Stefnir í nýtt Keiko-ævintýri Benedikt Bóas skrifar 20. desember 2016 06:30 Mjaldur í dýragarði. Merlin Entertainments á þrjá slíka en vilja koma þeim í náttúrulegra umhverfi. vísir/getty Fyrirtækið Merlin Entertainments undirbýr nú af krafti komu þriggja mjaldra til Vestmannaeyja frá dýragarði í eigu fyrirtækisins í Sjanghæ. Fyrirtækið sendi Matvælastofnun (MAST) formlegt erindi í apríl síðastliðnum þar sem var óskað eftir því að fá að flytja hvalina til landsins. Teikningar fylgdu með umsókninni. Samkvæmt upplýsingum frá MAST er ekki talið líklegt að dýrin beri með sér sjúkdóma eða annað álíka en vegna vegalengdarinnar frá Sjanghæ til Íslands bað það fyrirtækið að skila inn áhættumati samkvæmt náttúruverndarlögum og lögum um innflutning dýra. Það mat er nú á lokastigi og er ætlun fyrirtækisins að fylgja málinu eftir strax eftir hátíðirnar. Merlin Entertainments er breskt fyrirtæki sem á og rekur 124 skemmtigarða, 13 hótel og fimm skemmtiþorp í 24 löndum. Rekstrarhagnaður fyrirtækisins árið 2015 var um 300 milljónir dollara eða 34 milljarðar króna. Alls vinna 25 þúsund manns hjá Merlin. Samkvæmt heimasíðu Merlin hefur fyrirtækið keypt nokkra sædýragarða í Asíu en mjaldrarnir hafa verið þrír saman í nokkur ár að leika alls konar listir á sýningum. Samkvæmt erlendum fréttum hefur Merlin leitað um víða veröld eftir heppilegum heimkynnum en ekki fundið. Keiko kom til Vestmannaeyja árið 1998 en hann er frægasti háhyrningur allra tíma. Hann drapst við strendur Noregs árið 2003.vísir/gvaFyrirtækið var í samskiptum við rússnesk yfirvöld því hvalirnir eru sagðir hafa fæðst í rússneskri lögsögu. Yfirvöld í Kreml höfðu engan áhuga á samstarfi og því er Ísland næst á dagskrá. Hér sé þekking og kunnátta eftir að hafa tekið við Keikó á sínum tíma. Dýraverndunarsamtök hafa lengi barist fyrir því að mjaldrarnir fái frelsi úr Chang Feng-sædýragarðinum og þegar Merlin keypti hann árið 2011 var því lofað að hvalirnir fengju að synda frjálsir um höfin á ný. Fyrirtækið hefur unnið náið með WDC-dýraverndarsamtökunum og í yfirlýsingu sem fyrirtækið sendi frá sér segir meðal annars að teymi dýralækna og sjávarlíffræðinga frá Merlin og WDC ásamt sjálfstæðum sérfræðingum um hvali og höfrunga hafi undanfarna mánuði reynt að finna heppileg heimkynni. Þar segir einnig að gríðarleg vinna hafi verið unnin því takmarkið sé að koma hvölunum í manngerðar kvíar úti í náttúrunni. Þar sé ætlunin að mjaldrarnir syndi til dauðadags án þess að þurfa að sýna alls kyns kúnstir fyrir mannfólkið. Hvalirnir verða einnig metnir af sjálfstæðum sérfræðingum um hvort sé hægt að sleppa þeim alfarið. Ef það er möguleiki mun fyrirtækið gera áætlun sem verður síðan framfylgt. Ekki tókst að ná í Elliða Vignisson, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mjaldrar í Eyjum Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Fyrirtækið Merlin Entertainments undirbýr nú af krafti komu þriggja mjaldra til Vestmannaeyja frá dýragarði í eigu fyrirtækisins í Sjanghæ. Fyrirtækið sendi Matvælastofnun (MAST) formlegt erindi í apríl síðastliðnum þar sem var óskað eftir því að fá að flytja hvalina til landsins. Teikningar fylgdu með umsókninni. Samkvæmt upplýsingum frá MAST er ekki talið líklegt að dýrin beri með sér sjúkdóma eða annað álíka en vegna vegalengdarinnar frá Sjanghæ til Íslands bað það fyrirtækið að skila inn áhættumati samkvæmt náttúruverndarlögum og lögum um innflutning dýra. Það mat er nú á lokastigi og er ætlun fyrirtækisins að fylgja málinu eftir strax eftir hátíðirnar. Merlin Entertainments er breskt fyrirtæki sem á og rekur 124 skemmtigarða, 13 hótel og fimm skemmtiþorp í 24 löndum. Rekstrarhagnaður fyrirtækisins árið 2015 var um 300 milljónir dollara eða 34 milljarðar króna. Alls vinna 25 þúsund manns hjá Merlin. Samkvæmt heimasíðu Merlin hefur fyrirtækið keypt nokkra sædýragarða í Asíu en mjaldrarnir hafa verið þrír saman í nokkur ár að leika alls konar listir á sýningum. Samkvæmt erlendum fréttum hefur Merlin leitað um víða veröld eftir heppilegum heimkynnum en ekki fundið. Keiko kom til Vestmannaeyja árið 1998 en hann er frægasti háhyrningur allra tíma. Hann drapst við strendur Noregs árið 2003.vísir/gvaFyrirtækið var í samskiptum við rússnesk yfirvöld því hvalirnir eru sagðir hafa fæðst í rússneskri lögsögu. Yfirvöld í Kreml höfðu engan áhuga á samstarfi og því er Ísland næst á dagskrá. Hér sé þekking og kunnátta eftir að hafa tekið við Keikó á sínum tíma. Dýraverndunarsamtök hafa lengi barist fyrir því að mjaldrarnir fái frelsi úr Chang Feng-sædýragarðinum og þegar Merlin keypti hann árið 2011 var því lofað að hvalirnir fengju að synda frjálsir um höfin á ný. Fyrirtækið hefur unnið náið með WDC-dýraverndarsamtökunum og í yfirlýsingu sem fyrirtækið sendi frá sér segir meðal annars að teymi dýralækna og sjávarlíffræðinga frá Merlin og WDC ásamt sjálfstæðum sérfræðingum um hvali og höfrunga hafi undanfarna mánuði reynt að finna heppileg heimkynni. Þar segir einnig að gríðarleg vinna hafi verið unnin því takmarkið sé að koma hvölunum í manngerðar kvíar úti í náttúrunni. Þar sé ætlunin að mjaldrarnir syndi til dauðadags án þess að þurfa að sýna alls kyns kúnstir fyrir mannfólkið. Hvalirnir verða einnig metnir af sjálfstæðum sérfræðingum um hvort sé hægt að sleppa þeim alfarið. Ef það er möguleiki mun fyrirtækið gera áætlun sem verður síðan framfylgt. Ekki tókst að ná í Elliða Vignisson, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mjaldrar í Eyjum Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira