Viðskipti innlent

Viðskiptavinir geta skilað Brúneggjum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Brúnegg sem keypt voru með góðri samvisku á dögunum.
Brúnegg sem keypt voru með góðri samvisku á dögunum. Mynd/Jón Ingi

Verslanir Bónus, Krónunnar, Hagkaupa og Melabúðin, þín verslun, hafa ákveðið að taka öll egg frá Brúnegg ehf. úr sölu í kjölfar Kastljóss-þáttar gærkvöldsins.



Þar kom fram að neytendur hafa verið blekktir árum saman, forsvarsmenn Brúneggja merkt framleiðslu sína sem vistvæna, án þess nokkurn tímann að uppfylla þau skilyrði sem sú reglugerð setti. Þá lét Matvælastofnun undir höfuð leggjast að upplýsa neytendur um málið.



Þá munu verslanirnar að sama skapi gera viðskiptavinum sínum kleift að skila inn eggjum Brúneggja gegn endurgreiðslu.



Sjá einnig: Neytendur blekktir árum saman



„Vilji viðskiptavinir skila eggjunum til okkar þá er það bara sjálfsagt,“ segir Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa í samtali við Vísi.



Talsmaður Melabúðarinnar segir að verslunin fari fram á kassakvittun vilji fólk fá endurgreitt. Þá muni verslunin einungis endurgreiða fulla eggjabakka.



Sjá einnig: Landbúnaðarráðherra segir mál Brúneggja „mjög sjokkerandi“



Mikil reiði braust út á samfélagsmiðlum í gær í kjölfar þáttarins og hefur fjöldi nafntogaðra Íslendinga heitið því að versla aldrei aftur við Brúnegg.

Áhuginn á eggjaframleiðandanum jókst að sama skapi mikið, svo mikið að vefur Brúneggja þoldi ekki álagið. Vefurinn liggur því niðri sem stendur. 

Hér varð hrun.

Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×