Pirraður Pep loksins að glíma við mótlæti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. desember 2016 07:00 Pep Guardiola var síkvartandi í dómurum leiks Manchester City og Chelsea um helgina. Tveir leikmenn liðsins fengu rauð spjöld fyrir gróf brot í leiknum. Pirringurinn virðist vera að stigmagnast á Etihad-vellinum. vísir/getty Eftir flugstart í upphafi tímabils þar sem Manchester City-lið Peps Guardiola virtist boða nýja tíma í enska boltanum hefur olíuveldinu mikla fatast flugið. Liðið var með fullt hús stiga eftir sex leiki en hefur síðan aðeins nælt sér í tólf stig í átta leikjum. Liðið getur ekki unnið leik á heimavelli og mótlætið virðist fara hressilega í taugarnar á leikmönnum og þjálfara liðsins.Fóru á taugum í toppslagnum Þrátt fyrir að haft mikla yfirburði framan af leik City gegn Chelsea um helgina tókst liðinu ekki að næla í sinn fyrsta heimasigur frá 17. september. Eftir klukkustundarleik jafnaði Chelsea og leikmenn City virtust hreinlega fara á taugum. Það sama má segja um Guardiola sem hafði allt á hornum sér á hliðarlínunni. Reiðin beindist þó síst að hans mönnum, þrátt fyrir slælega frammistöðu. Fjórði dómarinn, Mike Dean, vann yfirvinnu við að taka á móti kvörtunum frá Guardiola sem virtist afar ósáttur við frammistöðu dómara leiksins, Anthonys Taylor. Sífellt tuð og pirringur Guardiola virðist hafa smitast yfir til leikmannanna sem gengu af göflunum skömmu fyrir leikslok. Sergio Aguero lét reka sig út af vellinum eftir glórulausa tæklingu á David Luiz og Fernandino fór sömu leið eftir að hafa hrint Cesc Fabregas yfir auglýsingaskilti. Pressan virðist vera að ná til leikmanna og stjóra City.Ekkert pláss fyrir mistök Ferilskrá Peps er glæsileg og skal engan undra að City hafi leitað til hans til þess að koma félaginu á þennan stað. Ef það er þó hægt að gagnrýna hann fyrir eitthvað er það sú staðreynd að hann hefur alltaf tekið við frábærum liðum með yfirburðastöðu. Aldrei hefur hann glímt við það sem hann stendur nú fyrir frammi fyrir hjá City. Nú tók hann við öldruðu liði sem hafði staðið sig mun verr en efni stóðu til síðustu tvö tímabil. Sóknarlega séð er liðið vissulega vel skipað en þegar kemur að vörninni er liðið án afgerandi leiðtoga. Hingað til hefur liðið aðeins haldið hreinu tvisvar i deildinni sem er ekki boðlegt fyrir lið sem ætlar sér að vinna titilinn. Pep þarf að taka til á flestum vígstöðvum á sama tíma og ætlast er til þess að hann vinni titilinn og fari langt í Meistaradeildinni. Hjá fyrri liðum sínum naut Pep þess að stýra algjörum yfirburðaliðum þannig að einstaklingsgæði leikmanna hans hafa náð að breiða yfir þau vandræði sem gjarnan fylgja aðlögunartímabili nýrra stjóra. Enska deildin er þó öðruvísi en þýsku og spænsku deildirnar og hér berjast fjögur til fimm lið um titilinn á meðan hin liðin gefa ekkert eftir. Ekkert pláss er fyrir mistök líkt og City hefur komist að. Ef ekki hefði verið fyrir frábært gengi í upphafi tímabils væri liðið í bullandi vandræðum.Aðgangsharður við leikmenn sína Pep er þekktur fyrir að vera afar kröfuharður í garð leikmanna sinna og miðað við myndbönd sem sést hafa af honum á æfingu hjá Bayern München getur hann verið ansi aðgangsharður. Er það í algjörri andstöðu við afslappað viðmót forvera Peps í starfi, Manuels Pellegrini. Ekki er ólíklegt að slíkt skapi spennu á milli leikmannanna og Peps, sérstaklega á meðan stigin tikka ekki inn um hverja helgi líkt og undanfarnar vikur. Pirringurinn jókst jafnt og þétt eftir jöfnumarmark Chelsea um helgina og miðað við hvernig leikmenn og þjálfarar brugðust við mótlætinu þarf ekki sérfræðing til að sjá að eitthvað kraumar undir yfirborðinu. „Ég þarf að skilja að þetta er England, ég kom ekki hingað til þess að breyta öllu,“ sagði Pep eftir leikinn gegn Chelsea. Hann stendur nú frammi fyrir alvöru mótlæti í fyrsta sinn á ferli sínum. Hvernig hann bregst við því mun vega