„Það er eins og RÚV hafi eignast átakafréttir við Sigmund Davíð“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. desember 2016 10:35 Steingrímur Sævarr Ólafsson, fjölmiðlaráðgjafi, segir að samband Ríkisútvarpsins og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, sé brothætt. Líkja megi því við stríðsástand þegar hann mæti í viðtal hjá fjölmiðlinum en Steingrímur og Andrés Jónsson, almannatengill, ræddu viðtal Sunnu Valgerðardóttur, fréttamanns, við Sigmund Davíð í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Viðtalið vakti mikla athygli um helgina en það var tekið í veislu á Akureyri sem haldin var vegna 100 ára afmælis flokksins. Ræddi Sunna afmæli flokksins við Sigmund Davíð en einnig það hvers vegna hann hefur ekki mætt á þingfundi síðan þing var sett fyrr í þessum mánuði. Það er ekki ofsögum sagt að Sigmundur Davíð hafi brugðist illa við þeirri spurningu og fór það að lokum svo að hann sleit viðtalinu en bæði Steingrímur og Andrés eru sammála um það að spurningin hafi átt rétt á sér. Þá sé það ekki þannig að frettamaður þurfi að gefa upp fyrirfram áður en viðtal er tekið hvað hann vilji mögulega ræða um við viðmælandann. „Það er svo augljóst og hefur verið augljóst svo lengi hvað það er mikill skotgrafarhernaður á milli þessara tveggja aðila, það er RÚV og Sigmundar Davíðs. Ég sé þetta alveg fyrir mér þar sem hárin rísa þegar þessir tveir aðilar mætast og það er strax gagnkvæmt vantraust. Það er strax stríðsástand sem myndast á vellinum og það ætla að halda uppi svona sambandi árum saman það býður upp á árekstur í hvert einasta skipti og ég held að við höfum bara orðið vitni að enn einum árekstrinum,“ sagði Steingrímur Sævarr í Bítinu. Hann bætti því við að hann teldi þetta ekki vera persónulegt. „Ég held að þetta sé miklu frekar þannig að fjölmiðlar eiga ákveðin mál fjölmiðlar og þeir eignast ákveðin mál, og það er eins og RÚV hafi eignast átakafréttir við Sigmund Davíð. Þannig að ég held að á fréttastofunni þá sé ákveðið hugarástand sem sé ekki meðvitað heldur bara svona í undirmeðvitundinni: „Hvernig fylgjum við okkar máli eftir?““ sagði Steingrímur. Aðspurður vildi Andrés ekki meina að um eineltistilburði væri að ræða af hálfu RÚV í garð Sigmundar Davíðs. „Nei mér finnst það full langt gengið að tala um það. Við erum að tala um Sigmund Davíð. Hann gegndi embætti forsætisráðherra hér í þrjú ár. Það að hann fái eitthvað smá mótbyr eða andbyr í einhverjum fjölmiðli það myndi ég ekki kalla einelti. Það væri annað ef það væri verið að birta mikið um einkamál hans en við höfum ekki séð mikið á RÚV um eitthvað sem á ekki erindi í opinbera umræðu.“ Tengdar fréttir Hróp gerð að Sigmundi á hans eigin Facebooksíðu Netverjar vanda þingmanninum ekki kveðjurnar og skipa honum til vinnu. 18. desember 2016 09:18 Sakar fréttamann RÚV um dónaskap Segir tilgang heimsóknar á afmæli Framsóknarflokksins virðast eingöngu hafa verið til þess að ýta undir illdeilur. 17. desember 2016 17:32 Gekk út úr viðtali þegar hann var spurður um fjarvistir á Alþingi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður og fyrrum forsætisráðherra, gekk út úr viðtali við RÚV þegar fréttamaður spurði hann um fjarvistir hans á þingi. 17. desember 2016 15:08 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Sjá meira
Steingrímur Sævarr Ólafsson, fjölmiðlaráðgjafi, segir að samband Ríkisútvarpsins og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, sé brothætt. Líkja megi því við stríðsástand þegar hann mæti í viðtal hjá fjölmiðlinum en Steingrímur og Andrés Jónsson, almannatengill, ræddu viðtal Sunnu Valgerðardóttur, fréttamanns, við Sigmund Davíð í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Viðtalið vakti mikla athygli um helgina en það var tekið í veislu á Akureyri sem haldin var vegna 100 ára afmælis flokksins. Ræddi Sunna afmæli flokksins við Sigmund Davíð en einnig það hvers vegna hann hefur ekki mætt á þingfundi síðan þing var sett fyrr í þessum mánuði. Það er ekki ofsögum sagt að Sigmundur Davíð hafi brugðist illa við þeirri spurningu og fór það að lokum svo að hann sleit viðtalinu en bæði Steingrímur og Andrés eru sammála um það að spurningin hafi átt rétt á sér. Þá sé það ekki þannig að frettamaður þurfi að gefa upp fyrirfram áður en viðtal er tekið hvað hann vilji mögulega ræða um við viðmælandann. „Það er svo augljóst og hefur verið augljóst svo lengi hvað það er mikill skotgrafarhernaður á milli þessara tveggja aðila, það er RÚV og Sigmundar Davíðs. Ég sé þetta alveg fyrir mér þar sem hárin rísa þegar þessir tveir aðilar mætast og það er strax gagnkvæmt vantraust. Það er strax stríðsástand sem myndast á vellinum og það ætla að halda uppi svona sambandi árum saman það býður upp á árekstur í hvert einasta skipti og ég held að við höfum bara orðið vitni að enn einum árekstrinum,“ sagði Steingrímur Sævarr í Bítinu. Hann bætti því við að hann teldi þetta ekki vera persónulegt. „Ég held að þetta sé miklu frekar þannig að fjölmiðlar eiga ákveðin mál fjölmiðlar og þeir eignast ákveðin mál, og það er eins og RÚV hafi eignast átakafréttir við Sigmund Davíð. Þannig að ég held að á fréttastofunni þá sé ákveðið hugarástand sem sé ekki meðvitað heldur bara svona í undirmeðvitundinni: „Hvernig fylgjum við okkar máli eftir?““ sagði Steingrímur. Aðspurður vildi Andrés ekki meina að um eineltistilburði væri að ræða af hálfu RÚV í garð Sigmundar Davíðs. „Nei mér finnst það full langt gengið að tala um það. Við erum að tala um Sigmund Davíð. Hann gegndi embætti forsætisráðherra hér í þrjú ár. Það að hann fái eitthvað smá mótbyr eða andbyr í einhverjum fjölmiðli það myndi ég ekki kalla einelti. Það væri annað ef það væri verið að birta mikið um einkamál hans en við höfum ekki séð mikið á RÚV um eitthvað sem á ekki erindi í opinbera umræðu.“
Tengdar fréttir Hróp gerð að Sigmundi á hans eigin Facebooksíðu Netverjar vanda þingmanninum ekki kveðjurnar og skipa honum til vinnu. 18. desember 2016 09:18 Sakar fréttamann RÚV um dónaskap Segir tilgang heimsóknar á afmæli Framsóknarflokksins virðast eingöngu hafa verið til þess að ýta undir illdeilur. 17. desember 2016 17:32 Gekk út úr viðtali þegar hann var spurður um fjarvistir á Alþingi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður og fyrrum forsætisráðherra, gekk út úr viðtali við RÚV þegar fréttamaður spurði hann um fjarvistir hans á þingi. 17. desember 2016 15:08 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Sjá meira
Hróp gerð að Sigmundi á hans eigin Facebooksíðu Netverjar vanda þingmanninum ekki kveðjurnar og skipa honum til vinnu. 18. desember 2016 09:18
Sakar fréttamann RÚV um dónaskap Segir tilgang heimsóknar á afmæli Framsóknarflokksins virðast eingöngu hafa verið til þess að ýta undir illdeilur. 17. desember 2016 17:32
Gekk út úr viðtali þegar hann var spurður um fjarvistir á Alþingi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður og fyrrum forsætisráðherra, gekk út úr viðtali við RÚV þegar fréttamaður spurði hann um fjarvistir hans á þingi. 17. desember 2016 15:08