Sálfræðingur telur PISA-prófið gallað vegna hugtakaruglings Sveinn Arnarsson skrifar 21. desember 2016 07:00 PISA-prófið þreyta grunnskólabörn og eru niðurstöður notaðar til að greina menntakerfi OECD-landanna. vísir/stefán Vafi leikur á að þýðingar á PISA-prófinu séu það góðar að hægt sé að bera niðurstöður íslenskra skólabarna saman við skólabörn annars staðar innan OECD-landa. Þetta er mat Ásdísar Bergþórsdóttur sálfræðings á þýðingum PISA-prófsins út frá þýðingarramma OECD um það hvernig prófið eigi að vera uppsett. „Við getum ekki fullyrt um hvaða afleiðingar það hefur, við vitum ekki hvort þetta er búið að vera svona lengi. Ég skoðaði prófið ekki orð fyrir orð enda tæki það mun lengri tíma,“ segir Ásdís. „Hins vegar get ég sagt að setningabyggingin er að einhverju leyti flóknari hér en annars staðar og að einhverju leyti verður ruglingur þar sem hugtökum er ekki haldið aðskildum á íslensku en það er gert í enska textanum. Þýðingarrammi PISA kveður á um að þýðendur skuli halda texta á sama erfiðleikastigi en það er ekki gert að öllu leyti nú.“ Að mati Ásdísar þarf að kafa betur ofan í það hvaða áhrif þetta gæti haft. Tveir einstaklingar eru fengnir til að þýða textann og sá þriðji ráðinn til að samhæfa þýðingarnar. Að því loknu er fjórði aðilinn fenginn frá PISA til að skoða hvort þýðingin falli að markmiðum PISA. „Þetta er eitthvað sem eftirlitsaðili PISA verður að taka afstöðu til. Það eru þeir sem bera ábyrgð á prófinu að lokum,“ segir Ásdís. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, sem stýrði PISA-próftökunni hér á landi, segist fagna því að þýðingin sé skoðuð ofan í kjölinn. „Við höfum líka velt fyrir okkur að senda þetta til OECD og láta þá fara gaumgæfilega yfir þetta. Ég hef skoðað álit Ásdísar og ég sé ekki í fljótu bragði neitt sem dregur úr réttmæti prófsins,“ segir Arnór. Arnór telur útkomu PISA-prófsins nægilega réttmæta til þess að bera hana saman við aðrar þjóðir. „Til að mynda höfum við aðrar rannsóknir hér á landi sem við berum ábyrgð á sem eru að sýna sömu þróunina. Sú vissa skýtur stoðum undir réttmæti PISA-prófsins. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu PISA-könnun Tengdar fréttir Lítill lesskilningur ungra drengja ógn við lýðræðið Illugi Gunnarsson starfandi menntamálaráðherra segir að sú staðreynd að þriðjungur fimmtán ára drengja geti ekki lesið sér til gagns vera ógn við lýðræðið í landinu. 11. desember 2016 13:30 Vilja bæta stöðu nemenda í PISA "Niðurstöðurnar úr PISA eru sláandi og mikið áhyggjuefni,“ sagði Marta Guðjónsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks á borgarstjórnarfundi í gær. 21. desember 2016 07:45 Menntamálastofnun biðst afsökunar á mistökum við gerð PISA-prófsins Menntamálastofnun sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem beðist er velvirðingar á mistökum sem gerð voru við gerð PISA-prófsins sem lagt var fyrir 15 ára nemendur í grunnskólum landsins í fyrra. 12. desember 2016 21:52 PISA-könnun: Hrikalegar tölur og verra á landsbyggðinni Íslendingar eru á niðurleið á öllum sviðum samkvæmt nýrri PISA-rannsókn. Kynjamunur er ekki marktækur nema hvað varðar lesskilning. Landsbyggðin stendur verr en höfuðborgarsvæðið á öllum sviðum. 7. desember 2016 07:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
