Erlent

Trump segir að hann hefði unnið sama hverjar reglurnar væru

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Donald Trump er hann þakkaði stuðningsmönnum sínum í Iowa.
Donald Trump er hann þakkaði stuðningsmönnum sínum í Iowa. Nordicphotos/AFP
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, sagði á Twitter-reikningi sínum í gær að hann hefði getað fengið fleiri atkvæði en Hillary Clinton á landsvísu í forsetakosningunum hefði hann viljað það.

„Það er mun erfiðara og fágaðra að reyna að safna kjörmönnum en almennum atkvæðum. Hillary einbeitti sér að röngum ríkjum,“ segir í einu tísta forsetans verðandi.

„Ég mundi hafa staðið mig enn betur í kosningunum, ef það er yfir höfuð hægt, ef það hefði þurft að fá fleiri atkvæði. Þá hefði ég staðið að kosningabaráttunni á annan hátt,“ segir í öðru. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×