"Hefði skitið á mig ef ég hefði tekið við landsliðinu á þessum tíma“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. desember 2016 19:15 Heimir Hallgrímsson gerir upp sögulegt ár íslenska karlalandsliðsins í sérstökum viðtalsþætti Harðar Magnússonar, „Þegar Höddi hitti Heimi“, á öðrum degi jóla. Þátturinn verður sýndur klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport HD. Hörður og Heimir fara um víðan völl í viðtalinu enda af mörgu að taka eftir frábæran árangur landsliðsins á árinu 2016. Heimir þjálfaði karlalið ÍBV áður en hann gerðist aðstoðarþjálfari Lars Lagerbäck. Eyjamaðurinn viðurkennir í viðtalinu við Hörð að hann hefði líklega runnið á rassinn hefði hann tekið við landsliðinu strax eftir að hafa þjálfað ÍBV. „Eftir að hafa þjálfað ÍBV hélt ég að ég væri nógu góður til að taka við íslenska landsliðinu. Í algjörum heiðarleika hefði ég skitið á mig ef ég hefði tekið við á þessum tíma,“ sagði Heimir og bætti því við að það væri tvennt ólíkt að þjálfa félagslið og landslið. „Það þarf allt öðru vísi umgjörð. Þarna var kominn maður [Lars] sem hafði þjálfað landslið í tugi ára. Líklega er Lars einn reyndasti landsliðsþjálfari í heimi.“ Heimir segir að reynsla Lars hafi reynst sér, og íslenska landsliðinu, ómetanleg. „Ég hefði líklega hlustað á Eið Smára þegar hann sagði svona gerum við þetta hjá Barcelona. Svo hefði Kolbeinn komið til mín og sagt svona gerum við þetta hjá Ajax. Ég hefði sennilega alltaf verið að breyta. Lars bjó í raun til þetta vinnuumhverfi sem er svo gríðarlega mikilvægt þegar þú ert með landslið,“ sagði Heimir. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Níu stuðningsmenn á fyrsta fundi Heimis með Tólfunni Heimir Hallgrímsson verður í ítarlegu spjalli við Hörð Magnússon á öðrum degi jóla. 23. desember 2016 15:00 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Fleiri fréttir „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Sjá meira
Heimir Hallgrímsson gerir upp sögulegt ár íslenska karlalandsliðsins í sérstökum viðtalsþætti Harðar Magnússonar, „Þegar Höddi hitti Heimi“, á öðrum degi jóla. Þátturinn verður sýndur klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport HD. Hörður og Heimir fara um víðan völl í viðtalinu enda af mörgu að taka eftir frábæran árangur landsliðsins á árinu 2016. Heimir þjálfaði karlalið ÍBV áður en hann gerðist aðstoðarþjálfari Lars Lagerbäck. Eyjamaðurinn viðurkennir í viðtalinu við Hörð að hann hefði líklega runnið á rassinn hefði hann tekið við landsliðinu strax eftir að hafa þjálfað ÍBV. „Eftir að hafa þjálfað ÍBV hélt ég að ég væri nógu góður til að taka við íslenska landsliðinu. Í algjörum heiðarleika hefði ég skitið á mig ef ég hefði tekið við á þessum tíma,“ sagði Heimir og bætti því við að það væri tvennt ólíkt að þjálfa félagslið og landslið. „Það þarf allt öðru vísi umgjörð. Þarna var kominn maður [Lars] sem hafði þjálfað landslið í tugi ára. Líklega er Lars einn reyndasti landsliðsþjálfari í heimi.“ Heimir segir að reynsla Lars hafi reynst sér, og íslenska landsliðinu, ómetanleg. „Ég hefði líklega hlustað á Eið Smára þegar hann sagði svona gerum við þetta hjá Barcelona. Svo hefði Kolbeinn komið til mín og sagt svona gerum við þetta hjá Ajax. Ég hefði sennilega alltaf verið að breyta. Lars bjó í raun til þetta vinnuumhverfi sem er svo gríðarlega mikilvægt þegar þú ert með landslið,“ sagði Heimir.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Níu stuðningsmenn á fyrsta fundi Heimis með Tólfunni Heimir Hallgrímsson verður í ítarlegu spjalli við Hörð Magnússon á öðrum degi jóla. 23. desember 2016 15:00 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Fleiri fréttir „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Sjá meira
Níu stuðningsmenn á fyrsta fundi Heimis með Tólfunni Heimir Hallgrímsson verður í ítarlegu spjalli við Hörð Magnússon á öðrum degi jóla. 23. desember 2016 15:00