Innlent

Rúmlega einn milljarður í nýja Vestmannaeyjaferju

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Smíði ferjunnar mun hefjast innan tíðar að öllu óbreyttu.
Smíði ferjunnar mun hefjast innan tíðar að öllu óbreyttu. mynd/vegagerðin
1,1 milljarður verður settur í byggingu nýrrar Vestmannaeyjaferju samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 sem lagt var fram í dag og kynnt á fundi í fjármálaráðuneytinu.

Heildarkostnaður við verkið er um 4,4 milljarðar og dreifist sá kostnaður yfir þriggja ára tímabil. Vegagerðin hefur legið yfir tilboðum í smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju, en norskt fyrirtæki sem átti upphaflega lægsta tilboðið í smíði ferjunnar dró tilboð sitt til baka.

Lægstu tilboðin hljóðuðu upp á 2,6 til 2,7 milljarða króna en það tilboð sem nú er talið vænlegast er upp á 3,2 milljarða króna.

Vonast er til að skipið verði komið í áætlunarferðir eftir rúm tvö ár og að nýting Landeyjahafnar fari upp í 80 til 90 prósent.

Nýja ferjan verður álíka stór og gamli Herjólfur en mun grunnristari auk þess sem skrúfubúnaður á að auðvelda skipstjórum að stýra henni við erfiðar aðstæður. Reiknað er með að nýting Landeyjarhafnar muni snarbatna er nýja skipið verður tekið í notkun.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.