Hryðjuverk ekki talin orsök flugslyssins yfir Svartahafi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. desember 2016 07:00 Maður leggur blóm að húsnæði Alexandrov-hópsins í Moskvu. Sextíu meðlimir hópsins eru taldir af eftir slysið. Nordicphotos/AFP Hrap rússneskrar herflugvélar í Svartahaf á jóladag er ekki talið stafa af hryðjuverkaárás. Þetta sagði Maxim Sokolov, samgöngumálaráðherra Rússa, í gær. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum fengið er árás ekki ein líklegra ástæða. Við erum að líta annars vegar til bilunar eða mistaka flugmanns,“ sagði Sokolov enn fremur. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur skipað forsætisráðherranum Dmitrí Medvedev að hafa umsjón með rannsóknarnefnd sem á að skera úr um hvað olli flugslysinu. Á hljóðupptöku úr stýriklefa vélarinnar sem spiluð var í rússneskum fjölmiðlum í gær mátti ekki greina nein merki um örðugleika flugmanna. Raddir þeirra voru rólegar þar til flugvélin hvarf af ratsjám og þeir reyndu í örvæntingu að ná sambandi við flugturn flugvallarins í Sochi-borg við strönd Svartahafs. Alls voru 92 um borð í vélinni og eru allir taldir af. Um þrjú þúsund manns, þar af rúmlega hundrað kafarar, auk skipa, flugvéla og þyrla leituðu í Svartahafi í gær og höfðu 11 lík og 154 líkamspartar fundist þegar Fréttablaðið fór í prentun. Tíu líkanna og 86 líkamspörtum hefur verið skilað til Moskvu svo hægt verði að bera kennsl á þau.Maxim Sokolov, samgöngumálaráðherra Rússa.Nordicphotos/AFPFlugvélin var af gerðinni Tupolev-154 og voru hermenn, tónlistarmenn og blaðamenn um borð í henni. Þeirra á meðal voru rúmlega sextíu meðlimir Alexandrov-hópsins, opinbers skemmtihóps rússneska hersins sem átti að skemmta hermönnum í Sýrlandi en þangað stefndi vélin. Flugvélin hafði upphaflega lagt af stað frá Moskvu en stoppað í Sochi til þess að fylla á eldsneytistank vélarinnar. Rússneski herinn hafði gert flugvélina út frá árinu 1983 en umfangsmiklar viðgerðir voru gerðar á henni í desember árið 2014. Þá greindi hershöfðinginn Igor Konashenkov frá því í gær að flugmenn vélarinnar hefðu verið einkar reynslumiklir. Þjóðarsorg var í Rússlandi í gær vegna slyssins og flykktust íbúar Moskvu, sem og annarra borga, út á götur til þess að leggja blóm að hinum ýmsu minnismerkjum er tengjast rússneska hernum. Hvorki flugritar vélarinnar né skrokkur hennar var fundinn þegar Fréttablaðið fór í prentun en BBC greindi frá því að skrokkurinn væri líklegast á 27 metra dýpi tæplega tvo kílómetra frá ströndinni. Þá greindi varnarmálaráðuneytið frá því að tveir hlutar úr stýribúnaði vélarinnar hafi fundist og verið dregnir á land. Rússar hafa stutt her sýrlensku ríkisstjórnarinnar með loftárásum í baráttunni gegn uppreisnarmönnum í borgarastyrjöldinni í landinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Hrap rússneskrar herflugvélar í Svartahaf á jóladag er ekki talið stafa af hryðjuverkaárás. Þetta sagði Maxim Sokolov, samgöngumálaráðherra Rússa, í gær. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum fengið er árás ekki ein líklegra ástæða. Við erum að líta annars vegar til bilunar eða mistaka flugmanns,“ sagði Sokolov enn fremur. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur skipað forsætisráðherranum Dmitrí Medvedev að hafa umsjón með rannsóknarnefnd sem á að skera úr um hvað olli flugslysinu. Á hljóðupptöku úr stýriklefa vélarinnar sem spiluð var í rússneskum fjölmiðlum í gær mátti ekki greina nein merki um örðugleika flugmanna. Raddir þeirra voru rólegar þar til flugvélin hvarf af ratsjám og þeir reyndu í örvæntingu að ná sambandi við flugturn flugvallarins í Sochi-borg við strönd Svartahafs. Alls voru 92 um borð í vélinni og eru allir taldir af. Um þrjú þúsund manns, þar af rúmlega hundrað kafarar, auk skipa, flugvéla og þyrla leituðu í Svartahafi í gær og höfðu 11 lík og 154 líkamspartar fundist þegar Fréttablaðið fór í prentun. Tíu líkanna og 86 líkamspörtum hefur verið skilað til Moskvu svo hægt verði að bera kennsl á þau.Maxim Sokolov, samgöngumálaráðherra Rússa.Nordicphotos/AFPFlugvélin var af gerðinni Tupolev-154 og voru hermenn, tónlistarmenn og blaðamenn um borð í henni. Þeirra á meðal voru rúmlega sextíu meðlimir Alexandrov-hópsins, opinbers skemmtihóps rússneska hersins sem átti að skemmta hermönnum í Sýrlandi en þangað stefndi vélin. Flugvélin hafði upphaflega lagt af stað frá Moskvu en stoppað í Sochi til þess að fylla á eldsneytistank vélarinnar. Rússneski herinn hafði gert flugvélina út frá árinu 1983 en umfangsmiklar viðgerðir voru gerðar á henni í desember árið 2014. Þá greindi hershöfðinginn Igor Konashenkov frá því í gær að flugmenn vélarinnar hefðu verið einkar reynslumiklir. Þjóðarsorg var í Rússlandi í gær vegna slyssins og flykktust íbúar Moskvu, sem og annarra borga, út á götur til þess að leggja blóm að hinum ýmsu minnismerkjum er tengjast rússneska hernum. Hvorki flugritar vélarinnar né skrokkur hennar var fundinn þegar Fréttablaðið fór í prentun en BBC greindi frá því að skrokkurinn væri líklegast á 27 metra dýpi tæplega tvo kílómetra frá ströndinni. Þá greindi varnarmálaráðuneytið frá því að tveir hlutar úr stýribúnaði vélarinnar hafi fundist og verið dregnir á land. Rússar hafa stutt her sýrlensku ríkisstjórnarinnar með loftárásum í baráttunni gegn uppreisnarmönnum í borgarastyrjöldinni í landinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira