Hrottalegt nauðgunarmál: Konan nýtur verndar en réttargæslumaður fullyrðir að hún sé unnusta hins grunaða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. desember 2016 13:07 Áverkar voru á konunni sem pössuðu við lýsingar á því hvernig brotið hefði verið á henni. Tveimur dögum síðar tilkynnti hún lögreglu að hún væri hætt við að leggja fram kæru í málinu. Vísir/GVA Mál konu sem hætti við að kæra nauðgun er í forgangi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hinn grunaði er í gæsluvarðhaldi en réttargæslumaður konunnar segir þau vera par. Hann geti ekki annað en trúað orðum skjólstæðings hvers hagsmuna hann gætir. Konan leitaði til neyðarmóttöku Landspítala fyrr í mánuðinum og gaf lögreglu greinargóða skýrslu eftir að hafa verið nauðgað í heimahúsi á suðvesturhorninu. Áverkar voru á konunni sem pössuðu við lýsingar á því hvernig brotið hefði verið á henni. Tveimur dögum síðar tilkynnti hún lögreglu að hún væri hætt við að leggja fram kæru í málinu. Hæstiréttur kvað upp dóm í gær þess efnis að hinn grunaði í málinu, Stefán Þór Guðgeirsson, þyrfti að afplána 630 daga sem hann átti eftir af fimm ára fangelsisdómi sem hann hlaut árið 2012 fyrir nauðgun þremur árum fyrr. Nauðgaði hann konu sem hann ætlaði að kaupa vændi af. Stefáni Þór var veitt reynslulausn í ágúst síðastliðnum en Héraðsdómur Reykjaness samþykkti kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að hann þyrfti að ljúka afplánun dóms síns. Ástæðan var sú að Stefán Þór væri undir svo sterkum grun að hafa framið alvarlegt brot. Nauðgunarbrot varða allt að sextán ára fangelsi. Jón H.B. Snorrason, saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að málið sé í forgangi hjá lögreglunni.Hæstaréttarlögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson er réttargæslumaður konunnar og er það hans hlutverk að gæta hagsmuna hennar.Vísir/GVASveinn Andri og Stefán Þór vinir RÚV greindi frá því í hádeginu í dag að konan sé undir sérstöku eftirliti og njóti verndar lögreglu. Stefán Þór hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því 12. desember, tveimur dögum eftir að konan leitaði á neyðarmóttöku. Sama dag tilkynnti hún lögreglu að kynlífið hefði verið með samþykki beggja og hún hyggðist ekki kæra. Best væri fyrir hana og fjölskyldu hennar að málið færi ekki lengra. Að því er fram kemur í greinargerð lögreglu lýsa bæði konan og systir hennar mikilli ógn sem þeim stafi af Stefáni Þór og „skósveinum hans“. Hafi menn vopnaðir byssu haft í hótunum við þær vegna málsins.Í yfirlýsingu sem Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður og réttargæslumaður konunnar, sendi Vísi í gær eftir umfjöllun um málið er fullyrt að konan sé unnusta Stefáns Þórs. Sveinn Andri tók við sem réttargæslumaður konunnar þann 12. desember af skipuðum réttargæslumanni hennar. Sveinn Andri segir konuna hafa beðið sig um aðstoð við að afturkalla framburð sinn. Athygli vekur að Sveinn Andri og Stefán Þór eru vinir á Facebook.Stefán Þór veitti fréttastofu Stöðvar 2 viðtal árið 2013 um afplánun á Litla-Hrauni. Innslagið má sjá hér að neðan.Segist ekki hafa lekið upplýsingum Í greinargerð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var ýjað að því að verjandi Stefáns Þórs hefði nálgast upplýsingar um vitnisburð konunnar frá Sveini Andra. Hann segir það ekki rétt. „Umrædd stúlka, unnusta sakborningsins í málinu, leitaði til mín og óskaði eftir því að ég yrði réttargæzlumaður hennar. Bað hún mig um að aðstoða sig við það að afturkalla framburð þann sem tekinn hafði verið af henni í Neyðarmóttöku, sem og vildi hún að láta afturkalla heimild sína til lögreglu til að fá afrit af læknisvottorðum. Ritaði ég niður eftir henni lýsingu hennar á því sem gerst hafði í millum hennar og sakbornings. Umboð mitt til að verða skipaður réttargæzlumaður og lýsingu hennar á atburðum sendi ég lögreglu, auk þess sem skjólstæðingur minn fékk afrit. Verjandi í máli frétti af þessari yfirlýsingu, en afrit af henni fékk hann ekki frá mér.“ Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi ekki rétt, sem komið hafi fram á RÚV, að menn hafi verið handteknir og yfirheyrðir vegna meintra hótana í garð konunnar. Málið sé til rannsóknar og forgangsmál hjá lögreglu. RÚV stendur við sína frétt þar sem haft er eftir Jóni H.B. Snorrasyni að fleiri en einn hafi verið handtekinn og yfirheyrður grunaðir um að hafa hótað konunni.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 15:23 Tengdar fréttir Segir einkennilegt að nafn sitt sé dregið inn í greinargerð lögreglu Sveinn Andri Sveinsson segir mikilvægt að réttargæslumenn geti unnið sín störf án „þess að persónur viðkomandi séu gerðar að einhverju atriði.“ 27. desember 2016 22:30 Lýsti hrottalegri nauðgun en hætti við að kæra eftir að menn mættu til hennar vopnaðir byssu Karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað konu og svipt hana frelsi sínu í einbýlishúsi á suðvesturhorninu þarf að afplána 630 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sinnar. 27. desember 2016 17:30 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Mál konu sem hætti við að kæra nauðgun er í forgangi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hinn grunaði er í gæsluvarðhaldi en réttargæslumaður konunnar segir þau vera par. Hann geti ekki annað en trúað orðum skjólstæðings hvers hagsmuna hann gætir. Konan leitaði til neyðarmóttöku Landspítala fyrr í mánuðinum og gaf lögreglu greinargóða skýrslu eftir að hafa verið nauðgað í heimahúsi á suðvesturhorninu. Áverkar voru á konunni sem pössuðu við lýsingar á því hvernig brotið hefði verið á henni. Tveimur dögum síðar tilkynnti hún lögreglu að hún væri hætt við að leggja fram kæru í málinu. Hæstiréttur kvað upp dóm í gær þess efnis að hinn grunaði í málinu, Stefán Þór Guðgeirsson, þyrfti að afplána 630 daga sem hann átti eftir af fimm ára fangelsisdómi sem hann hlaut árið 2012 fyrir nauðgun þremur árum fyrr. Nauðgaði hann konu sem hann ætlaði að kaupa vændi af. Stefáni Þór var veitt reynslulausn í ágúst síðastliðnum en Héraðsdómur Reykjaness samþykkti kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að hann þyrfti að ljúka afplánun dóms síns. Ástæðan var sú að Stefán Þór væri undir svo sterkum grun að hafa framið alvarlegt brot. Nauðgunarbrot varða allt að sextán ára fangelsi. Jón H.B. Snorrason, saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að málið sé í forgangi hjá lögreglunni.Hæstaréttarlögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson er réttargæslumaður konunnar og er það hans hlutverk að gæta hagsmuna hennar.Vísir/GVASveinn Andri og Stefán Þór vinir RÚV greindi frá því í hádeginu í dag að konan sé undir sérstöku eftirliti og njóti verndar lögreglu. Stefán Þór hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því 12. desember, tveimur dögum eftir að konan leitaði á neyðarmóttöku. Sama dag tilkynnti hún lögreglu að kynlífið hefði verið með samþykki beggja og hún hyggðist ekki kæra. Best væri fyrir hana og fjölskyldu hennar að málið færi ekki lengra. Að því er fram kemur í greinargerð lögreglu lýsa bæði konan og systir hennar mikilli ógn sem þeim stafi af Stefáni Þór og „skósveinum hans“. Hafi menn vopnaðir byssu haft í hótunum við þær vegna málsins.Í yfirlýsingu sem Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður og réttargæslumaður konunnar, sendi Vísi í gær eftir umfjöllun um málið er fullyrt að konan sé unnusta Stefáns Þórs. Sveinn Andri tók við sem réttargæslumaður konunnar þann 12. desember af skipuðum réttargæslumanni hennar. Sveinn Andri segir konuna hafa beðið sig um aðstoð við að afturkalla framburð sinn. Athygli vekur að Sveinn Andri og Stefán Þór eru vinir á Facebook.Stefán Þór veitti fréttastofu Stöðvar 2 viðtal árið 2013 um afplánun á Litla-Hrauni. Innslagið má sjá hér að neðan.Segist ekki hafa lekið upplýsingum Í greinargerð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var ýjað að því að verjandi Stefáns Þórs hefði nálgast upplýsingar um vitnisburð konunnar frá Sveini Andra. Hann segir það ekki rétt. „Umrædd stúlka, unnusta sakborningsins í málinu, leitaði til mín og óskaði eftir því að ég yrði réttargæzlumaður hennar. Bað hún mig um að aðstoða sig við það að afturkalla framburð þann sem tekinn hafði verið af henni í Neyðarmóttöku, sem og vildi hún að láta afturkalla heimild sína til lögreglu til að fá afrit af læknisvottorðum. Ritaði ég niður eftir henni lýsingu hennar á því sem gerst hafði í millum hennar og sakbornings. Umboð mitt til að verða skipaður réttargæzlumaður og lýsingu hennar á atburðum sendi ég lögreglu, auk þess sem skjólstæðingur minn fékk afrit. Verjandi í máli frétti af þessari yfirlýsingu, en afrit af henni fékk hann ekki frá mér.“ Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi ekki rétt, sem komið hafi fram á RÚV, að menn hafi verið handteknir og yfirheyrðir vegna meintra hótana í garð konunnar. Málið sé til rannsóknar og forgangsmál hjá lögreglu. RÚV stendur við sína frétt þar sem haft er eftir Jóni H.B. Snorrasyni að fleiri en einn hafi verið handtekinn og yfirheyrður grunaðir um að hafa hótað konunni.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 15:23
Tengdar fréttir Segir einkennilegt að nafn sitt sé dregið inn í greinargerð lögreglu Sveinn Andri Sveinsson segir mikilvægt að réttargæslumenn geti unnið sín störf án „þess að persónur viðkomandi séu gerðar að einhverju atriði.“ 27. desember 2016 22:30 Lýsti hrottalegri nauðgun en hætti við að kæra eftir að menn mættu til hennar vopnaðir byssu Karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað konu og svipt hana frelsi sínu í einbýlishúsi á suðvesturhorninu þarf að afplána 630 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sinnar. 27. desember 2016 17:30 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Segir einkennilegt að nafn sitt sé dregið inn í greinargerð lögreglu Sveinn Andri Sveinsson segir mikilvægt að réttargæslumenn geti unnið sín störf án „þess að persónur viðkomandi séu gerðar að einhverju atriði.“ 27. desember 2016 22:30
Lýsti hrottalegri nauðgun en hætti við að kæra eftir að menn mættu til hennar vopnaðir byssu Karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað konu og svipt hana frelsi sínu í einbýlishúsi á suðvesturhorninu þarf að afplána 630 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sinnar. 27. desember 2016 17:30