Enski boltinn

Carragher hrósaði sjálfum sér lúmskt á Twitter

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ben Woodburn, Michael Owen, Robbie Fowler og Jamie Carragher.
Ben Woodburn, Michael Owen, Robbie Fowler og Jamie Carragher. Vísir/Getty/Samsett
Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og núverandi knattspyrnuspekingur Sky Sports, blandaði sér í umræðuna um hinn unga Ben Woodburn sem skoraði fyrir Liverpool í gær á móti Leeds í enska deildabikarnum.

Ben Woodburn varð með því yngsti markaskorari Liverpool frá upphafi, 17 ára og 45 daga, og bætti met Michael Owen.  Michael Owen og Robbie Fowler byrjuðu báðir að skora ungir fyrir Liverpool og urðu tveir af mestu markaskorurum liðsins.

Woodburn á það sameiginlegt með þeim að koma upp í gegnum unglingatarf félagsins og slá snemma í gegn.  Hér fyrir neðan má sjá markið hans frá því í gær.





Jamie Carragher talaði ekki um sjálfan sig í viðtölum við fjölmiðla heldur benti á hvernig  Michael Owen og Robbie Fowler urðu snemma miklir markaskorarar hjá Liverpool. Hann stóðst ekki freistinguna inn á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan.











Carragher átti vissulega ás upp í erminni þegar koma að ungum leikmönnum að skora fyrir Liverpool. Hann, sem var varnarmaður allan sinn feril og skoraði bara 3 mörk í 508 deildarleikjum fyrir Liverpool, var á skotskónum í sínum fyrsta byrjunarliðsleik.

Jamie Carragher skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool með skalla fyrir framan Kop-stúkuna í 3-0 sigri á Aston Villa 18. janúar 1997. Carragher var þá ekki enn búinn að halda upp á nítján ára afmælið sitt.

Carragher spilaði í sautján ár til viðbótar með Liverpool-liðinu og tókst bara að bæta við tveimur mörkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×