Frelsissviptingarmál í Fellsmúla: Reynt að koma í veg fyrir að parið flýi land Birgir Olgeirsson skrifar 2. desember 2016 10:41 Ekki hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur sem voru handteknir við Fellsmúla í gær. Vísir/GVA Lögreglan leitar enn pars vegna rannsóknar á máli sem varðar ásakanir um frelsissviptingu í Fellsmúla í Reykjavík í gær. Parið er búsett í íbúð í Fellsmúla 9 en í Fréttablaðinu í dag kom fram að um er að ræða 26 ára gamlan karlmann og 22 ára konu. Þau voru ekki á vettvangi þegar lögreglu bar að garði, en eftir því sem næst verður komist hafa þau ekki hlotið refsidóma.Ekki búið að taka ákvörðun um gæsluvarðhald Það var á öðrum tímanum í gær sem lögreglan handtók tvo karlmenn við blokkirnar tvær að Fellsmúla 9 og 11 vegna málsins. Mennirnir tveir eru enn í haldi lögreglunnar en ekki hefur verið ákveðið hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Lögreglan má halda sakborningum í allt að sólarhring án þess að fara fram á gæsluvarðhald og því má ætla að lögreglan verði að sleppa þeim á öðrum tímanum í dag ef ekki verður farið fram á gæsluvarðhald.Sjá einnig: Konan gaf sig framVoru handteknir við vettvanginn Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir mennina tvo hafa verið handtekna við vettvang glæpsins, en ekki á honum. Reyndi annar þeirra að flýja frá lögreglunni en lögregla stöðvaði för hans á dökkrauðum jeppa sem hann reyndi að aka á miklum hraða út innkeyrslu við götuna.Illa áttaður Það var karlmaður sem tilkynnti lögreglu að honum hefði verið haldið gegn eigin vilja í íbúð parsins í tvo sólarhringa. Hann slapp úr íbúðinni með því að klifra á milli svala á 4. hæð hússins, yfir í næsta stigagang að Fellsmúla 11 og fór þaðan niður á þriðju hæð hússins. Þar var kona ein heima og gat hleypt honum inn og hringt á lögregluna. Maðurinn gekk sjálfur úr blokkinni á nærbuxunum einum klæða og þaðan inn í sjúkrabíl sem flutti hann á sjúkrahús. Hann var undir læknishöndum fram eftir gærkvöldinu, ekki of illa slasaður, en brugðið og lemstraður. Lögreglan mun yfirheyra hann aftur í dag en hann var fremur illa áttaður í gær eftir raunir síðustu tveggja sólarhringa.Reynt að koma í veg fyrir að parið yfirgefi landið Líkt og fyrr segir stendur enn leit yfir að parinu en Grímur Grímsson segir lögreglu ekki leita að öðrum vegna rannsóknar málsins. Spurður hvort vitað sé að þau séu enn á landinu segir Grímur að allavega hafi verið reynt að koma í veg fyrir að þau myndu komast af landi brott eftir að rannsókn málsins hófst. Ekki er vitað að svo stöddu hvernig parið tengist málinu, öðruvísi en að það er búsett í íbúðinni þar sem maðurinn segir að honum hafi verið haldið gegn eigin vilja í tvo sólarhringa. Tengdar fréttir Maðurinn í haldi náði að láta vita af sér með því að klifra milli svala á 4. hæð Tveir í haldi lögreglu vegna málsins. Maðurinn í haldi var lemstraður að sögn lögreglu. 1. desember 2016 15:03 Óhugnanlegar lýsingar í frelsissviptingarmáli: Leit stendur yfir að pari á þrítugsaldri Lögregla handtók í gær tvo menn grunaða um að frelsissvipta annan mann og misþyrma í tvo sólarhringa í fjölbýlishúsi í Fellsmúla. 2. desember 2016 06:00 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Lögreglan leitar enn pars vegna rannsóknar á máli sem varðar ásakanir um frelsissviptingu í Fellsmúla í Reykjavík í gær. Parið er búsett í íbúð í Fellsmúla 9 en í Fréttablaðinu í dag kom fram að um er að ræða 26 ára gamlan karlmann og 22 ára konu. Þau voru ekki á vettvangi þegar lögreglu bar að garði, en eftir því sem næst verður komist hafa þau ekki hlotið refsidóma.Ekki búið að taka ákvörðun um gæsluvarðhald Það var á öðrum tímanum í gær sem lögreglan handtók tvo karlmenn við blokkirnar tvær að Fellsmúla 9 og 11 vegna málsins. Mennirnir tveir eru enn í haldi lögreglunnar en ekki hefur verið ákveðið hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Lögreglan má halda sakborningum í allt að sólarhring án þess að fara fram á gæsluvarðhald og því má ætla að lögreglan verði að sleppa þeim á öðrum tímanum í dag ef ekki verður farið fram á gæsluvarðhald.Sjá einnig: Konan gaf sig framVoru handteknir við vettvanginn Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir mennina tvo hafa verið handtekna við vettvang glæpsins, en ekki á honum. Reyndi annar þeirra að flýja frá lögreglunni en lögregla stöðvaði för hans á dökkrauðum jeppa sem hann reyndi að aka á miklum hraða út innkeyrslu við götuna.Illa áttaður Það var karlmaður sem tilkynnti lögreglu að honum hefði verið haldið gegn eigin vilja í íbúð parsins í tvo sólarhringa. Hann slapp úr íbúðinni með því að klifra á milli svala á 4. hæð hússins, yfir í næsta stigagang að Fellsmúla 11 og fór þaðan niður á þriðju hæð hússins. Þar var kona ein heima og gat hleypt honum inn og hringt á lögregluna. Maðurinn gekk sjálfur úr blokkinni á nærbuxunum einum klæða og þaðan inn í sjúkrabíl sem flutti hann á sjúkrahús. Hann var undir læknishöndum fram eftir gærkvöldinu, ekki of illa slasaður, en brugðið og lemstraður. Lögreglan mun yfirheyra hann aftur í dag en hann var fremur illa áttaður í gær eftir raunir síðustu tveggja sólarhringa.Reynt að koma í veg fyrir að parið yfirgefi landið Líkt og fyrr segir stendur enn leit yfir að parinu en Grímur Grímsson segir lögreglu ekki leita að öðrum vegna rannsóknar málsins. Spurður hvort vitað sé að þau séu enn á landinu segir Grímur að allavega hafi verið reynt að koma í veg fyrir að þau myndu komast af landi brott eftir að rannsókn málsins hófst. Ekki er vitað að svo stöddu hvernig parið tengist málinu, öðruvísi en að það er búsett í íbúðinni þar sem maðurinn segir að honum hafi verið haldið gegn eigin vilja í tvo sólarhringa.
Tengdar fréttir Maðurinn í haldi náði að láta vita af sér með því að klifra milli svala á 4. hæð Tveir í haldi lögreglu vegna málsins. Maðurinn í haldi var lemstraður að sögn lögreglu. 1. desember 2016 15:03 Óhugnanlegar lýsingar í frelsissviptingarmáli: Leit stendur yfir að pari á þrítugsaldri Lögregla handtók í gær tvo menn grunaða um að frelsissvipta annan mann og misþyrma í tvo sólarhringa í fjölbýlishúsi í Fellsmúla. 2. desember 2016 06:00 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Maðurinn í haldi náði að láta vita af sér með því að klifra milli svala á 4. hæð Tveir í haldi lögreglu vegna málsins. Maðurinn í haldi var lemstraður að sögn lögreglu. 1. desember 2016 15:03
Óhugnanlegar lýsingar í frelsissviptingarmáli: Leit stendur yfir að pari á þrítugsaldri Lögregla handtók í gær tvo menn grunaða um að frelsissvipta annan mann og misþyrma í tvo sólarhringa í fjölbýlishúsi í Fellsmúla. 2. desember 2016 06:00