Sjúkravél Mýflugs gat ekki lent í Reykjavík Þórgnýr Einar Albertson skrifar 29. desember 2016 07:00 Mýflug hefur farið um 660 sjúkraflug það sem af er ári eða um tvö á dag. Alvarlega veikur maður á Hornafirði komst ekki á Landspítalann í Reykjavík í gær til þess að fá umönnun. Allar flugbrautir í Reykjavík og Keflavík voru lokaðar vegna veðurs og var þess í stað flogið með sjúklinginn til Akureyrar. „Það fólk sem ber ábyrgð á þessari skerðingu Reykjavíkurflugvallar lætur sig ekkert muna um að storka örlögum annarra. Við flugum þessum sjúklingi til Akureyrar þar sem hann fær vonandi fullnægjandi umönnun en þó er ljóst að hann hefði þurft að komast til LSH í Reykjavík. Útkallið var í fyrsta forgangi,“ skrifar Þorkell Ásgeir Jóhannsson, flugmaður hjá Mýflugi, á Facebook. Hann bætir því við að þurft hefði að nota NA/SV flugbrautina, svokallaða neyðarbraut, vegna veðursins. Þá hefði verið hægt að lenda á vellinum. Þeirri braut var lokað í júlí í sumar.Matthías?Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags ÍslandsFlugmálafélag Íslands (FMÍ) gagnrýndi stöðu mála á Reykjavíkurflugvelli í yfirlýsingu í gær en völlurinn var með öllu ófær. „Aðeins stjórnmálamenn standa í vegi fyrir lendingum á brautinni,“ segir í yfirlýsingunni. Í samtali við Fréttablaðið segir Matthías Sveinbjörnsson, forseti FMÍ, að nú fyrst séu erfiðar lægðir að koma yfir landið og þeim fylgi erfiðar flugaðstæður. „Það sem okkur gremst er að það var bent á það margoft að þessar aðstæður myndu koma upp og þær myndu hafa þessar afleiðingar í för með sér,“ segir Matthías og bætir því við að ekki sé hægt að bíða óveðrið af sér þar sem það geti staðið yfir í mjög langan tíma. „Það er mjög sérkennilegt að horfa upp á það að brautin sé þarna og það sé ekkert búið að byggja upp í aðflugið þannig að það hindri eða valdi einhverri hættu fyrir flug. Það eina sem vantar er að Isavia moki brautina og haldi henni við,“ segir Matthías. FMÍ skorar á nýtt þing að opna brautina. „Innanríkisráðuneytið mun að öllum líkindum ekki gera þetta vegna þess að þau sitja undir þessum dómi Hæstaréttar. Borgin reynir að ná sínu fram og þá er bara Alþingi eftir sem getur með einhverjum hætti hlutast til um þetta mál og gripið inn í þessa atburðarás,“ segir Matthías. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang Sjá meira
Alvarlega veikur maður á Hornafirði komst ekki á Landspítalann í Reykjavík í gær til þess að fá umönnun. Allar flugbrautir í Reykjavík og Keflavík voru lokaðar vegna veðurs og var þess í stað flogið með sjúklinginn til Akureyrar. „Það fólk sem ber ábyrgð á þessari skerðingu Reykjavíkurflugvallar lætur sig ekkert muna um að storka örlögum annarra. Við flugum þessum sjúklingi til Akureyrar þar sem hann fær vonandi fullnægjandi umönnun en þó er ljóst að hann hefði þurft að komast til LSH í Reykjavík. Útkallið var í fyrsta forgangi,“ skrifar Þorkell Ásgeir Jóhannsson, flugmaður hjá Mýflugi, á Facebook. Hann bætir því við að þurft hefði að nota NA/SV flugbrautina, svokallaða neyðarbraut, vegna veðursins. Þá hefði verið hægt að lenda á vellinum. Þeirri braut var lokað í júlí í sumar.Matthías?Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags ÍslandsFlugmálafélag Íslands (FMÍ) gagnrýndi stöðu mála á Reykjavíkurflugvelli í yfirlýsingu í gær en völlurinn var með öllu ófær. „Aðeins stjórnmálamenn standa í vegi fyrir lendingum á brautinni,“ segir í yfirlýsingunni. Í samtali við Fréttablaðið segir Matthías Sveinbjörnsson, forseti FMÍ, að nú fyrst séu erfiðar lægðir að koma yfir landið og þeim fylgi erfiðar flugaðstæður. „Það sem okkur gremst er að það var bent á það margoft að þessar aðstæður myndu koma upp og þær myndu hafa þessar afleiðingar í för með sér,“ segir Matthías og bætir því við að ekki sé hægt að bíða óveðrið af sér þar sem það geti staðið yfir í mjög langan tíma. „Það er mjög sérkennilegt að horfa upp á það að brautin sé þarna og það sé ekkert búið að byggja upp í aðflugið þannig að það hindri eða valdi einhverri hættu fyrir flug. Það eina sem vantar er að Isavia moki brautina og haldi henni við,“ segir Matthías. FMÍ skorar á nýtt þing að opna brautina. „Innanríkisráðuneytið mun að öllum líkindum ekki gera þetta vegna þess að þau sitja undir þessum dómi Hæstaréttar. Borgin reynir að ná sínu fram og þá er bara Alþingi eftir sem getur með einhverjum hætti hlutast til um þetta mál og gripið inn í þessa atburðarás,“ segir Matthías. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang Sjá meira