Hryðjuverk ekki talin orsök flugslyssins yfir Svartahafi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. desember 2016 07:00 Maður leggur blóm að húsnæði Alexandrov-hópsins í Moskvu. Sextíu meðlimir hópsins eru taldir af eftir slysið. Nordicphotos/AFP Hrap rússneskrar herflugvélar í Svartahaf á jóladag er ekki talið stafa af hryðjuverkaárás. Þetta sagði Maxim Sokolov, samgöngumálaráðherra Rússa, í gær. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum fengið er árás ekki ein líklegra ástæða. Við erum að líta annars vegar til bilunar eða mistaka flugmanns,“ sagði Sokolov enn fremur. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur skipað forsætisráðherranum Dmitrí Medvedev að hafa umsjón með rannsóknarnefnd sem á að skera úr um hvað olli flugslysinu. Á hljóðupptöku úr stýriklefa vélarinnar sem spiluð var í rússneskum fjölmiðlum í gær mátti ekki greina nein merki um örðugleika flugmanna. Raddir þeirra voru rólegar þar til flugvélin hvarf af ratsjám og þeir reyndu í örvæntingu að ná sambandi við flugturn flugvallarins í Sochi-borg við strönd Svartahafs. Alls voru 92 um borð í vélinni og eru allir taldir af. Um þrjú þúsund manns, þar af rúmlega hundrað kafarar, auk skipa, flugvéla og þyrla leituðu í Svartahafi í gær og höfðu 11 lík og 154 líkamspartar fundist þegar Fréttablaðið fór í prentun. Tíu líkanna og 86 líkamspörtum hefur verið skilað til Moskvu svo hægt verði að bera kennsl á þau.Maxim Sokolov, samgöngumálaráðherra Rússa.Nordicphotos/AFPFlugvélin var af gerðinni Tupolev-154 og voru hermenn, tónlistarmenn og blaðamenn um borð í henni. Þeirra á meðal voru rúmlega sextíu meðlimir Alexandrov-hópsins, opinbers skemmtihóps rússneska hersins sem átti að skemmta hermönnum í Sýrlandi en þangað stefndi vélin. Flugvélin hafði upphaflega lagt af stað frá Moskvu en stoppað í Sochi til þess að fylla á eldsneytistank vélarinnar. Rússneski herinn hafði gert flugvélina út frá árinu 1983 en umfangsmiklar viðgerðir voru gerðar á henni í desember árið 2014. Þá greindi hershöfðinginn Igor Konashenkov frá því í gær að flugmenn vélarinnar hefðu verið einkar reynslumiklir. Þjóðarsorg var í Rússlandi í gær vegna slyssins og flykktust íbúar Moskvu, sem og annarra borga, út á götur til þess að leggja blóm að hinum ýmsu minnismerkjum er tengjast rússneska hernum. Hvorki flugritar vélarinnar né skrokkur hennar var fundinn þegar Fréttablaðið fór í prentun en BBC greindi frá því að skrokkurinn væri líklegast á 27 metra dýpi tæplega tvo kílómetra frá ströndinni. Þá greindi varnarmálaráðuneytið frá því að tveir hlutar úr stýribúnaði vélarinnar hafi fundist og verið dregnir á land. Rússar hafa stutt her sýrlensku ríkisstjórnarinnar með loftárásum í baráttunni gegn uppreisnarmönnum í borgarastyrjöldinni í landinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Hrap rússneskrar herflugvélar í Svartahaf á jóladag er ekki talið stafa af hryðjuverkaárás. Þetta sagði Maxim Sokolov, samgöngumálaráðherra Rússa, í gær. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum fengið er árás ekki ein líklegra ástæða. Við erum að líta annars vegar til bilunar eða mistaka flugmanns,“ sagði Sokolov enn fremur. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur skipað forsætisráðherranum Dmitrí Medvedev að hafa umsjón með rannsóknarnefnd sem á að skera úr um hvað olli flugslysinu. Á hljóðupptöku úr stýriklefa vélarinnar sem spiluð var í rússneskum fjölmiðlum í gær mátti ekki greina nein merki um örðugleika flugmanna. Raddir þeirra voru rólegar þar til flugvélin hvarf af ratsjám og þeir reyndu í örvæntingu að ná sambandi við flugturn flugvallarins í Sochi-borg við strönd Svartahafs. Alls voru 92 um borð í vélinni og eru allir taldir af. Um þrjú þúsund manns, þar af rúmlega hundrað kafarar, auk skipa, flugvéla og þyrla leituðu í Svartahafi í gær og höfðu 11 lík og 154 líkamspartar fundist þegar Fréttablaðið fór í prentun. Tíu líkanna og 86 líkamspörtum hefur verið skilað til Moskvu svo hægt verði að bera kennsl á þau.Maxim Sokolov, samgöngumálaráðherra Rússa.Nordicphotos/AFPFlugvélin var af gerðinni Tupolev-154 og voru hermenn, tónlistarmenn og blaðamenn um borð í henni. Þeirra á meðal voru rúmlega sextíu meðlimir Alexandrov-hópsins, opinbers skemmtihóps rússneska hersins sem átti að skemmta hermönnum í Sýrlandi en þangað stefndi vélin. Flugvélin hafði upphaflega lagt af stað frá Moskvu en stoppað í Sochi til þess að fylla á eldsneytistank vélarinnar. Rússneski herinn hafði gert flugvélina út frá árinu 1983 en umfangsmiklar viðgerðir voru gerðar á henni í desember árið 2014. Þá greindi hershöfðinginn Igor Konashenkov frá því í gær að flugmenn vélarinnar hefðu verið einkar reynslumiklir. Þjóðarsorg var í Rússlandi í gær vegna slyssins og flykktust íbúar Moskvu, sem og annarra borga, út á götur til þess að leggja blóm að hinum ýmsu minnismerkjum er tengjast rússneska hernum. Hvorki flugritar vélarinnar né skrokkur hennar var fundinn þegar Fréttablaðið fór í prentun en BBC greindi frá því að skrokkurinn væri líklegast á 27 metra dýpi tæplega tvo kílómetra frá ströndinni. Þá greindi varnarmálaráðuneytið frá því að tveir hlutar úr stýribúnaði vélarinnar hafi fundist og verið dregnir á land. Rússar hafa stutt her sýrlensku ríkisstjórnarinnar með loftárásum í baráttunni gegn uppreisnarmönnum í borgarastyrjöldinni í landinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira