Þremenningarnir sýknaðir eftir að fórnarlömbin drógu framburð sinn til baka Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. desember 2016 10:52 Mennirnir þrír með verjendum sínum. vísir/gva Þrír menn sem sakaðir voru um alvarlega líkamsárás og frelsissviptingu gegn fullorðnu pari við Grímsbæ í Fossvogi árið 2014 voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Parið breytti framburði sínum við aðalmeðferð málsins og sagði mennina aldrei hafa veist að þeim, né svipt þau frelsi sínu. Tveir mannanna, Alvar Óskarsson og Jónas Árni Lúðvíksson, hafa hlotið þunga dóma. Þeir voru báðir dæmdir fyrir aðild að umfangsmestu fíkniefnamálum sem komið hafa upp hér á landi, í Pólstjörnumálinu annars vegar og Papeyjarmálinu hins vegar. Þeir voru báðir sýknaðir í morgun. Þriðji maðurinn var einnig sýknaður en var sviptur ökuréttindum í eitt ár. Þremenningarnir voru sakaðir um að hafa veist að fólkinu, konu og karlmanni á fimmtugs- og sextugsaldri, fyrir utan Grímsbæ í Fossvogi árið 2014. Þeir voru sagðir hafa slegið þau ítrekað í andlitið og hert að hálsi konunnar, og svo þvingað þau inn í bíl. Konan var sögð hafa flúið út um glugga bílsins, en að mennirnir hefðu ekið með manninn í Garðabæ þar sem þeir áttu að hafa haldið honum föngnum í allt að fjörutíu mínútur og veist að honum.Leitaði til lögreglu Konan leitaði á lögreglustöðina eftir að hafa komist út úr bílnum þar sem hún sagði frá átökum. Sagði hún mennina hafa kýlt sig svo fast að losnað hefði um tennur sínar. Hún sagðist hins vegar við aðalmeðferð málsins að ekkert af fyrrnefndu hefði gerst og sagðist ekki muna hvernig áverkarnir væru tilkomnir, en að hún hafi verið í mikilli neyslu fíkniefna á þessum tíma. Taldi hún líklegast að hún hefði dottið. Þá gat hún ekki skýrt af hverju blóð af sambýlismanni hennar fannst á fötum hennar.Gjörbreyttur framburður beggja Framburður mannsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur var á svipaða leið. Hann sagðist allan tímann hafa verið frjáls ferða sinna og sagðist telja að vitnisburður sinn hjá lögreglu hafi verið rangur. Vitni í málinu, karlmaður á þrítugsaldri, breytti einnig framburði sínum fyrir dómi. Hann hafði, samkvæmt gögnum málsins, óskað í þrígang eftir aðstoð lögreglu við Grímsbæ þetta kvöld. Hann bar hins vegar við minnisleysi við aðalmeðferð málsins. Að sögn annars vitnis, starfsmanns á bensínstöð, kom karlmaðurinn þetta kvöld inn á bensínstöðina, alblóðugur og sagðist hafa verið laminn með öxi í höfuðið. Starfsmaðurinn óskaði eftir sjúkrabíl og var maðurinn fluttur á slysadeild. Læknir sem tók á móti manninum sagði fyrir dómi að áverkar mannsins hefðu verið miklir og grófir. Pólstjörnumálið Tengdar fréttir Hringdi þrisvar í Neyðarlínuna: „Guð minn góður. Þeir hafa rænt þeim“ Karlmaður á þrítugsaldri er sagður hafa í þrígang óskað eftir lögregluaðstoð vegna gruns um alvarlega líkamsárás við Grímsbæ í Fossvogi í Reykjavík í júlí 2014. 4. október 2016 09:00 Sakaðir um grófa líkamsárás en segjast einungis hafa verið að hjálpa fórnarlambinu Neita allir sök í málinu. 3. október 2016 14:02 Slapp dauðhrædd út um glugga fyrir tveimur árum en segir allt aðra sögu í dag Kona sem kvaðst hafa orðið fyrir stórfelldri líkamsárás og frelsissviptingu af hálfu þriggja manna í júlí 2014 breytti framburði sínum við aðalmeðferð málsins í morgun. 3. október 2016 15:45 Sakborningar í Papeyjar- og Pólstjörnumálunum ákærðir fyrir frelsissviptingu og líkamsárás Sagðir hafa veist að pari í Fossvoginum og svipt þau frelsi sínu. 3. október 2016 07:00 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Þrír menn sem sakaðir voru um alvarlega líkamsárás og frelsissviptingu gegn fullorðnu pari við Grímsbæ í Fossvogi árið 2014 voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Parið breytti framburði sínum við aðalmeðferð málsins og sagði mennina aldrei hafa veist að þeim, né svipt þau frelsi sínu. Tveir mannanna, Alvar Óskarsson og Jónas Árni Lúðvíksson, hafa hlotið þunga dóma. Þeir voru báðir dæmdir fyrir aðild að umfangsmestu fíkniefnamálum sem komið hafa upp hér á landi, í Pólstjörnumálinu annars vegar og Papeyjarmálinu hins vegar. Þeir voru báðir sýknaðir í morgun. Þriðji maðurinn var einnig sýknaður en var sviptur ökuréttindum í eitt ár. Þremenningarnir voru sakaðir um að hafa veist að fólkinu, konu og karlmanni á fimmtugs- og sextugsaldri, fyrir utan Grímsbæ í Fossvogi árið 2014. Þeir voru sagðir hafa slegið þau ítrekað í andlitið og hert að hálsi konunnar, og svo þvingað þau inn í bíl. Konan var sögð hafa flúið út um glugga bílsins, en að mennirnir hefðu ekið með manninn í Garðabæ þar sem þeir áttu að hafa haldið honum föngnum í allt að fjörutíu mínútur og veist að honum.Leitaði til lögreglu Konan leitaði á lögreglustöðina eftir að hafa komist út úr bílnum þar sem hún sagði frá átökum. Sagði hún mennina hafa kýlt sig svo fast að losnað hefði um tennur sínar. Hún sagðist hins vegar við aðalmeðferð málsins að ekkert af fyrrnefndu hefði gerst og sagðist ekki muna hvernig áverkarnir væru tilkomnir, en að hún hafi verið í mikilli neyslu fíkniefna á þessum tíma. Taldi hún líklegast að hún hefði dottið. Þá gat hún ekki skýrt af hverju blóð af sambýlismanni hennar fannst á fötum hennar.Gjörbreyttur framburður beggja Framburður mannsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur var á svipaða leið. Hann sagðist allan tímann hafa verið frjáls ferða sinna og sagðist telja að vitnisburður sinn hjá lögreglu hafi verið rangur. Vitni í málinu, karlmaður á þrítugsaldri, breytti einnig framburði sínum fyrir dómi. Hann hafði, samkvæmt gögnum málsins, óskað í þrígang eftir aðstoð lögreglu við Grímsbæ þetta kvöld. Hann bar hins vegar við minnisleysi við aðalmeðferð málsins. Að sögn annars vitnis, starfsmanns á bensínstöð, kom karlmaðurinn þetta kvöld inn á bensínstöðina, alblóðugur og sagðist hafa verið laminn með öxi í höfuðið. Starfsmaðurinn óskaði eftir sjúkrabíl og var maðurinn fluttur á slysadeild. Læknir sem tók á móti manninum sagði fyrir dómi að áverkar mannsins hefðu verið miklir og grófir.
Pólstjörnumálið Tengdar fréttir Hringdi þrisvar í Neyðarlínuna: „Guð minn góður. Þeir hafa rænt þeim“ Karlmaður á þrítugsaldri er sagður hafa í þrígang óskað eftir lögregluaðstoð vegna gruns um alvarlega líkamsárás við Grímsbæ í Fossvogi í Reykjavík í júlí 2014. 4. október 2016 09:00 Sakaðir um grófa líkamsárás en segjast einungis hafa verið að hjálpa fórnarlambinu Neita allir sök í málinu. 3. október 2016 14:02 Slapp dauðhrædd út um glugga fyrir tveimur árum en segir allt aðra sögu í dag Kona sem kvaðst hafa orðið fyrir stórfelldri líkamsárás og frelsissviptingu af hálfu þriggja manna í júlí 2014 breytti framburði sínum við aðalmeðferð málsins í morgun. 3. október 2016 15:45 Sakborningar í Papeyjar- og Pólstjörnumálunum ákærðir fyrir frelsissviptingu og líkamsárás Sagðir hafa veist að pari í Fossvoginum og svipt þau frelsi sínu. 3. október 2016 07:00 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Hringdi þrisvar í Neyðarlínuna: „Guð minn góður. Þeir hafa rænt þeim“ Karlmaður á þrítugsaldri er sagður hafa í þrígang óskað eftir lögregluaðstoð vegna gruns um alvarlega líkamsárás við Grímsbæ í Fossvogi í Reykjavík í júlí 2014. 4. október 2016 09:00
Sakaðir um grófa líkamsárás en segjast einungis hafa verið að hjálpa fórnarlambinu Neita allir sök í málinu. 3. október 2016 14:02
Slapp dauðhrædd út um glugga fyrir tveimur árum en segir allt aðra sögu í dag Kona sem kvaðst hafa orðið fyrir stórfelldri líkamsárás og frelsissviptingu af hálfu þriggja manna í júlí 2014 breytti framburði sínum við aðalmeðferð málsins í morgun. 3. október 2016 15:45
Sakborningar í Papeyjar- og Pólstjörnumálunum ákærðir fyrir frelsissviptingu og líkamsárás Sagðir hafa veist að pari í Fossvoginum og svipt þau frelsi sínu. 3. október 2016 07:00