„Það er eins og RÚV hafi eignast átakafréttir við Sigmund Davíð“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. desember 2016 10:35 Steingrímur Sævarr Ólafsson, fjölmiðlaráðgjafi, segir að samband Ríkisútvarpsins og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, sé brothætt. Líkja megi því við stríðsástand þegar hann mæti í viðtal hjá fjölmiðlinum en Steingrímur og Andrés Jónsson, almannatengill, ræddu viðtal Sunnu Valgerðardóttur, fréttamanns, við Sigmund Davíð í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Viðtalið vakti mikla athygli um helgina en það var tekið í veislu á Akureyri sem haldin var vegna 100 ára afmælis flokksins. Ræddi Sunna afmæli flokksins við Sigmund Davíð en einnig það hvers vegna hann hefur ekki mætt á þingfundi síðan þing var sett fyrr í þessum mánuði. Það er ekki ofsögum sagt að Sigmundur Davíð hafi brugðist illa við þeirri spurningu og fór það að lokum svo að hann sleit viðtalinu en bæði Steingrímur og Andrés eru sammála um það að spurningin hafi átt rétt á sér. Þá sé það ekki þannig að frettamaður þurfi að gefa upp fyrirfram áður en viðtal er tekið hvað hann vilji mögulega ræða um við viðmælandann. „Það er svo augljóst og hefur verið augljóst svo lengi hvað það er mikill skotgrafarhernaður á milli þessara tveggja aðila, það er RÚV og Sigmundar Davíðs. Ég sé þetta alveg fyrir mér þar sem hárin rísa þegar þessir tveir aðilar mætast og það er strax gagnkvæmt vantraust. Það er strax stríðsástand sem myndast á vellinum og það ætla að halda uppi svona sambandi árum saman það býður upp á árekstur í hvert einasta skipti og ég held að við höfum bara orðið vitni að enn einum árekstrinum,“ sagði Steingrímur Sævarr í Bítinu. Hann bætti því við að hann teldi þetta ekki vera persónulegt. „Ég held að þetta sé miklu frekar þannig að fjölmiðlar eiga ákveðin mál fjölmiðlar og þeir eignast ákveðin mál, og það er eins og RÚV hafi eignast átakafréttir við Sigmund Davíð. Þannig að ég held að á fréttastofunni þá sé ákveðið hugarástand sem sé ekki meðvitað heldur bara svona í undirmeðvitundinni: „Hvernig fylgjum við okkar máli eftir?““ sagði Steingrímur. Aðspurður vildi Andrés ekki meina að um eineltistilburði væri að ræða af hálfu RÚV í garð Sigmundar Davíðs. „Nei mér finnst það full langt gengið að tala um það. Við erum að tala um Sigmund Davíð. Hann gegndi embætti forsætisráðherra hér í þrjú ár. Það að hann fái eitthvað smá mótbyr eða andbyr í einhverjum fjölmiðli það myndi ég ekki kalla einelti. Það væri annað ef það væri verið að birta mikið um einkamál hans en við höfum ekki séð mikið á RÚV um eitthvað sem á ekki erindi í opinbera umræðu.“ Tengdar fréttir Hróp gerð að Sigmundi á hans eigin Facebooksíðu Netverjar vanda þingmanninum ekki kveðjurnar og skipa honum til vinnu. 18. desember 2016 09:18 Sakar fréttamann RÚV um dónaskap Segir tilgang heimsóknar á afmæli Framsóknarflokksins virðast eingöngu hafa verið til þess að ýta undir illdeilur. 17. desember 2016 17:32 Gekk út úr viðtali þegar hann var spurður um fjarvistir á Alþingi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður og fyrrum forsætisráðherra, gekk út úr viðtali við RÚV þegar fréttamaður spurði hann um fjarvistir hans á þingi. 17. desember 2016 15:08 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Steingrímur Sævarr Ólafsson, fjölmiðlaráðgjafi, segir að samband Ríkisútvarpsins og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, sé brothætt. Líkja megi því við stríðsástand þegar hann mæti í viðtal hjá fjölmiðlinum en Steingrímur og Andrés Jónsson, almannatengill, ræddu viðtal Sunnu Valgerðardóttur, fréttamanns, við Sigmund Davíð í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Viðtalið vakti mikla athygli um helgina en það var tekið í veislu á Akureyri sem haldin var vegna 100 ára afmælis flokksins. Ræddi Sunna afmæli flokksins við Sigmund Davíð en einnig það hvers vegna hann hefur ekki mætt á þingfundi síðan þing var sett fyrr í þessum mánuði. Það er ekki ofsögum sagt að Sigmundur Davíð hafi brugðist illa við þeirri spurningu og fór það að lokum svo að hann sleit viðtalinu en bæði Steingrímur og Andrés eru sammála um það að spurningin hafi átt rétt á sér. Þá sé það ekki þannig að frettamaður þurfi að gefa upp fyrirfram áður en viðtal er tekið hvað hann vilji mögulega ræða um við viðmælandann. „Það er svo augljóst og hefur verið augljóst svo lengi hvað það er mikill skotgrafarhernaður á milli þessara tveggja aðila, það er RÚV og Sigmundar Davíðs. Ég sé þetta alveg fyrir mér þar sem hárin rísa þegar þessir tveir aðilar mætast og það er strax gagnkvæmt vantraust. Það er strax stríðsástand sem myndast á vellinum og það ætla að halda uppi svona sambandi árum saman það býður upp á árekstur í hvert einasta skipti og ég held að við höfum bara orðið vitni að enn einum árekstrinum,“ sagði Steingrímur Sævarr í Bítinu. Hann bætti því við að hann teldi þetta ekki vera persónulegt. „Ég held að þetta sé miklu frekar þannig að fjölmiðlar eiga ákveðin mál fjölmiðlar og þeir eignast ákveðin mál, og það er eins og RÚV hafi eignast átakafréttir við Sigmund Davíð. Þannig að ég held að á fréttastofunni þá sé ákveðið hugarástand sem sé ekki meðvitað heldur bara svona í undirmeðvitundinni: „Hvernig fylgjum við okkar máli eftir?““ sagði Steingrímur. Aðspurður vildi Andrés ekki meina að um eineltistilburði væri að ræða af hálfu RÚV í garð Sigmundar Davíðs. „Nei mér finnst það full langt gengið að tala um það. Við erum að tala um Sigmund Davíð. Hann gegndi embætti forsætisráðherra hér í þrjú ár. Það að hann fái eitthvað smá mótbyr eða andbyr í einhverjum fjölmiðli það myndi ég ekki kalla einelti. Það væri annað ef það væri verið að birta mikið um einkamál hans en við höfum ekki séð mikið á RÚV um eitthvað sem á ekki erindi í opinbera umræðu.“
Tengdar fréttir Hróp gerð að Sigmundi á hans eigin Facebooksíðu Netverjar vanda þingmanninum ekki kveðjurnar og skipa honum til vinnu. 18. desember 2016 09:18 Sakar fréttamann RÚV um dónaskap Segir tilgang heimsóknar á afmæli Framsóknarflokksins virðast eingöngu hafa verið til þess að ýta undir illdeilur. 17. desember 2016 17:32 Gekk út úr viðtali þegar hann var spurður um fjarvistir á Alþingi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður og fyrrum forsætisráðherra, gekk út úr viðtali við RÚV þegar fréttamaður spurði hann um fjarvistir hans á þingi. 17. desember 2016 15:08 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Hróp gerð að Sigmundi á hans eigin Facebooksíðu Netverjar vanda þingmanninum ekki kveðjurnar og skipa honum til vinnu. 18. desember 2016 09:18
Sakar fréttamann RÚV um dónaskap Segir tilgang heimsóknar á afmæli Framsóknarflokksins virðast eingöngu hafa verið til þess að ýta undir illdeilur. 17. desember 2016 17:32
Gekk út úr viðtali þegar hann var spurður um fjarvistir á Alþingi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður og fyrrum forsætisráðherra, gekk út úr viðtali við RÚV þegar fréttamaður spurði hann um fjarvistir hans á þingi. 17. desember 2016 15:08
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent