Bakþankar Norðmanna kosta Vegagerðina 600 milljónir króna Svavar Hávarðsson skrifar 24. október 2016 07:00 Smíði ferjunnar mun hefjast innan tíðar að öllu óbreyttu. mynd/vegagerðin Vegagerðin liggur nú yfir tilboðum í smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju, en norskt fyrirtæki sem átti upphaflega lægsta tilboðið í smíði ferjunnar dró tilboð sitt til baka. Áhrif þessa eru þau að kostnaður við smíðina verður nokkru hærri en áætlað var út frá lægstu tilboðum en tefur verkið ekki. Lægstu tilboðin hljóðuðu upp á 2,6 til 2,7 milljarða króna en það tilboð sem nú er talið vænlegast er upp á 3,2 milljarða króna. Upphaflega voru tilboð í nýja ferju opnuð um miðjan september og voru þau lægstu heilum 800 milljónum undir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar sem var um 3,5 milljarðar króna. Norska fyrirtækið Moskenesstraumen AS átti annað af lægstu tilboðunum en dró það til baka án þess að gefa fyrir því sérstakar ástæður. Annars vegar lutu tilboðin að smíði ferjunnar eingöngu en hins vegar að smíði hennar og rekstri til tólf ára. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni voru öll tilboð um smíði og rekstur óaðgengileg og þau hafa verið lögð til hliðar. Vegagerðin staðfestir að litið sé til tilboðs pólsks fyrirtækis – skipasmíðastöðvarinnar Crist SA – sem var það fimmta lægsta. Kínverskt fyrirtæki átti mun lægra tilboð – áþekkt því norska – en þegar tekinn hafði verið með í reikninginn fjarlægðarkostnaður, eftirlit og að koma skipinu til Íslands þá voru önnur tilboð hagstæðari. Munurinn á tilboði pólska fyrirtækisins og því lægsta er um 600 milljónir króna. Þegar það lá fyrir að norska fyrirtækið, sem átti hagstæðasta tilboðið, hafði fallið frá því á síðustu stundu var farin ferð út til að skoða pólsku skipasmíðastöðina til að meta tilboð fyrirtækisins til fullnustu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vonast til að nýr Herjólfur verði tilbúinn haustið 2018 Smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju verður boðin út strax í næstu viku eftir að Alþingi samþykkti verkefnið. 3. júní 2016 19:18 Nýr Herjólfur verður tvinnferja Reiknað er með að ferjan fari í útboð í næsta mánuði. 15. október 2015 20:02 Líkan af nýrri ferju sýndi góða stýriseiginleika og stefnufestu Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun. Vonast er til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. 12. desember 2015 19:45 Þetta er norska ferjan sem gæti bylt samgöngum á sjó Fyrsta stóra rafmagnsferja heims hefur nú siglt áfallalaust í Noregi í hálft ár. 8. nóvember 2015 19:45 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira
Vegagerðin liggur nú yfir tilboðum í smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju, en norskt fyrirtæki sem átti upphaflega lægsta tilboðið í smíði ferjunnar dró tilboð sitt til baka. Áhrif þessa eru þau að kostnaður við smíðina verður nokkru hærri en áætlað var út frá lægstu tilboðum en tefur verkið ekki. Lægstu tilboðin hljóðuðu upp á 2,6 til 2,7 milljarða króna en það tilboð sem nú er talið vænlegast er upp á 3,2 milljarða króna. Upphaflega voru tilboð í nýja ferju opnuð um miðjan september og voru þau lægstu heilum 800 milljónum undir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar sem var um 3,5 milljarðar króna. Norska fyrirtækið Moskenesstraumen AS átti annað af lægstu tilboðunum en dró það til baka án þess að gefa fyrir því sérstakar ástæður. Annars vegar lutu tilboðin að smíði ferjunnar eingöngu en hins vegar að smíði hennar og rekstri til tólf ára. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni voru öll tilboð um smíði og rekstur óaðgengileg og þau hafa verið lögð til hliðar. Vegagerðin staðfestir að litið sé til tilboðs pólsks fyrirtækis – skipasmíðastöðvarinnar Crist SA – sem var það fimmta lægsta. Kínverskt fyrirtæki átti mun lægra tilboð – áþekkt því norska – en þegar tekinn hafði verið með í reikninginn fjarlægðarkostnaður, eftirlit og að koma skipinu til Íslands þá voru önnur tilboð hagstæðari. Munurinn á tilboði pólska fyrirtækisins og því lægsta er um 600 milljónir króna. Þegar það lá fyrir að norska fyrirtækið, sem átti hagstæðasta tilboðið, hafði fallið frá því á síðustu stundu var farin ferð út til að skoða pólsku skipasmíðastöðina til að meta tilboð fyrirtækisins til fullnustu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vonast til að nýr Herjólfur verði tilbúinn haustið 2018 Smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju verður boðin út strax í næstu viku eftir að Alþingi samþykkti verkefnið. 3. júní 2016 19:18 Nýr Herjólfur verður tvinnferja Reiknað er með að ferjan fari í útboð í næsta mánuði. 15. október 2015 20:02 Líkan af nýrri ferju sýndi góða stýriseiginleika og stefnufestu Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun. Vonast er til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. 12. desember 2015 19:45 Þetta er norska ferjan sem gæti bylt samgöngum á sjó Fyrsta stóra rafmagnsferja heims hefur nú siglt áfallalaust í Noregi í hálft ár. 8. nóvember 2015 19:45 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira
Vonast til að nýr Herjólfur verði tilbúinn haustið 2018 Smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju verður boðin út strax í næstu viku eftir að Alþingi samþykkti verkefnið. 3. júní 2016 19:18
Nýr Herjólfur verður tvinnferja Reiknað er með að ferjan fari í útboð í næsta mánuði. 15. október 2015 20:02
Líkan af nýrri ferju sýndi góða stýriseiginleika og stefnufestu Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun. Vonast er til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. 12. desember 2015 19:45
Þetta er norska ferjan sem gæti bylt samgöngum á sjó Fyrsta stóra rafmagnsferja heims hefur nú siglt áfallalaust í Noregi í hálft ár. 8. nóvember 2015 19:45