Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin: Markvarðaklúður Stjörnunnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Duwayne Kerr er á leið frá Stjörnunni til Indlands og því ljóst að hann klárar ekki tímabilið með Garðbæingum.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Stjarnan þarf að gera breytingar á stöðu markvarðar í sínu liði og var málið tekið fyrir í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöldi.

„Þetta er búið að vera algjört fíaskó. Stjarnan er félag sem ætlar sér að keppa um titilinn. Þeir eru ekki mættir bara til að halda sér uppi,“ sagði Hjörvar í þætti gærkvöldsins.

„Markmannsmálin hafa svo verið í algjöru rugli frá fyrsta leik í mótinu,“ segir hann og bendir á að Sveinn Sigurður Jóhannesson hafi byrjað mótið í marki Stjörnunnar, svo hafi Kerr komið en farið aftur í Copa America. Þá hafi félagið fengið Hörð Fannar Björgvinsson að láni frá KR en nú sé Kerr aftur að fara.

„Algjört klúður, inn og út. Þú vinnur ekki titla svona - ekki með því að vera með fjóra markverði yfir sumarið. Þetta er ein af þeim stöðum sem þú verður að hafa niðurneglda.“

Umræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×