Skandall í sænsku jólapartý: Framkvæmdastjóri greip í rass og biðst afsökunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2016 13:05 Seinni hluta kvölds var dregið í happdrætti og þar var í vinning að fá að dansa við háttsettan mann innan fyrirtækisins. Visir/Getty Árlegt jólateiti orkufyrirtækisins EON fór ekki áfallalaust fram í síðustu viku. Veislan var haldin hátíðleg í Malmö þar sem hvergi var til sparað í mat og drykk. Seinni hluta kvölds var dregið í happdrætti og þar var í vinning að fá að dansa við háttsettan mann innan fyrirtækisins. „Þetta var bara eins og venjulegt jólaboð framan af kvöldi með jólamat, bjór og víni. Svo var þetta hálfgerð sýning seinni hlutann,“ segir ónafngreindur veislugestur við Aftonbladet. Hluti af því var umrætt happdrætti.Sú „heppna“ í lottóinu fór upp á svið og dansaði við hinn 48 ára gamla Lars Lagerkvist. Skömmu síðar mátti, samkvæmt viðmælendum Aftonbladet sem voru í veislunni, heyra saumnál detta þegar Lagerkvist greip þétt um rass konunnar og áreitti hana þannig kynferðislega. Allir urðu vitni að augnablikinu sem varð neyðarlegt að sögn veislugests.Baðst afsökunar í tölvupóstiLagerkvist, sem mun að óbreyttu taka við stöðu annars framkvæmdastjóra EON um áramótin, sendi starfsmönnum EON töluvpóst í gær, mánudag, þar sem hann baðst afsökunar á uppákomunni.„Síðastliðinn fimmtudag gerðist nokkuð leiðinlegt í árlegu jólaboði okkar. Ég var alltof ágengur í dansi með samstarfsmanni á sviðinu, eitthvað sem ég vil biðjast afsökunar á,“ sagði í póstinum.Aftonbladet reyndi að ná tali af Lagerkvist en fékk ekki. Þess í stað svaraði mannauðsstjóri EON fyrirspurn blaðsins. Þar kom fram að 700 manns hefðu verið í veislunni og að Lagerkvist hefði talið að dansinn ætti að vera fyndinn. Þá sagði mannauðsstjórinn sömuleiðis aðspurð að vel væri hugsað um konuna sem varð fyrir áreitninni. Þá ætti hún von á að Lagerkvist myndi biðja starfsfólk afsökunar í persónu, ekki aðeins í tölvupósti. Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira
Árlegt jólateiti orkufyrirtækisins EON fór ekki áfallalaust fram í síðustu viku. Veislan var haldin hátíðleg í Malmö þar sem hvergi var til sparað í mat og drykk. Seinni hluta kvölds var dregið í happdrætti og þar var í vinning að fá að dansa við háttsettan mann innan fyrirtækisins. „Þetta var bara eins og venjulegt jólaboð framan af kvöldi með jólamat, bjór og víni. Svo var þetta hálfgerð sýning seinni hlutann,“ segir ónafngreindur veislugestur við Aftonbladet. Hluti af því var umrætt happdrætti.Sú „heppna“ í lottóinu fór upp á svið og dansaði við hinn 48 ára gamla Lars Lagerkvist. Skömmu síðar mátti, samkvæmt viðmælendum Aftonbladet sem voru í veislunni, heyra saumnál detta þegar Lagerkvist greip þétt um rass konunnar og áreitti hana þannig kynferðislega. Allir urðu vitni að augnablikinu sem varð neyðarlegt að sögn veislugests.Baðst afsökunar í tölvupóstiLagerkvist, sem mun að óbreyttu taka við stöðu annars framkvæmdastjóra EON um áramótin, sendi starfsmönnum EON töluvpóst í gær, mánudag, þar sem hann baðst afsökunar á uppákomunni.„Síðastliðinn fimmtudag gerðist nokkuð leiðinlegt í árlegu jólaboði okkar. Ég var alltof ágengur í dansi með samstarfsmanni á sviðinu, eitthvað sem ég vil biðjast afsökunar á,“ sagði í póstinum.Aftonbladet reyndi að ná tali af Lagerkvist en fékk ekki. Þess í stað svaraði mannauðsstjóri EON fyrirspurn blaðsins. Þar kom fram að 700 manns hefðu verið í veislunni og að Lagerkvist hefði talið að dansinn ætti að vera fyndinn. Þá sagði mannauðsstjórinn sömuleiðis aðspurð að vel væri hugsað um konuna sem varð fyrir áreitninni. Þá ætti hún von á að Lagerkvist myndi biðja starfsfólk afsökunar í persónu, ekki aðeins í tölvupósti.
Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent