Íslenski boltinn

Hewson farinn til Grindavíkur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hewson kominn í gula búninginn. Hann er hér ásamt Óla Stefáni Flóventssyni þjálfara og Jónasi Þórhallssyni, formanni knattspyrnudeildar.
Hewson kominn í gula búninginn. Hann er hér ásamt Óla Stefáni Flóventssyni þjálfara og Jónasi Þórhallssyni, formanni knattspyrnudeildar. mynd/grindavík
Pepsi-deildarlið Grindavíkur tilkynnti nú undir kvöld að félagið hefði verið að semja við nýjan leikmann.

Sam Hewson skrifaði þá undir tveggja ára samning við félagið en hann kemur þangað frá Íslandsmeisturum FH.

Hewson spilaði tólf leiki fyrir FH í Pepsi-deildinni nýliðið sumar.

Hann kom upprunalega til Íslands árið 2011 er hann gekk í raðir Fram. Þar lék til hann til 2014 er hann sigldi yfir í Hafnarfjörðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×