Fótbolti

Ronaldo hreppti Gullboltann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ronaldo fagnar í vetur.
Ronaldo fagnar í vetur. vísir/getty
Cristiano Ronaldo var í kvöld valinn besti knattspyrnumaður heims í fjórða sinn á ferlinum.

Hann er því ferfaldur handhafi Gullboltans en Ronaldo var einnig kosinn bestur 2008, 2013 og 2014. Hann er nú einum bolta á eftir sínum helsta keppinaut, Lionel Messi, sem hefur hlotið þessa útnefningu fimm sinnum.

Ronaldo vann Meistaradeildina á árinu með Real Madrid og hann varð einnig Evrópumeistari með Portúgal.

Það er franska fótboltatímarítið France Football sem stendur fyrir kjörinu en FIFA er hætt samstarfi við tímaritið og er með sín eigin verðlaun eftir áramót.

Topp tíu listinn:

1. Cristiano Ronaldo

2. Lionel Messi

3. Antoine Griezmann

4. Luis Suarez

5. Neymar

6. Gareth Bale

7. Riyad Mahrez

8. Jamie Vardy

9-10. Gianluigi Buffon og Pepe




Fleiri fréttir

Sjá meira


×