Fjárlagafrumvarp vonbrigði að mati starfsfólks Landspítalans Sveinn Arnarsson skrifar 7. desember 2016 07:00 Læknir og framkvæmdastjóri fjármálasviðs LSH gagnrýnir fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar harðlega. „Þetta eru óraunhæf viðbrögð við margumræddri aukningu á eftirspurn og mun augljóslega leiða að óbreyttu til skerðingar á þjónustu. Við treystum því að ný ríkisstjórn muni bæta um betur. Að öðrum kosti bíður nýs ráðherra það erfiða og óvinsæla verkefni að ákveða hvaða þjónusta skuli falla niður. Það væri þvert á þau loforð allra flokka sem voru gefin fyrir kosningar,“ segir María Heimisdóttir, læknir og framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans, þegar hún er innt eftir svörum um nýtt fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar. Fyrir kosningar þann 29. október síðastliðinn voru allir flokkar á einu máli um að nú væri komið að því að efla heilbrigðiskerfið og veita meira fé en áður til Landspítala-Háskólasjúkrahúss. María sagði í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2, ekki alls fyrir löngu, að ef vel ætti að vera þyrfti spítalinn um 12 milljarða innspýtingu til rekstrarins. Spítalinn, sem flaggskip íslenskrar heilbrigðisþjónustu, hefur á síðustu árum þurft að skera niður í rekstri sínum og sýna aðhald sem væri komið að þolmörkum.María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala.„Þetta eru mikil vonbrigði, ekki síst vegna þess að frumvarpið er í andstöðu við þau orð sem stjórnmálaflokkarnir höfðu uppi fyrir kosningar. Þetta frumvarp horfir þannig við okkur á Landspítalanum,“ segir María „Stærstur hluti þeirra viðbótar sem þarna eru sýndar fyrir Landspítalann er vegna launa og verðlagsbóta. Hækkun vegna launa skýrist nánast alfarið vegna kjarasamninga sem fjármálaráðuneytið hefur gert við stéttarfélögin.“ Um það bil fjórir milljarðar aukalega eru lagðir í heilbrigðisþjónustuna. Samkvæmt varfærnum útreikningum gætu um þrír fjórðu þess fjármagns farið einvörðungu í laun. Því er einn milljarður sem eftir stendur sem mun dreifast á heilbrigðisþjónustu landsins. María segir að nú sé lag. Nýtt þing gangi óbundið að vinnu við fjárlögin. Enginn meirihluti hefur myndast og því leikur einn að ná samstöðu um að bæta fé inn í heilbrigðisþjónustuna. „Við treystum því að þingmenn taki ákvarðanir í takt við það sem fram kom hjá stjórnmálaflokkum fyrir kosningar. Þar var uppi sterkur, samróma vilji til að efla heilbrigðiskerfið og þar með talið Landspítalann.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
„Þetta eru óraunhæf viðbrögð við margumræddri aukningu á eftirspurn og mun augljóslega leiða að óbreyttu til skerðingar á þjónustu. Við treystum því að ný ríkisstjórn muni bæta um betur. Að öðrum kosti bíður nýs ráðherra það erfiða og óvinsæla verkefni að ákveða hvaða þjónusta skuli falla niður. Það væri þvert á þau loforð allra flokka sem voru gefin fyrir kosningar,“ segir María Heimisdóttir, læknir og framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans, þegar hún er innt eftir svörum um nýtt fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar. Fyrir kosningar þann 29. október síðastliðinn voru allir flokkar á einu máli um að nú væri komið að því að efla heilbrigðiskerfið og veita meira fé en áður til Landspítala-Háskólasjúkrahúss. María sagði í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2, ekki alls fyrir löngu, að ef vel ætti að vera þyrfti spítalinn um 12 milljarða innspýtingu til rekstrarins. Spítalinn, sem flaggskip íslenskrar heilbrigðisþjónustu, hefur á síðustu árum þurft að skera niður í rekstri sínum og sýna aðhald sem væri komið að þolmörkum.María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala.„Þetta eru mikil vonbrigði, ekki síst vegna þess að frumvarpið er í andstöðu við þau orð sem stjórnmálaflokkarnir höfðu uppi fyrir kosningar. Þetta frumvarp horfir þannig við okkur á Landspítalanum,“ segir María „Stærstur hluti þeirra viðbótar sem þarna eru sýndar fyrir Landspítalann er vegna launa og verðlagsbóta. Hækkun vegna launa skýrist nánast alfarið vegna kjarasamninga sem fjármálaráðuneytið hefur gert við stéttarfélögin.“ Um það bil fjórir milljarðar aukalega eru lagðir í heilbrigðisþjónustuna. Samkvæmt varfærnum útreikningum gætu um þrír fjórðu þess fjármagns farið einvörðungu í laun. Því er einn milljarður sem eftir stendur sem mun dreifast á heilbrigðisþjónustu landsins. María segir að nú sé lag. Nýtt þing gangi óbundið að vinnu við fjárlögin. Enginn meirihluti hefur myndast og því leikur einn að ná samstöðu um að bæta fé inn í heilbrigðisþjónustuna. „Við treystum því að þingmenn taki ákvarðanir í takt við það sem fram kom hjá stjórnmálaflokkum fyrir kosningar. Þar var uppi sterkur, samróma vilji til að efla heilbrigðiskerfið og þar með talið Landspítalann.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira