Fjölskylda Ólafs Inga flutti til Íslands eftir valdaránstilraunina í Tyrklandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. desember 2016 20:00 Svo gæti farið að Ólafur Ingi Skúlason spili hér á landi næsta sumar. Miðjumaðurinn liggur nú undir feldi og íhugar framtíð sína en hann á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við tyrkneska liðið Karabükspor. Fjölskylda Ólafs Inga flutti heim til Íslands eftir valdaránstilraunina í Tyrklandi í sumar og það styttist í heimkomu hjá honum. „Það er erfitt að tala um það, ég á eitt og hálft ár eftir af samning og líður ágætlega og liðinu gengur vel. Þetta snýst að öllu leyti um fjölskylduna. Við verðum að setjast niður og taka lokaákvörðun um það á næstunni,“ sagði Ólafur Ingi í samtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Auðvitað er maður farinn að huga að því [heimkomu]. Ég verð 34 ára þegar tímabilið er búið þannig að maður er ekkert að yngjast,“ sagði Ólafur Ingi sem ætlar að spila nokkur ár hér heima áður en hann leggur skóna á hilluna frægu. „Það er planið. Ég hef að mestu sloppið við meiðsli undanfarin ár og líkaminn er í fínu standi. Ég stefni að því að spila þangað til maður hættir að geta eitthvað,“ sagði miðjumaðurinn sem hefur leikið í Tyrklandi frá haustinu 2015, fyrst með Gençlerbirliği og svo með Karabükspor. Stjórnmálaástandið í Tyrklandi er eldfimt en valdaránstilraun var gerð þar í landi í sumar. „Fyrsta árið vorum við fjölskyldan saman. Í kjölfar valdaránstilraunarinnar ákváðum við að fjölskyldan yrði heima og ég myndi taka þetta ár einn úti,“ sagði Ólafur Ingi. „Heilt yfir finnst mér þetta æðislegt land og yndislegt fólk. Maður er hálf leiður yfir því hvernig staðið er að málum og þessi endalausu hryðjuverk og leiðindi milli Tyrkja og Kúrda. Svo er stutt til Sýrlands þar sem allt logar. Maður vonar að það rætist úr þessu og lífið verði eðlilegt.“Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Svo gæti farið að Ólafur Ingi Skúlason spili hér á landi næsta sumar. Miðjumaðurinn liggur nú undir feldi og íhugar framtíð sína en hann á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við tyrkneska liðið Karabükspor. Fjölskylda Ólafs Inga flutti heim til Íslands eftir valdaránstilraunina í Tyrklandi í sumar og það styttist í heimkomu hjá honum. „Það er erfitt að tala um það, ég á eitt og hálft ár eftir af samning og líður ágætlega og liðinu gengur vel. Þetta snýst að öllu leyti um fjölskylduna. Við verðum að setjast niður og taka lokaákvörðun um það á næstunni,“ sagði Ólafur Ingi í samtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Auðvitað er maður farinn að huga að því [heimkomu]. Ég verð 34 ára þegar tímabilið er búið þannig að maður er ekkert að yngjast,“ sagði Ólafur Ingi sem ætlar að spila nokkur ár hér heima áður en hann leggur skóna á hilluna frægu. „Það er planið. Ég hef að mestu sloppið við meiðsli undanfarin ár og líkaminn er í fínu standi. Ég stefni að því að spila þangað til maður hættir að geta eitthvað,“ sagði miðjumaðurinn sem hefur leikið í Tyrklandi frá haustinu 2015, fyrst með Gençlerbirliği og svo með Karabükspor. Stjórnmálaástandið í Tyrklandi er eldfimt en valdaránstilraun var gerð þar í landi í sumar. „Fyrsta árið vorum við fjölskyldan saman. Í kjölfar valdaránstilraunarinnar ákváðum við að fjölskyldan yrði heima og ég myndi taka þetta ár einn úti,“ sagði Ólafur Ingi. „Heilt yfir finnst mér þetta æðislegt land og yndislegt fólk. Maður er hálf leiður yfir því hvernig staðið er að málum og þessi endalausu hryðjuverk og leiðindi milli Tyrkja og Kúrda. Svo er stutt til Sýrlands þar sem allt logar. Maður vonar að það rætist úr þessu og lífið verði eðlilegt.“Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira