Innlent

Mótmæla fyrirhuguðum lokunum í miðbænum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Miðbæjarfélagið mótmælir fyrirhuguðum lokunum í miðbænum og segir að borgaryfirvöld taki ekkert mark á athugasemdum rekstraraðila.
Miðbæjarfélagið mótmælir fyrirhuguðum lokunum í miðbænum og segir að borgaryfirvöld taki ekkert mark á athugasemdum rekstraraðila. Vísir/GVA
Miðbæjarfélagið, hagsmunafélag atvinnurekenda og eigenda atvinnuhúsnæðis í miðbæ Reykjavíkur mótmælir harðlega fyrirhuguðum lokunum á neðri hluta Skólavörðustígs og Laugavegar nú á aðventu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Sömu götum var einnig lokað í fyrra.

Í tilkynningunni segir félagið að reynslan hafi sýnt að verslun dregst verulega saman þegar götunum er lokað, sér í lagi að vetrarlagi þegar allra veðra er von. Ekkert mark hafi verið tekið á ítrekuðum athugasemdum rekstaraðila og telur Miðbæjarfélagið að borgaryfirvöld skorti skilning á þörfum atvinnurekstrar í miðbænum.

Félagið gagrýnir jafnframt orð Hjálmar Sveinssonar borgarfulltrúa um að mikil fólksfjölgun hafi orðið í miðborginni, en í tilkynningu félagsins segir að mun færri séu á ferli í miðbænum nú en fyrir nokkrum áratugum. 

Segir jafnframt í tilkynningunni að þegar Austurstræti hafi verið lokað á sínum tíma hafi verið þess skammt að bíða að öll verslun vestan við lokunina liði undir lok og að sama þróun hafi orðið á Laugavegi, að undanskilinni verslunum sem þjónusti ferðamenn.

Telur félagið að öflug atvinnustarfsemi muni ekki ná að dafna í miðbænum nema með góðu aðgengi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×