Sjúkravél Mýflugs gat ekki lent í Reykjavík Þórgnýr Einar Albertson skrifar 29. desember 2016 07:00 Mýflug hefur farið um 660 sjúkraflug það sem af er ári eða um tvö á dag. Alvarlega veikur maður á Hornafirði komst ekki á Landspítalann í Reykjavík í gær til þess að fá umönnun. Allar flugbrautir í Reykjavík og Keflavík voru lokaðar vegna veðurs og var þess í stað flogið með sjúklinginn til Akureyrar. „Það fólk sem ber ábyrgð á þessari skerðingu Reykjavíkurflugvallar lætur sig ekkert muna um að storka örlögum annarra. Við flugum þessum sjúklingi til Akureyrar þar sem hann fær vonandi fullnægjandi umönnun en þó er ljóst að hann hefði þurft að komast til LSH í Reykjavík. Útkallið var í fyrsta forgangi,“ skrifar Þorkell Ásgeir Jóhannsson, flugmaður hjá Mýflugi, á Facebook. Hann bætir því við að þurft hefði að nota NA/SV flugbrautina, svokallaða neyðarbraut, vegna veðursins. Þá hefði verið hægt að lenda á vellinum. Þeirri braut var lokað í júlí í sumar.Matthías?Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags ÍslandsFlugmálafélag Íslands (FMÍ) gagnrýndi stöðu mála á Reykjavíkurflugvelli í yfirlýsingu í gær en völlurinn var með öllu ófær. „Aðeins stjórnmálamenn standa í vegi fyrir lendingum á brautinni,“ segir í yfirlýsingunni. Í samtali við Fréttablaðið segir Matthías Sveinbjörnsson, forseti FMÍ, að nú fyrst séu erfiðar lægðir að koma yfir landið og þeim fylgi erfiðar flugaðstæður. „Það sem okkur gremst er að það var bent á það margoft að þessar aðstæður myndu koma upp og þær myndu hafa þessar afleiðingar í för með sér,“ segir Matthías og bætir því við að ekki sé hægt að bíða óveðrið af sér þar sem það geti staðið yfir í mjög langan tíma. „Það er mjög sérkennilegt að horfa upp á það að brautin sé þarna og það sé ekkert búið að byggja upp í aðflugið þannig að það hindri eða valdi einhverri hættu fyrir flug. Það eina sem vantar er að Isavia moki brautina og haldi henni við,“ segir Matthías. FMÍ skorar á nýtt þing að opna brautina. „Innanríkisráðuneytið mun að öllum líkindum ekki gera þetta vegna þess að þau sitja undir þessum dómi Hæstaréttar. Borgin reynir að ná sínu fram og þá er bara Alþingi eftir sem getur með einhverjum hætti hlutast til um þetta mál og gripið inn í þessa atburðarás,“ segir Matthías. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Alvarlega veikur maður á Hornafirði komst ekki á Landspítalann í Reykjavík í gær til þess að fá umönnun. Allar flugbrautir í Reykjavík og Keflavík voru lokaðar vegna veðurs og var þess í stað flogið með sjúklinginn til Akureyrar. „Það fólk sem ber ábyrgð á þessari skerðingu Reykjavíkurflugvallar lætur sig ekkert muna um að storka örlögum annarra. Við flugum þessum sjúklingi til Akureyrar þar sem hann fær vonandi fullnægjandi umönnun en þó er ljóst að hann hefði þurft að komast til LSH í Reykjavík. Útkallið var í fyrsta forgangi,“ skrifar Þorkell Ásgeir Jóhannsson, flugmaður hjá Mýflugi, á Facebook. Hann bætir því við að þurft hefði að nota NA/SV flugbrautina, svokallaða neyðarbraut, vegna veðursins. Þá hefði verið hægt að lenda á vellinum. Þeirri braut var lokað í júlí í sumar.Matthías?Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags ÍslandsFlugmálafélag Íslands (FMÍ) gagnrýndi stöðu mála á Reykjavíkurflugvelli í yfirlýsingu í gær en völlurinn var með öllu ófær. „Aðeins stjórnmálamenn standa í vegi fyrir lendingum á brautinni,“ segir í yfirlýsingunni. Í samtali við Fréttablaðið segir Matthías Sveinbjörnsson, forseti FMÍ, að nú fyrst séu erfiðar lægðir að koma yfir landið og þeim fylgi erfiðar flugaðstæður. „Það sem okkur gremst er að það var bent á það margoft að þessar aðstæður myndu koma upp og þær myndu hafa þessar afleiðingar í för með sér,“ segir Matthías og bætir því við að ekki sé hægt að bíða óveðrið af sér þar sem það geti staðið yfir í mjög langan tíma. „Það er mjög sérkennilegt að horfa upp á það að brautin sé þarna og það sé ekkert búið að byggja upp í aðflugið þannig að það hindri eða valdi einhverri hættu fyrir flug. Það eina sem vantar er að Isavia moki brautina og haldi henni við,“ segir Matthías. FMÍ skorar á nýtt þing að opna brautina. „Innanríkisráðuneytið mun að öllum líkindum ekki gera þetta vegna þess að þau sitja undir þessum dómi Hæstaréttar. Borgin reynir að ná sínu fram og þá er bara Alþingi eftir sem getur með einhverjum hætti hlutast til um þetta mál og gripið inn í þessa atburðarás,“ segir Matthías. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira