Fótbolti

Heimir: Viðurkenni núna að þetta var óþægileg umræða

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson gerir upp magnað ár íslenska landsliðsins í viðtalsþætti Harðar Magnússonar, Þegar Höddi hitti Heimi, sem sýndur verður klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport í kvöld.

Heimir kemur víða við í viðtalinu en hér fyrir ofan má sjá bút úr því, þar sem hann ræðir þann óvissutíma sem ríkti í upphafi árs þegar óljóst var hvort að Lars Lagerbäck myndi halda áfram með íslenska landsliðið.

Fyrir þetta hafði verið ákveðið að Lagerbäck myndi stíga til hliðar eftir EM 2016 og Heimir taka svo alfarið við. Það varð svo raunin en Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sagði eftir að Ísland tryggði sér farseðilinn til Frakklands að hann vildi halda Lagerbäck áfram.

Hörður spurði hvort að sú umræða hafi verið óþægileg fyrir Heimi.

„Ég get alveg viðurkennt það núna. Ég var ekki að ræða það á þeim tíma,“ sagði Heimir.

„Það er ósköp skiljanlegt að þegar eitthvað gengur vel þá er erfitt að breyta því. Ég vildi líka að karlinn yrði áfram og allt í góðu með það.“

Undir stjórn Heimis hefur Ísland byrjað vel í undankeppni HM 2018 og er með sjö stig af tólf mögulegum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×