Segir hönnun Herjólfs þá bestu þrátt fyrir vonbrigði Kristján Már Unnarsson skrifar 31. mars 2016 16:00 Nýja Vestmannaeyjaferjan, eins og útlit hennar er sýnt á grafískri mynd. „Módelprófanir af ferju hafa leitt í ljós að ferjan uppfyllir ekki þær kröfur sem gerðar voru til hennar,“ segir í tveggja mánaða gömlu minnisblaði Vegagerðarinnar um nýja Vestmannaeyjaferju. Fréttavefurinn eyjar.net greinir frá þessu og birtir minnisblaðið í heild. Þar kemur fram að breyta þurfi mati á frátöfum frá því sem sett var fram í maímánuði síðastliðið vor. „Þótt þetta séu vissulega vonbrigði þá teljum við að við séum þrátt fyrir það með það besta sem við getum kallað fram í þessu skipi,“ sagði Friðfinnur Skaftason, formaður stýrihóps um nýja Vestmannaeyjaferju, þegar fréttastofa 365-miðla leitaði viðbragða. Friðfinnur segir að þótt prófanir sýni að ferjan standist ekki upphaflegar kröfur sé niðurstaðan samt sem áður sú að hún muni stórbæta samgöngur til Eyja og nýting Landeyjahafnar muni aukast verulega.Frá líkanaprófun í Danmörku. Í minnisblaðinu, sem Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni ritaði, segir ennfremur: „Mat undirritaðs er að siglt verði 78-86% af tímanum til Landeyjahafnar á ári. Yfir háveturinn, frá desember til mars, getur það farið í allt að 50% af tímanum í viðkomandi mánuði. Reyndar ef óvissa um dýpi er til staðar þá getur það jafnvel orðið meira.“ Áætlaður er fjöldi daga sem siglingar falla niður til Landeyjahafnar á ári. Lágspá gerir ráð fyrir að 28 dagar falli niður, miðspá að 23 dagar falli niður og háspá að 18 dagar falli niður. Segir að óvissa sé um matið en reynt sé að hafa það varkárt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er nú innan ráðuneyta innanríkis- og fjármála verið að leggja lokahönd á undirbúning útboðs og talið líklegt að ákvörðun verði kynnt í ríkisstjórn í næstu viku. Nýjan ferjan er hönnuð til að flytja 540 farþega yfir sumartímann en 390 yfir vetrarmánuði. Hún á að geta flutt allt að 73 fólksbíla og 5 flutningabíla. Í frétt Stöðvar 2 í desember mátti sjá ferjuna í módelprófunum. Tengdar fréttir Líkan af nýrri ferju sýndi góða stýriseiginleika og stefnufestu Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun. Vonast er til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. 12. desember 2015 19:45 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
„Módelprófanir af ferju hafa leitt í ljós að ferjan uppfyllir ekki þær kröfur sem gerðar voru til hennar,“ segir í tveggja mánaða gömlu minnisblaði Vegagerðarinnar um nýja Vestmannaeyjaferju. Fréttavefurinn eyjar.net greinir frá þessu og birtir minnisblaðið í heild. Þar kemur fram að breyta þurfi mati á frátöfum frá því sem sett var fram í maímánuði síðastliðið vor. „Þótt þetta séu vissulega vonbrigði þá teljum við að við séum þrátt fyrir það með það besta sem við getum kallað fram í þessu skipi,“ sagði Friðfinnur Skaftason, formaður stýrihóps um nýja Vestmannaeyjaferju, þegar fréttastofa 365-miðla leitaði viðbragða. Friðfinnur segir að þótt prófanir sýni að ferjan standist ekki upphaflegar kröfur sé niðurstaðan samt sem áður sú að hún muni stórbæta samgöngur til Eyja og nýting Landeyjahafnar muni aukast verulega.Frá líkanaprófun í Danmörku. Í minnisblaðinu, sem Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni ritaði, segir ennfremur: „Mat undirritaðs er að siglt verði 78-86% af tímanum til Landeyjahafnar á ári. Yfir háveturinn, frá desember til mars, getur það farið í allt að 50% af tímanum í viðkomandi mánuði. Reyndar ef óvissa um dýpi er til staðar þá getur það jafnvel orðið meira.“ Áætlaður er fjöldi daga sem siglingar falla niður til Landeyjahafnar á ári. Lágspá gerir ráð fyrir að 28 dagar falli niður, miðspá að 23 dagar falli niður og háspá að 18 dagar falli niður. Segir að óvissa sé um matið en reynt sé að hafa það varkárt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er nú innan ráðuneyta innanríkis- og fjármála verið að leggja lokahönd á undirbúning útboðs og talið líklegt að ákvörðun verði kynnt í ríkisstjórn í næstu viku. Nýjan ferjan er hönnuð til að flytja 540 farþega yfir sumartímann en 390 yfir vetrarmánuði. Hún á að geta flutt allt að 73 fólksbíla og 5 flutningabíla. Í frétt Stöðvar 2 í desember mátti sjá ferjuna í módelprófunum.
Tengdar fréttir Líkan af nýrri ferju sýndi góða stýriseiginleika og stefnufestu Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun. Vonast er til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. 12. desember 2015 19:45 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Líkan af nýrri ferju sýndi góða stýriseiginleika og stefnufestu Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun. Vonast er til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. 12. desember 2015 19:45