þungt þegar ferill hans verður gerður upp að lokum. Enski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Fleiri fréttir Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Eftir flugstart í upphafi tímabils þar sem Manchester City-lið Peps Guardiola virtist boða nýja tíma í enska boltanum hefur olíuveldinu mikla fatast flugið. Liðið var með fullt hús stiga eftir sex leiki en hefur síðan aðeins nælt sér í tólf stig í átta leikjum. Liðið getur ekki unnið leik á heimavelli og mótlætið virðist fara hressilega í taugarnar á leikmönnum og þjálfara liðsins.Fóru á taugum í toppslagnum Þrátt fyrir að haft mikla yfirburði framan af leik City gegn Chelsea um helgina tókst liðinu ekki að næla í sinn fyrsta heimasigur frá 17. september. Eftir klukkustundarleik jafnaði Chelsea og leikmenn City virtust hreinlega fara á taugum. Það sama má segja um Guardiola sem hafði allt á hornum sér á hliðarlínunni. Reiðin beindist þó síst að hans mönnum, þrátt fyrir slælega frammistöðu. Fjórði dómarinn, Mike Dean, vann yfirvinnu við að taka á móti kvörtunum frá Guardiola sem virtist afar ósáttur við frammistöðu dómara leiksins, Anthonys Taylor. Sífellt tuð og pirringur Guardiola virðist hafa smitast yfir til leikmannanna sem gengu af göflunum skömmu fyrir leikslok. Sergio Aguero lét reka sig út af vellinum eftir glórulausa tæklingu á David Luiz og Fernandino fór sömu leið eftir að hafa hrint Cesc Fabregas yfir auglýsingaskilti. Pressan virðist vera að ná til leikmanna og stjóra City.Ekkert pláss fyrir mistök Ferilskrá Peps er glæsileg og skal engan undra að City hafi leitað til hans til þess að koma félaginu á þennan stað. Ef það er þó hægt að gagnrýna hann fyrir eitthvað er það sú staðreynd að hann hefur alltaf tekið við frábærum liðum með yfirburðastöðu. Aldrei hefur hann glímt við það sem hann stendur nú fyrir frammi fyrir hjá City. Nú tók hann við öldruðu liði sem hafði staðið sig mun verr en efni stóðu til síðustu tvö tímabil. Sóknarlega séð er liðið vissulega vel skipað en þegar kemur að vörninni er liðið án afgerandi leiðtoga. Hingað til hefur liðið aðeins haldið hreinu tvisvar i deildinni sem er ekki boðlegt fyrir lið sem ætlar sér að vinna titilinn. Pep þarf að taka til á flestum vígstöðvum á sama tíma og ætlast er til þess að hann vinni titilinn og fari langt í Meistaradeildinni. Hjá fyrri liðum sínum naut Pep þess að stýra algjörum yfirburðaliðum þannig að einstaklingsgæði leikmanna hans hafa náð að breiða yfir þau vandræði sem gjarnan fylgja aðlögunartímabili nýrra stjóra. Enska deildin er þó öðruvísi en þýsku og spænsku deildirnar og hér berjast fjögur til fimm lið um titilinn á meðan hin liðin gefa ekkert eftir. Ekkert pláss er fyrir mistök líkt og City hefur komist að. Ef ekki hefði verið fyrir frábært gengi í upphafi tímabils væri liðið í bullandi vandræðum.Aðgangsharður við leikmenn sína Pep er þekktur fyrir að vera afar kröfuharður í garð leikmanna sinna og miðað við myndbönd sem sést hafa af honum á æfingu hjá Bayern München getur hann verið ansi aðgangsharður. Er það í algjörri andstöðu við afslappað viðmót forvera Peps í starfi, Manuels Pellegrini. Ekki er ólíklegt að slíkt skapi spennu á milli leikmannanna og Peps, sérstaklega á meðan stigin tikka ekki inn um hverja helgi líkt og undanfarnar vikur. Pirringurinn jókst jafnt og þétt eftir jöfnumarmark Chelsea um helgina og miðað við hvernig leikmenn og þjálfarar brugðust við mótlætinu þarf ekki sérfræðing til að sjá að eitthvað kraumar undir yfirborðinu. „Ég þarf að skilja að þetta er England, ég kom ekki hingað til þess að breyta öllu,“ sagði Pep eftir leikinn gegn Chelsea. Hann stendur nú frammi fyrir alvöru mótlæti í fyrsta sinn á ferli sínum. Hvernig hann bregst við því mun vega þungt þegar ferill hans verður gerður upp að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Fleiri fréttir Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira