að gera saman og ef við gerum það eins og við höfum áður gert þá eigum við góða möguleika,“ segir Ragnar Sigurðsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Birkir: Munum ekki líma okkur á Ronaldo Birkir Bjarnason segir að íslenska landslðinu líði best í stórleikjum og gegn bestu liðunum. 14. júní 2016 14:00 Aron Einar: Portúgal er með bónuskarla í liðinu sínu Aron Einar Gunnarsson hefur fulla trú á góðum úrslitum gegn Portúgal í dag ef íslenska liðið nær upp sínum leik. 14. júní 2016 13:00 Lars: Við erum fámenn þjóð og því vekur það áhuga að við erum á EM Lars Lagerbäck segir að íslensku strákarnir þurfi ekki að vera hræddir við Ronaldo en vitaskuld þarf að sýna honum virðingu. 14. júní 2016 15:00 Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
Birkir: Munum ekki líma okkur á Ronaldo Birkir Bjarnason segir að íslenska landslðinu líði best í stórleikjum og gegn bestu liðunum. 14. júní 2016 14:00
Aron Einar: Portúgal er með bónuskarla í liðinu sínu Aron Einar Gunnarsson hefur fulla trú á góðum úrslitum gegn Portúgal í dag ef íslenska liðið nær upp sínum leik. 14. júní 2016 13:00
Lars: Við erum fámenn þjóð og því vekur það áhuga að við erum á EM Lars Lagerbäck segir að íslensku strákarnir þurfi ekki að vera hræddir við Ronaldo en vitaskuld þarf að sýna honum virðingu. 14. júní 2016 15:00