SA vilja fækka sveitarfélögum úr 74 í 9 Snærós Sindradóttir skrifar 5. desember 2016 06:00 Tillaga Samtaka atvinnulífsins gengur út á að skipta landinu í níu hluta. Suðurlandið yrði allt eitt sveitarfélag. Lagt er til að sveitarfélögum verði fækkað úr 74 í níu í nýrri skýrslu efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins um stöðu og framtíð sveitarfélaga á Íslandi. Í skýrslunni er sýnt fram á slæma fjárhagsstöðu sveitarfélaganna almennt og sameining sögð leið til að ná fram alvöru hagræðingu í rekstri þeirra. Sameiningin gæti skapað svigrúm til að færa fleiri stór verkefni frá ríki til sveitarfélaga, samkvæmt skýrslunni, en tilfærsla málefna fatlaðra til sveitarfélaganna hefur verið miklum vandkvæðum bundin. Á Íslandi eru 74 sveitarfélög en 41 þeirra eru með færri en 1000 íbúa, þar af eru sex sveitarfélög með færri en 100 íbúa. Tillögurnar miða að því að landinu yrði skipt í níu hluta. Suðurlandið væri eitt sveitarfélag frá Eyrarbakka að Höfn í Hornafirði. Þaðan tæki austurland við til og með Vopnafirði. Norðausturland frá Bakkafirði að Siglufirði væri eitt sveitarfélag og Norðvesturland frá vestanverðum Tröllaskaga að Borðeyri eitt. Vestfirðir væru eitt sveitarfélag og Vesturland frá Skarðsströnd og að höfuðborgarsvæði væri eitt. Reykjanesskaginn væri eitt sveitarfélag en höfuðborgarsvæðinu væri skipt í tvö sveitarfélög, þ.e. Reykjavík, Seltjarnarnes og Mosfellsbær væri stærsta sveitarfélag landsins og Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður það næststærsta. „Reykjavíkurborg er nú hátt í fjórfalt stærri en næsta sveitarfélag. Samanburður á milli einstakra sveitarfélaga getur verið mjög erfiður og stundum villandi af því þau eru svo ólík í rekstri og umfangi,“ segir Ólafur Loftsson, starfsmaður á efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins. Með sameiningu allra sveitarfélaga í níu stór sveitarfélög mætti leggja niður Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og einfalda regluverk umtalsvert, að mati efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. „Við sjáum að stærri sveitarfélög eiga að skila aukinni stærðarhagkvæmni. Þarna fáum við til að mynda tækifæri til þess að veita betri þjónustu þar sem stærri sveitarfélög eiga auðveldara með að draga til sín sérhæft, vel menntað og reynslumikið fólk til starfa,“ segir Ólafur Loftsson, skýrsluhöfundur og starfsmaður efnahagssviðs SA. „Það hefur verið mikið í umræðunni að færa fleiri verkefni frá ríki til sveitarfélaga en það er einfaldlega ekki hægt þegar við erum með svona mörg lítil sveitarfélög eins og núna. Málefni fatlaðra voru færð yfir árið 2011 en málið er að þau ráða bara ekki við það. Tilfærsla grunnskólanna árið 1996 hafði mjög jákvæð áhrif á sameiningar sveitarfélaganna en yfirfærslan á málefnum fatlaðra hafði engin áhrif til sameiningar af því að þá var ákveðið að stofna þjónustusvæði sem er ekkert annað en viðbótarstjórnsýslustig,“ segir Ólafur. Í skýrslunni kemur fram að samstarfsverkefni sveitarfélaganna séu nú 328 talsins. Samskipti þeirra á milli séu flókin og kostnaðarsöm.Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í FjallabyggðGunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Fjallabyggð sem varð til við sameiningu Ólafsfjarðar og Siglufjarðar árið 2006, segist sammála um að það megi fækka sveitarfélögum. Þessar tillögur gangi þó helst til of langt. „Ég held að þetta sé algjörlega út í hött nema í einhverri langri framtíð. Í raun og veru fer valdið á einn stað langt frá flestum af þessum byggðarkjörnum. Ef það er hagfellt þá er ég sammála því en það má ekki tapa þessari nánd við kjörna fulltrúa og embættismenn, sem óhjákvæmilega yrði. Svo er annað líka. Það ríkir ákveðin samkeppni á milli sveitarfélaga þannig að menn gera vel við sína íbúa. Það verður allt drepið niður með þessu. Þetta er bara miðstýring. Það er eiginlega ótrúlegt að þetta komi úr ranni Samtaka atvinnulífsins.“Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fréttablaðið/DaníelHalldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist hrifinn af hugmyndinni. Hugmyndir í þessa átt hafi komið frá samráðsvettvangi um aukna hagsæld á Íslandi og heyrst í ráðherratíð Kristjáns Möller á þarsíðasta kjörtímabili. „Einfaldasta leiðin á Íslandi væri sú að það væri einhver lágmarks íbúafjöldi lögfestur.“ Halldór segir að slíkt hafi verið gert í Danmörku þar sem sveitarfélög máttu ekki hafa færri en 20 þúsund íbúa. „Við viljum sjá eflingu sveitarstjórnarstigsins með sameiningu sveitarfélaganna en að íbúarnir eigi síðasta orðið. Danirnir fóru þessa Excel-leið og svo gátu sveitarfélögin sjálf ákveðið hverjum þeir vildu sameinast.“ Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Lagt er til að sveitarfélögum verði fækkað úr 74 í níu í nýrri skýrslu efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins um stöðu og framtíð sveitarfélaga á Íslandi. Í skýrslunni er sýnt fram á slæma fjárhagsstöðu sveitarfélaganna almennt og sameining sögð leið til að ná fram alvöru hagræðingu í rekstri þeirra. Sameiningin gæti skapað svigrúm til að færa fleiri stór verkefni frá ríki til sveitarfélaga, samkvæmt skýrslunni, en tilfærsla málefna fatlaðra til sveitarfélaganna hefur verið miklum vandkvæðum bundin. Á Íslandi eru 74 sveitarfélög en 41 þeirra eru með færri en 1000 íbúa, þar af eru sex sveitarfélög með færri en 100 íbúa. Tillögurnar miða að því að landinu yrði skipt í níu hluta. Suðurlandið væri eitt sveitarfélag frá Eyrarbakka að Höfn í Hornafirði. Þaðan tæki austurland við til og með Vopnafirði. Norðausturland frá Bakkafirði að Siglufirði væri eitt sveitarfélag og Norðvesturland frá vestanverðum Tröllaskaga að Borðeyri eitt. Vestfirðir væru eitt sveitarfélag og Vesturland frá Skarðsströnd og að höfuðborgarsvæði væri eitt. Reykjanesskaginn væri eitt sveitarfélag en höfuðborgarsvæðinu væri skipt í tvö sveitarfélög, þ.e. Reykjavík, Seltjarnarnes og Mosfellsbær væri stærsta sveitarfélag landsins og Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður það næststærsta. „Reykjavíkurborg er nú hátt í fjórfalt stærri en næsta sveitarfélag. Samanburður á milli einstakra sveitarfélaga getur verið mjög erfiður og stundum villandi af því þau eru svo ólík í rekstri og umfangi,“ segir Ólafur Loftsson, starfsmaður á efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins. Með sameiningu allra sveitarfélaga í níu stór sveitarfélög mætti leggja niður Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og einfalda regluverk umtalsvert, að mati efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. „Við sjáum að stærri sveitarfélög eiga að skila aukinni stærðarhagkvæmni. Þarna fáum við til að mynda tækifæri til þess að veita betri þjónustu þar sem stærri sveitarfélög eiga auðveldara með að draga til sín sérhæft, vel menntað og reynslumikið fólk til starfa,“ segir Ólafur Loftsson, skýrsluhöfundur og starfsmaður efnahagssviðs SA. „Það hefur verið mikið í umræðunni að færa fleiri verkefni frá ríki til sveitarfélaga en það er einfaldlega ekki hægt þegar við erum með svona mörg lítil sveitarfélög eins og núna. Málefni fatlaðra voru færð yfir árið 2011 en málið er að þau ráða bara ekki við það. Tilfærsla grunnskólanna árið 1996 hafði mjög jákvæð áhrif á sameiningar sveitarfélaganna en yfirfærslan á málefnum fatlaðra hafði engin áhrif til sameiningar af því að þá var ákveðið að stofna þjónustusvæði sem er ekkert annað en viðbótarstjórnsýslustig,“ segir Ólafur. Í skýrslunni kemur fram að samstarfsverkefni sveitarfélaganna séu nú 328 talsins. Samskipti þeirra á milli séu flókin og kostnaðarsöm.Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í FjallabyggðGunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Fjallabyggð sem varð til við sameiningu Ólafsfjarðar og Siglufjarðar árið 2006, segist sammála um að það megi fækka sveitarfélögum. Þessar tillögur gangi þó helst til of langt. „Ég held að þetta sé algjörlega út í hött nema í einhverri langri framtíð. Í raun og veru fer valdið á einn stað langt frá flestum af þessum byggðarkjörnum. Ef það er hagfellt þá er ég sammála því en það má ekki tapa þessari nánd við kjörna fulltrúa og embættismenn, sem óhjákvæmilega yrði. Svo er annað líka. Það ríkir ákveðin samkeppni á milli sveitarfélaga þannig að menn gera vel við sína íbúa. Það verður allt drepið niður með þessu. Þetta er bara miðstýring. Það er eiginlega ótrúlegt að þetta komi úr ranni Samtaka atvinnulífsins.“Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fréttablaðið/DaníelHalldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist hrifinn af hugmyndinni. Hugmyndir í þessa átt hafi komið frá samráðsvettvangi um aukna hagsæld á Íslandi og heyrst í ráðherratíð Kristjáns Möller á þarsíðasta kjörtímabili. „Einfaldasta leiðin á Íslandi væri sú að það væri einhver lágmarks íbúafjöldi lögfestur.“ Halldór segir að slíkt hafi verið gert í Danmörku þar sem sveitarfélög máttu ekki hafa færri en 20 þúsund íbúa. „Við viljum sjá eflingu sveitarstjórnarstigsins með sameiningu sveitarfélaganna en að íbúarnir eigi síðasta orðið. Danirnir fóru þessa Excel-leið og svo gátu sveitarfélögin sjálf ákveðið hverjum þeir vildu sameinast.“
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira