Enski boltinn

Giggs efstur á blaði hjá veðbönkum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Giggs hefur aldrei verið aðalþjálfari en var aðstoðarmaður Louis van Gaal hjá Manchester United um tveggja ára skeið.
Giggs hefur aldrei verið aðalþjálfari en var aðstoðarmaður Louis van Gaal hjá Manchester United um tveggja ára skeið. vísir/getty
Samkvæmt veðbönkum er Ryan Giggs líklegastur til að taka við starfi knattspyrnustjóra Swansea City sem íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson leikur með.

Velska liðið er í stjóraleit eftir að það rak Bandaríkjamanninn Bob Bradley í kvöld. Hann skilur við Swansea í nítjánda og næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Walesverjinn Giggs var sterklega orðaður við Swansea eftir að Francesco Guidolin var rekinn í haust. Bradley fékk hins vegar starfið en entist aðeins í því í 85 daga.

Alan Pardew kemur næstur á blaði en hann fékk sparkið hjá Crystal Palace á fimmtudaginn í síðustu viku.

Gary Rowett, fyrrum stjóri Birmingham City, og Chris Coleman, þjálfari velska landsliðsins, hafa einnig verið nefndir til sögunnar sem mögulegir eftirmenn Bradleys.


Tengdar fréttir

Stjóri Gylfa rekinn

Enska úrvalsdeildarliðið Swansea City hefur sagt knattspyrnustjóranum Bob Bradley upp störfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×