Forstjóri LHG: Ísland varðskipalaust 165 daga ársins, þyrlu skilað og starfsmönnum sagt upp Gissur Sigurðsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 7. desember 2016 12:05 Gæslan gat áður aflað sér tekna með þátttöku í verkefnum erlendis en sértekjur af slíkum verkefnum frá 2010-2015 voru að meðaltali um 700 milljónir króna á ári. Sá möguleiki er ekki lengur fyrir hendi að sögn Georgs Lárussonar. Vísir/Vilhelm Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að komið sé að vendipunkti hjá starfsemi Gæslunnar með frumvarpi um fjárlög sem lögð verða fram á Alþingi í dag. Fyrir liggi að segja þurfi upp áhöfn af varðskipi og 165 daga á ári verði ekkert varðskipt við Íslandsstrendur, sem sé algjörlega óviðunandi. Fjárlagafrumvarpið var kynnt í gær en þar kemur fram að fjárlög til Landhelgisgæslunnar séu svipuð á milli ára, um 3,8 milljarðar króna. Miðað við óbreyttar fjárveitingar sé krefjandi verkefni fyrir Gæsluna að standa undir sínum helstu lögbundnu skyldum, og því þurfi að fækka um eina varðskipsáhöfn á næsta ári auk þess sem draga þurfi úr annarri starfsemi.Verulegur niðurskurður Gæslan óskar eftir auknu rekstrarframlagi á næsta ári en það sé nauðsynlegt til að halda úti einu varðskipti allt árið og vera með þrjár þyrlur og eina flugvél í rekstri. „ Við höfum óskað eftir 300 milljónum til að standa straum af algjörri lágmarksviðbragðsgetu. Í raun og veru vantar okkur 1,5 milljarð inn í starfsemina til að geta sinnt lögbundnu hlutverki okkar með viðunandi hætti. Þetta þýðir í raun það að við þurfum að skera verulega niður,“ segir Georg í samtali við fréttastofu. Gæslan gat áður aflað sér tekna með þátttöku í verkefnum erlendis en sértekjur af slíkum verkefnum frá 2010-2015 voru að meðaltali um 700 milljónir króna á ári. „Við höfum haft þá stefnu hér að barma okkur ekki og höfum aflað okkur peninga sjálf í útlöndum. Nú er sá möguleiki ekki lengur fyrir hendi. Vegna þessa höfum við biðlað til stjórnvalda um leiðréttingu sem nemur þessari fjárhæð, til að geta haldið okkur á floti,“ segir Georg.Munu falla fram af bjarginu „Við treystum á að nýkjörið þing taki á þessu máli og leiðrétti þetta. Ef ekki horfum við fram á neyðarástand í björgunar- og viðbragsgetu í þessu landi.“ Fáist ekki viðbótarframlagið upp á 300 milljónir króna sé ljóst að segja þurfi upp áhöfn á varðskipi og skila annarri þyrlunni sem Gæslan hafi á leigu. Þriðja þyrlan er í eigu Gæslunnar. „Samkvæmt okkar úreikningum er þetta þannig að við munum aðeins geta haldið úti varðskipi sem nemur 200 dögum á ári. Það verður þá ekkert varðskip við íslands strendur 165 daga á ári, sem er algjörlega óviðunandi.“ Staðan sé ekki góð.„Nú erum við komin á þann stað að við munum falla fram af bjarginu.“ Alþingi Fjárlagafrumvarp 2017 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira
Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að komið sé að vendipunkti hjá starfsemi Gæslunnar með frumvarpi um fjárlög sem lögð verða fram á Alþingi í dag. Fyrir liggi að segja þurfi upp áhöfn af varðskipi og 165 daga á ári verði ekkert varðskipt við Íslandsstrendur, sem sé algjörlega óviðunandi. Fjárlagafrumvarpið var kynnt í gær en þar kemur fram að fjárlög til Landhelgisgæslunnar séu svipuð á milli ára, um 3,8 milljarðar króna. Miðað við óbreyttar fjárveitingar sé krefjandi verkefni fyrir Gæsluna að standa undir sínum helstu lögbundnu skyldum, og því þurfi að fækka um eina varðskipsáhöfn á næsta ári auk þess sem draga þurfi úr annarri starfsemi.Verulegur niðurskurður Gæslan óskar eftir auknu rekstrarframlagi á næsta ári en það sé nauðsynlegt til að halda úti einu varðskipti allt árið og vera með þrjár þyrlur og eina flugvél í rekstri. „ Við höfum óskað eftir 300 milljónum til að standa straum af algjörri lágmarksviðbragðsgetu. Í raun og veru vantar okkur 1,5 milljarð inn í starfsemina til að geta sinnt lögbundnu hlutverki okkar með viðunandi hætti. Þetta þýðir í raun það að við þurfum að skera verulega niður,“ segir Georg í samtali við fréttastofu. Gæslan gat áður aflað sér tekna með þátttöku í verkefnum erlendis en sértekjur af slíkum verkefnum frá 2010-2015 voru að meðaltali um 700 milljónir króna á ári. „Við höfum haft þá stefnu hér að barma okkur ekki og höfum aflað okkur peninga sjálf í útlöndum. Nú er sá möguleiki ekki lengur fyrir hendi. Vegna þessa höfum við biðlað til stjórnvalda um leiðréttingu sem nemur þessari fjárhæð, til að geta haldið okkur á floti,“ segir Georg.Munu falla fram af bjarginu „Við treystum á að nýkjörið þing taki á þessu máli og leiðrétti þetta. Ef ekki horfum við fram á neyðarástand í björgunar- og viðbragsgetu í þessu landi.“ Fáist ekki viðbótarframlagið upp á 300 milljónir króna sé ljóst að segja þurfi upp áhöfn á varðskipi og skila annarri þyrlunni sem Gæslan hafi á leigu. Þriðja þyrlan er í eigu Gæslunnar. „Samkvæmt okkar úreikningum er þetta þannig að við munum aðeins geta haldið úti varðskipi sem nemur 200 dögum á ári. Það verður þá ekkert varðskip við íslands strendur 165 daga á ári, sem er algjörlega óviðunandi.“ Staðan sé ekki góð.„Nú erum við komin á þann stað að við munum falla fram af bjarginu.“
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2017 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira