Morteza ekki fluttur úr landi á morgun: Fékk símtal frá lögreglu fyrr í kvöld nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 18. desember 2016 21:24 Morteza á Austurvelli í ágúst síðastliðnum þegar Íslenska þjóðfylkingin stóð þar fyrir mótmælum. vísir/stefán „Ég fékk símtal rétt í þessu frá lögreglunni þar sem mér var tjáð að brottvísuninni hefði verið aflýst,“ segir Morteza Songal Zadeh, hælisleitandi frá Íran sem senda átti úr landi í fyrramálið, í samtali við fréttastofu Vísis. Hans bíður dauðadómur í heimalandi sínu Íran fyrir að hafa tekið kristna trú. Greint var frá brottvísun hans í kvöldfréttum Stöðvar 2. Morteza segist óviss um hvort brottvísun sinni hafi verið aflýst eða hvort henni hafi aðeins verið frestað. „Því miður hafði lögreglan ekki upplýsingar um það hvort brottvísuninni hafi verið frestað eða henni aflýst. Ég var sjálfur óviss og spurði í tvígang en fékk aðeins þau svör að ég yrði ekki fluttur úr landi í fyrramálið og ekkert meira,“ segir hann. Vísa átti Morteza úr landi í september en Útlendingastofnun frestaði aðgerðinni tímabundið. Er þetta því í annað skiptið sem Morteza ferðbýr sig fyrir brottflutning frá Íslandi. „Nú var ég aftur í sömu sporum og var búinn að pakka niður í töskur. Það var mjög erfið stund.“Óvissan er erfið Þegar vísa átti Morteza úr landi í september var hann upplýstur um að brottvísuninni yrði aflýst kvöldið fyrir brottför. Viku síðar fékk hann upplýsingar þess efnis að brottvísuninni hefði ekki verið aflýst varanlega heldur aðeins verið frestað tímabundið. Svo fékk hann upplýsingar um það í síðustu viku að hann ætti að vera fluttur til Frakklands á morgun á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. Morteza hefur búið hér á landi í átján mánuði. Honum líður vel hérna og á marga vini en þrátt fyrir það er óvissan erfið. „Þetta óvissuástand hefur verið erfitt fyrir mig en ekki síst fyrir vini mína. Ég á mikið af vinum hér á landi, bæði íslenska og erlenda. Það var mjög átakanlegt að hafa undirbúið jól á Íslandi með vinum mínum og fá svo tilkynningu um að mér yrði vísað úr landi. Þetta kom illa við okkur öll, ekki bara mig,“ segir Morteza og þakkar guði fyrir að ekkert hafi orðið af brottvísuninni. „Ég veit ekki hvort þetta sé tímabundin frestun eða ekki en lögfræðingurinn minn mun fara fram á nánari upplýsingar á morgun.“ Hann segist óttast það að honum verði gert að fara úr landi aftur. „Ég er ekki fullkomlega hamingjusamur með ákvörðun yfirvalda sem mér barst í dag vegna óvissunnar. Ég er að vissu leyti hangandi í lausu lofti og ég veit ekki hvað bíður mín,“ segir hann. „Í þetta skipti vona ég innilega að mér verði leyft að vera og að ég verði ekki fluttur héðan.“Hrærður yfir stuðningi Íslendinga Morteza á gott stuðningsnet hér heima en á engan að í Frakklandi. „Vinir mínir hér voru sem betur fer búnir að redda mér gistingu í Frakklandi í nokkrar nætur,“ segir Morteza. Hann segist afar þakklátur vinum sínum á Íslandi og er hrærður yfir stuðningnum sem stór hópur Íslendinga hefur sýnt honum. „Íslendingar hafa verið ofboðslega vingjarnlegir við mig. Þú getur ekki ímyndað þér hversu mikið af skilaboðum hafa borist mér frá alls konar Íslendingum sem ég þekki ekki neitt.“ Hann er að sama skapi þakklátur í garð kirkjunnar en Morteza hefur verið virkur í starfi Hjallakirkju frá því að hann fluttist til landsins. Morteza segir að erfitt væri að færa gleði sína og þakklæti í garð Íslendinga í orð. „Það er stundum erfitt að orða tilfinningar sínar en mig langar bara að segja hversu glaður ég er og þakklátur Íslendingum fyrir að hjálpa mér.“ Morteza vakti landsathygli fyrr á árinu þegar hann bauð mótmælendum úr röðum Íslensku þjóðfylkingarinnar upp á kaffi á Austurvelli. Syngur í kór um jólin Jólin eru á næsta leyti og Morteza segist ánægður með að fá að eyða þeim hér. Hann hefur varið síðustu mánuðum í undirbúning ásamt vinum sínum og félögum úr kór Hjallakirkju. „Ég syng í kór Hjallakirkju og við erum búin að vera að æfa alls konar íslensk lög. Kórinn hér í Hjallakirkju er góður og við ætlum að fagna jólunum með söng.“ Morteza ætlar sér að eyða jólunum með öðrum hælisleitendum frá ýmsum löndum. „Við fáum tækifæri til þess að fagna saman, guði sé lof.“ Tengdar fréttir Útlendingastofnun frestar brottflutningi Morteza frá Íslandi Átti að flytja hann til Frakklands á morgun. 21. september 2016 22:34 Hælisleitandi gaf meðlimum Íslensku þjóðfylkingarinnar kaffisopa Morteza var dæmdur til dauða í Íran. Honum hefur verið synjað um hæli á Íslandi af Útlendingastofnun og þá staðfesti kærunefnd útlendingamála úrskurðinn. Hann gaf mótmælendum í Íslensku þjóðfylkingunni kaffisopa á Austurvelli í gær. 16. ágúst 2016 08:36 Morteza sendur úr landi í fyrramálið: Segir stjórnvöld senda saklausan mann út í opinn dauðann Íranskur hælisleitandi sem hefur verið hér á landi í 18 mánuði verður fluttur úr landi snemma í fyrramálið en hans bíður dauðadómur í heimalandinu. Hann er áhyggjufullur og þykir ómannúðlegt að framkvæma brottflutninginn nokkrum dögum fyrir jól. 18. desember 2016 19:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Sjá meira
„Ég fékk símtal rétt í þessu frá lögreglunni þar sem mér var tjáð að brottvísuninni hefði verið aflýst,“ segir Morteza Songal Zadeh, hælisleitandi frá Íran sem senda átti úr landi í fyrramálið, í samtali við fréttastofu Vísis. Hans bíður dauðadómur í heimalandi sínu Íran fyrir að hafa tekið kristna trú. Greint var frá brottvísun hans í kvöldfréttum Stöðvar 2. Morteza segist óviss um hvort brottvísun sinni hafi verið aflýst eða hvort henni hafi aðeins verið frestað. „Því miður hafði lögreglan ekki upplýsingar um það hvort brottvísuninni hafi verið frestað eða henni aflýst. Ég var sjálfur óviss og spurði í tvígang en fékk aðeins þau svör að ég yrði ekki fluttur úr landi í fyrramálið og ekkert meira,“ segir hann. Vísa átti Morteza úr landi í september en Útlendingastofnun frestaði aðgerðinni tímabundið. Er þetta því í annað skiptið sem Morteza ferðbýr sig fyrir brottflutning frá Íslandi. „Nú var ég aftur í sömu sporum og var búinn að pakka niður í töskur. Það var mjög erfið stund.“Óvissan er erfið Þegar vísa átti Morteza úr landi í september var hann upplýstur um að brottvísuninni yrði aflýst kvöldið fyrir brottför. Viku síðar fékk hann upplýsingar þess efnis að brottvísuninni hefði ekki verið aflýst varanlega heldur aðeins verið frestað tímabundið. Svo fékk hann upplýsingar um það í síðustu viku að hann ætti að vera fluttur til Frakklands á morgun á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. Morteza hefur búið hér á landi í átján mánuði. Honum líður vel hérna og á marga vini en þrátt fyrir það er óvissan erfið. „Þetta óvissuástand hefur verið erfitt fyrir mig en ekki síst fyrir vini mína. Ég á mikið af vinum hér á landi, bæði íslenska og erlenda. Það var mjög átakanlegt að hafa undirbúið jól á Íslandi með vinum mínum og fá svo tilkynningu um að mér yrði vísað úr landi. Þetta kom illa við okkur öll, ekki bara mig,“ segir Morteza og þakkar guði fyrir að ekkert hafi orðið af brottvísuninni. „Ég veit ekki hvort þetta sé tímabundin frestun eða ekki en lögfræðingurinn minn mun fara fram á nánari upplýsingar á morgun.“ Hann segist óttast það að honum verði gert að fara úr landi aftur. „Ég er ekki fullkomlega hamingjusamur með ákvörðun yfirvalda sem mér barst í dag vegna óvissunnar. Ég er að vissu leyti hangandi í lausu lofti og ég veit ekki hvað bíður mín,“ segir hann. „Í þetta skipti vona ég innilega að mér verði leyft að vera og að ég verði ekki fluttur héðan.“Hrærður yfir stuðningi Íslendinga Morteza á gott stuðningsnet hér heima en á engan að í Frakklandi. „Vinir mínir hér voru sem betur fer búnir að redda mér gistingu í Frakklandi í nokkrar nætur,“ segir Morteza. Hann segist afar þakklátur vinum sínum á Íslandi og er hrærður yfir stuðningnum sem stór hópur Íslendinga hefur sýnt honum. „Íslendingar hafa verið ofboðslega vingjarnlegir við mig. Þú getur ekki ímyndað þér hversu mikið af skilaboðum hafa borist mér frá alls konar Íslendingum sem ég þekki ekki neitt.“ Hann er að sama skapi þakklátur í garð kirkjunnar en Morteza hefur verið virkur í starfi Hjallakirkju frá því að hann fluttist til landsins. Morteza segir að erfitt væri að færa gleði sína og þakklæti í garð Íslendinga í orð. „Það er stundum erfitt að orða tilfinningar sínar en mig langar bara að segja hversu glaður ég er og þakklátur Íslendingum fyrir að hjálpa mér.“ Morteza vakti landsathygli fyrr á árinu þegar hann bauð mótmælendum úr röðum Íslensku þjóðfylkingarinnar upp á kaffi á Austurvelli. Syngur í kór um jólin Jólin eru á næsta leyti og Morteza segist ánægður með að fá að eyða þeim hér. Hann hefur varið síðustu mánuðum í undirbúning ásamt vinum sínum og félögum úr kór Hjallakirkju. „Ég syng í kór Hjallakirkju og við erum búin að vera að æfa alls konar íslensk lög. Kórinn hér í Hjallakirkju er góður og við ætlum að fagna jólunum með söng.“ Morteza ætlar sér að eyða jólunum með öðrum hælisleitendum frá ýmsum löndum. „Við fáum tækifæri til þess að fagna saman, guði sé lof.“
Tengdar fréttir Útlendingastofnun frestar brottflutningi Morteza frá Íslandi Átti að flytja hann til Frakklands á morgun. 21. september 2016 22:34 Hælisleitandi gaf meðlimum Íslensku þjóðfylkingarinnar kaffisopa Morteza var dæmdur til dauða í Íran. Honum hefur verið synjað um hæli á Íslandi af Útlendingastofnun og þá staðfesti kærunefnd útlendingamála úrskurðinn. Hann gaf mótmælendum í Íslensku þjóðfylkingunni kaffisopa á Austurvelli í gær. 16. ágúst 2016 08:36 Morteza sendur úr landi í fyrramálið: Segir stjórnvöld senda saklausan mann út í opinn dauðann Íranskur hælisleitandi sem hefur verið hér á landi í 18 mánuði verður fluttur úr landi snemma í fyrramálið en hans bíður dauðadómur í heimalandinu. Hann er áhyggjufullur og þykir ómannúðlegt að framkvæma brottflutninginn nokkrum dögum fyrir jól. 18. desember 2016 19:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Sjá meira
Útlendingastofnun frestar brottflutningi Morteza frá Íslandi Átti að flytja hann til Frakklands á morgun. 21. september 2016 22:34
Hælisleitandi gaf meðlimum Íslensku þjóðfylkingarinnar kaffisopa Morteza var dæmdur til dauða í Íran. Honum hefur verið synjað um hæli á Íslandi af Útlendingastofnun og þá staðfesti kærunefnd útlendingamála úrskurðinn. Hann gaf mótmælendum í Íslensku þjóðfylkingunni kaffisopa á Austurvelli í gær. 16. ágúst 2016 08:36
Morteza sendur úr landi í fyrramálið: Segir stjórnvöld senda saklausan mann út í opinn dauðann Íranskur hælisleitandi sem hefur verið hér á landi í 18 mánuði verður fluttur úr landi snemma í fyrramálið en hans bíður dauðadómur í heimalandinu. Hann er áhyggjufullur og þykir ómannúðlegt að framkvæma brottflutninginn nokkrum dögum fyrir jól. 18. desember 2016 19:00