Vafi leikur á að þýðingar á PISA-prófinu séu það góðar að hægt sé að bera niðurstöður íslenskra skólabarna saman við skólabörn annars staðar innan OECD-landa. Þetta er mat Ásdísar Bergþórsdóttur sálfræðings á þýðingum PISA-prófsins út frá þýðingarramma OECD um það hvernig prófið eigi að vera uppsett. „Við getum ekki fullyrt um hvaða afleiðingar það hefur, við vitum ekki hvort þetta er búið að vera svona lengi. Ég skoðaði prófið ekki orð fyrir orð enda tæki það mun lengri tíma,“ segir Ásdís. „Hins vegar get ég sagt að setningabyggingin er að einhverju leyti flóknari hér en annars staðar og að einhverju leyti verður ruglingur þar sem hugtökum er ekki haldið aðskildum á íslensku en það er gert í enska textanum. Þýðingarrammi PISA kveður á um að þýðendur skuli halda texta á sama erfiðleikastigi en það er ekki gert að öllu leyti nú.“ Að mati Ásdísar þarf að kafa betur ofan í það hvaða áhrif þetta gæti haft. Tveir einstaklingar eru fengnir til að þýða textann og sá þriðji ráðinn til að samhæfa þýðingarnar. Að því loknu er fjórði aðilinn fenginn frá PISA til að skoða hvort þýðingin falli að markmiðum PISA. „Þetta er eitthvað sem eftirlitsaðili PISA verður að taka afstöðu til. Það eru þeir sem bera ábyrgð á prófinu að lokum,“ segir Ásdís. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, sem stýrði PISA-próftökunni hér á landi, segist fagna því að þýðingin sé skoðuð ofan í kjölinn. „Við höfum líka velt fyrir okkur að senda þetta til OECD og láta þá fara gaumgæfilega yfir þetta. Ég hef skoðað álit Ásdísar og ég sé ekki í fljótu bragði neitt sem dregur úr réttmæti prófsins,“ segir Arnór. Arnór telur útkomu PISA-prófsins nægilega réttmæta til þess að bera hana saman við aðrar þjóðir. „Til að mynda höfum við aðrar rannsóknir hér á landi sem við berum ábyrgð á sem eru að sýna sömu þróunina. Sú vissa skýtur stoðum undir réttmæti PISA-prófsins. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu PISA-könnun Tengdar fréttir Lítill lesskilningur ungra drengja ógn við lýðræðið Illugi Gunnarsson starfandi menntamálaráðherra segir að sú staðreynd að þriðjungur fimmtán ára drengja geti ekki lesið sér til gagns vera ógn við lýðræðið í landinu. 11. desember 2016 13:30 Vilja bæta stöðu nemenda í PISA "Niðurstöðurnar úr PISA eru sláandi og mikið áhyggjuefni,“ sagði Marta Guðjónsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks á borgarstjórnarfundi í gær. 21. desember 2016 07:45 Menntamálastofnun biðst afsökunar á mistökum við gerð PISA-prófsins Menntamálastofnun sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem beðist er velvirðingar á mistökum sem gerð voru við gerð PISA-prófsins sem lagt var fyrir 15 ára nemendur í grunnskólum landsins í fyrra. 12. desember 2016 21:52 PISA-könnun: Hrikalegar tölur og verra á landsbyggðinni Íslendingar eru á niðurleið á öllum sviðum samkvæmt nýrri PISA-rannsókn. Kynjamunur er ekki marktækur nema hvað varðar lesskilning. Landsbyggðin stendur verr en höfuðborgarsvæðið á öllum sviðum. 7. desember 2016 07:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
Lítill lesskilningur ungra drengja ógn við lýðræðið Illugi Gunnarsson starfandi menntamálaráðherra segir að sú staðreynd að þriðjungur fimmtán ára drengja geti ekki lesið sér til gagns vera ógn við lýðræðið í landinu. 11. desember 2016 13:30
Vilja bæta stöðu nemenda í PISA "Niðurstöðurnar úr PISA eru sláandi og mikið áhyggjuefni,“ sagði Marta Guðjónsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks á borgarstjórnarfundi í gær. 21. desember 2016 07:45
Menntamálastofnun biðst afsökunar á mistökum við gerð PISA-prófsins Menntamálastofnun sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem beðist er velvirðingar á mistökum sem gerð voru við gerð PISA-prófsins sem lagt var fyrir 15 ára nemendur í grunnskólum landsins í fyrra. 12. desember 2016 21:52
PISA-könnun: Hrikalegar tölur og verra á landsbyggðinni Íslendingar eru á niðurleið á öllum sviðum samkvæmt nýrri PISA-rannsókn. Kynjamunur er ekki marktækur nema hvað varðar lesskilning. Landsbyggðin stendur verr en höfuðborgarsvæðið á öllum sviðum. 7. desember 2016 07:00