Fjárlagafrumvarp vonbrigði að mati starfsfólks Landspítalans Sveinn Arnarsson skrifar 7. desember 2016 07:00 Læknir og framkvæmdastjóri fjármálasviðs LSH gagnrýnir fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar harðlega. „Þetta eru óraunhæf viðbrögð við margumræddri aukningu á eftirspurn og mun augljóslega leiða að óbreyttu til skerðingar á þjónustu. Við treystum því að ný ríkisstjórn muni bæta um betur. Að öðrum kosti bíður nýs ráðherra það erfiða og óvinsæla verkefni að ákveða hvaða þjónusta skuli falla niður. Það væri þvert á þau loforð allra flokka sem voru gefin fyrir kosningar,“ segir María Heimisdóttir, læknir og framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans, þegar hún er innt eftir svörum um nýtt fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar. Fyrir kosningar þann 29. október síðastliðinn voru allir flokkar á einu máli um að nú væri komið að því að efla heilbrigðiskerfið og veita meira fé en áður til Landspítala-Háskólasjúkrahúss. María sagði í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2, ekki alls fyrir löngu, að ef vel ætti að vera þyrfti spítalinn um 12 milljarða innspýtingu til rekstrarins. Spítalinn, sem flaggskip íslenskrar heilbrigðisþjónustu, hefur á síðustu árum þurft að skera niður í rekstri sínum og sýna aðhald sem væri komið að þolmörkum.María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala.„Þetta eru mikil vonbrigði, ekki síst vegna þess að frumvarpið er í andstöðu við þau orð sem stjórnmálaflokkarnir höfðu uppi fyrir kosningar. Þetta frumvarp horfir þannig við okkur á Landspítalanum,“ segir María „Stærstur hluti þeirra viðbótar sem þarna eru sýndar fyrir Landspítalann er vegna launa og verðlagsbóta. Hækkun vegna launa skýrist nánast alfarið vegna kjarasamninga sem fjármálaráðuneytið hefur gert við stéttarfélögin.“ Um það bil fjórir milljarðar aukalega eru lagðir í heilbrigðisþjónustuna. Samkvæmt varfærnum útreikningum gætu um þrír fjórðu þess fjármagns farið einvörðungu í laun. Því er einn milljarður sem eftir stendur sem mun dreifast á heilbrigðisþjónustu landsins. María segir að nú sé lag. Nýtt þing gangi óbundið að vinnu við fjárlögin. Enginn meirihluti hefur myndast og því leikur einn að ná samstöðu um að bæta fé inn í heilbrigðisþjónustuna. „Við treystum því að þingmenn taki ákvarðanir í takt við það sem fram kom hjá stjórnmálaflokkum fyrir kosningar. Þar var uppi sterkur, samróma vilji til að efla heilbrigðiskerfið og þar með talið Landspítalann.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
„Þetta eru óraunhæf viðbrögð við margumræddri aukningu á eftirspurn og mun augljóslega leiða að óbreyttu til skerðingar á þjónustu. Við treystum því að ný ríkisstjórn muni bæta um betur. Að öðrum kosti bíður nýs ráðherra það erfiða og óvinsæla verkefni að ákveða hvaða þjónusta skuli falla niður. Það væri þvert á þau loforð allra flokka sem voru gefin fyrir kosningar,“ segir María Heimisdóttir, læknir og framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans, þegar hún er innt eftir svörum um nýtt fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar. Fyrir kosningar þann 29. október síðastliðinn voru allir flokkar á einu máli um að nú væri komið að því að efla heilbrigðiskerfið og veita meira fé en áður til Landspítala-Háskólasjúkrahúss. María sagði í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2, ekki alls fyrir löngu, að ef vel ætti að vera þyrfti spítalinn um 12 milljarða innspýtingu til rekstrarins. Spítalinn, sem flaggskip íslenskrar heilbrigðisþjónustu, hefur á síðustu árum þurft að skera niður í rekstri sínum og sýna aðhald sem væri komið að þolmörkum.María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala.„Þetta eru mikil vonbrigði, ekki síst vegna þess að frumvarpið er í andstöðu við þau orð sem stjórnmálaflokkarnir höfðu uppi fyrir kosningar. Þetta frumvarp horfir þannig við okkur á Landspítalanum,“ segir María „Stærstur hluti þeirra viðbótar sem þarna eru sýndar fyrir Landspítalann er vegna launa og verðlagsbóta. Hækkun vegna launa skýrist nánast alfarið vegna kjarasamninga sem fjármálaráðuneytið hefur gert við stéttarfélögin.“ Um það bil fjórir milljarðar aukalega eru lagðir í heilbrigðisþjónustuna. Samkvæmt varfærnum útreikningum gætu um þrír fjórðu þess fjármagns farið einvörðungu í laun. Því er einn milljarður sem eftir stendur sem mun dreifast á heilbrigðisþjónustu landsins. María segir að nú sé lag. Nýtt þing gangi óbundið að vinnu við fjárlögin. Enginn meirihluti hefur myndast og því leikur einn að ná samstöðu um að bæta fé inn í heilbrigðisþjónustuna. „Við treystum því að þingmenn taki ákvarðanir í takt við það sem fram kom hjá stjórnmálaflokkum fyrir kosningar. Þar var uppi sterkur, samróma vilji til að efla heilbrigðiskerfið og þar með talið Landspítalann.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira