Fjárlagafrumvarp vonbrigði að mati starfsfólks Landspítalans Sveinn Arnarsson skrifar 7. desember 2016 07:00 Læknir og framkvæmdastjóri fjármálasviðs LSH gagnrýnir fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar harðlega. „Þetta eru óraunhæf viðbrögð við margumræddri aukningu á eftirspurn og mun augljóslega leiða að óbreyttu til skerðingar á þjónustu. Við treystum því að ný ríkisstjórn muni bæta um betur. Að öðrum kosti bíður nýs ráðherra það erfiða og óvinsæla verkefni að ákveða hvaða þjónusta skuli falla niður. Það væri þvert á þau loforð allra flokka sem voru gefin fyrir kosningar,“ segir María Heimisdóttir, læknir og framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans, þegar hún er innt eftir svörum um nýtt fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar. Fyrir kosningar þann 29. október síðastliðinn voru allir flokkar á einu máli um að nú væri komið að því að efla heilbrigðiskerfið og veita meira fé en áður til Landspítala-Háskólasjúkrahúss. María sagði í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2, ekki alls fyrir löngu, að ef vel ætti að vera þyrfti spítalinn um 12 milljarða innspýtingu til rekstrarins. Spítalinn, sem flaggskip íslenskrar heilbrigðisþjónustu, hefur á síðustu árum þurft að skera niður í rekstri sínum og sýna aðhald sem væri komið að þolmörkum.María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala.„Þetta eru mikil vonbrigði, ekki síst vegna þess að frumvarpið er í andstöðu við þau orð sem stjórnmálaflokkarnir höfðu uppi fyrir kosningar. Þetta frumvarp horfir þannig við okkur á Landspítalanum,“ segir María „Stærstur hluti þeirra viðbótar sem þarna eru sýndar fyrir Landspítalann er vegna launa og verðlagsbóta. Hækkun vegna launa skýrist nánast alfarið vegna kjarasamninga sem fjármálaráðuneytið hefur gert við stéttarfélögin.“ Um það bil fjórir milljarðar aukalega eru lagðir í heilbrigðisþjónustuna. Samkvæmt varfærnum útreikningum gætu um þrír fjórðu þess fjármagns farið einvörðungu í laun. Því er einn milljarður sem eftir stendur sem mun dreifast á heilbrigðisþjónustu landsins. María segir að nú sé lag. Nýtt þing gangi óbundið að vinnu við fjárlögin. Enginn meirihluti hefur myndast og því leikur einn að ná samstöðu um að bæta fé inn í heilbrigðisþjónustuna. „Við treystum því að þingmenn taki ákvarðanir í takt við það sem fram kom hjá stjórnmálaflokkum fyrir kosningar. Þar var uppi sterkur, samróma vilji til að efla heilbrigðiskerfið og þar með talið Landspítalann.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira
„Þetta eru óraunhæf viðbrögð við margumræddri aukningu á eftirspurn og mun augljóslega leiða að óbreyttu til skerðingar á þjónustu. Við treystum því að ný ríkisstjórn muni bæta um betur. Að öðrum kosti bíður nýs ráðherra það erfiða og óvinsæla verkefni að ákveða hvaða þjónusta skuli falla niður. Það væri þvert á þau loforð allra flokka sem voru gefin fyrir kosningar,“ segir María Heimisdóttir, læknir og framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans, þegar hún er innt eftir svörum um nýtt fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar. Fyrir kosningar þann 29. október síðastliðinn voru allir flokkar á einu máli um að nú væri komið að því að efla heilbrigðiskerfið og veita meira fé en áður til Landspítala-Háskólasjúkrahúss. María sagði í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2, ekki alls fyrir löngu, að ef vel ætti að vera þyrfti spítalinn um 12 milljarða innspýtingu til rekstrarins. Spítalinn, sem flaggskip íslenskrar heilbrigðisþjónustu, hefur á síðustu árum þurft að skera niður í rekstri sínum og sýna aðhald sem væri komið að þolmörkum.María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala.„Þetta eru mikil vonbrigði, ekki síst vegna þess að frumvarpið er í andstöðu við þau orð sem stjórnmálaflokkarnir höfðu uppi fyrir kosningar. Þetta frumvarp horfir þannig við okkur á Landspítalanum,“ segir María „Stærstur hluti þeirra viðbótar sem þarna eru sýndar fyrir Landspítalann er vegna launa og verðlagsbóta. Hækkun vegna launa skýrist nánast alfarið vegna kjarasamninga sem fjármálaráðuneytið hefur gert við stéttarfélögin.“ Um það bil fjórir milljarðar aukalega eru lagðir í heilbrigðisþjónustuna. Samkvæmt varfærnum útreikningum gætu um þrír fjórðu þess fjármagns farið einvörðungu í laun. Því er einn milljarður sem eftir stendur sem mun dreifast á heilbrigðisþjónustu landsins. María segir að nú sé lag. Nýtt þing gangi óbundið að vinnu við fjárlögin. Enginn meirihluti hefur myndast og því leikur einn að ná samstöðu um að bæta fé inn í heilbrigðisþjónustuna. „Við treystum því að þingmenn taki ákvarðanir í takt við það sem fram kom hjá stjórnmálaflokkum fyrir kosningar. Þar var uppi sterkur, samróma vilji til að efla heilbrigðiskerfið og þar með talið Landspítalann.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira