Fjárlagafrumvarp vonbrigði að mati starfsfólks Landspítalans Sveinn Arnarsson skrifar 7. desember 2016 07:00 Læknir og framkvæmdastjóri fjármálasviðs LSH gagnrýnir fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar harðlega. „Þetta eru óraunhæf viðbrögð við margumræddri aukningu á eftirspurn og mun augljóslega leiða að óbreyttu til skerðingar á þjónustu. Við treystum því að ný ríkisstjórn muni bæta um betur. Að öðrum kosti bíður nýs ráðherra það erfiða og óvinsæla verkefni að ákveða hvaða þjónusta skuli falla niður. Það væri þvert á þau loforð allra flokka sem voru gefin fyrir kosningar,“ segir María Heimisdóttir, læknir og framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans, þegar hún er innt eftir svörum um nýtt fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar. Fyrir kosningar þann 29. október síðastliðinn voru allir flokkar á einu máli um að nú væri komið að því að efla heilbrigðiskerfið og veita meira fé en áður til Landspítala-Háskólasjúkrahúss. María sagði í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2, ekki alls fyrir löngu, að ef vel ætti að vera þyrfti spítalinn um 12 milljarða innspýtingu til rekstrarins. Spítalinn, sem flaggskip íslenskrar heilbrigðisþjónustu, hefur á síðustu árum þurft að skera niður í rekstri sínum og sýna aðhald sem væri komið að þolmörkum.María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala.„Þetta eru mikil vonbrigði, ekki síst vegna þess að frumvarpið er í andstöðu við þau orð sem stjórnmálaflokkarnir höfðu uppi fyrir kosningar. Þetta frumvarp horfir þannig við okkur á Landspítalanum,“ segir María „Stærstur hluti þeirra viðbótar sem þarna eru sýndar fyrir Landspítalann er vegna launa og verðlagsbóta. Hækkun vegna launa skýrist nánast alfarið vegna kjarasamninga sem fjármálaráðuneytið hefur gert við stéttarfélögin.“ Um það bil fjórir milljarðar aukalega eru lagðir í heilbrigðisþjónustuna. Samkvæmt varfærnum útreikningum gætu um þrír fjórðu þess fjármagns farið einvörðungu í laun. Því er einn milljarður sem eftir stendur sem mun dreifast á heilbrigðisþjónustu landsins. María segir að nú sé lag. Nýtt þing gangi óbundið að vinnu við fjárlögin. Enginn meirihluti hefur myndast og því leikur einn að ná samstöðu um að bæta fé inn í heilbrigðisþjónustuna. „Við treystum því að þingmenn taki ákvarðanir í takt við það sem fram kom hjá stjórnmálaflokkum fyrir kosningar. Þar var uppi sterkur, samróma vilji til að efla heilbrigðiskerfið og þar með talið Landspítalann.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
„Þetta eru óraunhæf viðbrögð við margumræddri aukningu á eftirspurn og mun augljóslega leiða að óbreyttu til skerðingar á þjónustu. Við treystum því að ný ríkisstjórn muni bæta um betur. Að öðrum kosti bíður nýs ráðherra það erfiða og óvinsæla verkefni að ákveða hvaða þjónusta skuli falla niður. Það væri þvert á þau loforð allra flokka sem voru gefin fyrir kosningar,“ segir María Heimisdóttir, læknir og framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans, þegar hún er innt eftir svörum um nýtt fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar. Fyrir kosningar þann 29. október síðastliðinn voru allir flokkar á einu máli um að nú væri komið að því að efla heilbrigðiskerfið og veita meira fé en áður til Landspítala-Háskólasjúkrahúss. María sagði í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2, ekki alls fyrir löngu, að ef vel ætti að vera þyrfti spítalinn um 12 milljarða innspýtingu til rekstrarins. Spítalinn, sem flaggskip íslenskrar heilbrigðisþjónustu, hefur á síðustu árum þurft að skera niður í rekstri sínum og sýna aðhald sem væri komið að þolmörkum.María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala.„Þetta eru mikil vonbrigði, ekki síst vegna þess að frumvarpið er í andstöðu við þau orð sem stjórnmálaflokkarnir höfðu uppi fyrir kosningar. Þetta frumvarp horfir þannig við okkur á Landspítalanum,“ segir María „Stærstur hluti þeirra viðbótar sem þarna eru sýndar fyrir Landspítalann er vegna launa og verðlagsbóta. Hækkun vegna launa skýrist nánast alfarið vegna kjarasamninga sem fjármálaráðuneytið hefur gert við stéttarfélögin.“ Um það bil fjórir milljarðar aukalega eru lagðir í heilbrigðisþjónustuna. Samkvæmt varfærnum útreikningum gætu um þrír fjórðu þess fjármagns farið einvörðungu í laun. Því er einn milljarður sem eftir stendur sem mun dreifast á heilbrigðisþjónustu landsins. María segir að nú sé lag. Nýtt þing gangi óbundið að vinnu við fjárlögin. Enginn meirihluti hefur myndast og því leikur einn að ná samstöðu um að bæta fé inn í heilbrigðisþjónustuna. „Við treystum því að þingmenn taki ákvarðanir í takt við það sem fram kom hjá stjórnmálaflokkum fyrir kosningar. Þar var uppi sterkur, samróma vilji til að efla heilbrigðiskerfið og þar með talið Landspítalann.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira