Munurinn á nýjum samningi kennara og þeim sem voru felldir „10 til 15 þúsund kall“ Birgir Olgeirsson skrifar 30. nóvember 2016 14:13 Ragnar Þór Pétursson kennari. vísir/gva „Við fyrstu sýn er þetta ekkert sérstaklega uppörvandi,“ segir Ragnar Þór Pétursson, trúnaðarmaður kennara í Norðlingaskóla, um nýja kjarasamninga kennara. „Þetta virðist vera grunsamlega líkt samningnum sem er búið að fella tvisvar,“ segir Ragnar. Samningurinn kveður á um hækkun á launum grunnskólakennara um tæp ellefu prósent, eða 10,8 prósent, og að þeir fá tvö hundruð þúsund króna eingreiðslu.Enginn stór munur Samningurinn er til eins árs en eingreiðslan er uppbót fyrir þann tíma sem kennarar hafa verið samningslausir. Því er um að ræða tekjur sem grunnskólakennarar hefðu haft ef þeir hefðu samþykkt samninginn til að byrja með, en þeir hafa þess í stað verið á lægri launum í hálft ár vegna samningsleysis. Í samningnum er kveðið á um rúmlega sjö prósenta hækkun sem tekur gildi strax og samningurinn er samþykktur og svo þriggja og hálfs prósents hækkun í mars næstkomandi. „Það er enginn stór munur á þeim þannig lagað, nema gildistíminn, hann er styttri. Hugmyndin er væntanlega sú að það verði farin af stað einhver vinna sem á að skila meiri árangri til lengri tíma en það hefur ekkert komið fram sem gefur manni tilefni til að vera bjartsýnn á að það breyti einhverju,“ segir Ragnar. „Munurinn þessum samningi og þeim samningum sem við felldum, þetta er 10 til 15 þúsund kall,“ segir Ragnar.Almennur félagsmaður þarf góða kynningu Það voru samninganefndir Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem skrifuðu undir samningana í gærkvöldi. Þeir verða síðan kynntir fyrir grunnskólakennurum næstu daga en síðan verða greidd atkvæði um hann daga 6. til 12. desember næstkomandi. Ragnar Þór segir að nú þurfi hinn almenni félagsmaður í Félagi grunnskólakennara að fá kynningu á þessum samningi frá fyrstu hendi. „Ég veit að margir trúnaðarmenn eiga erfitt með að vita hvernig þeir eiga að kynna þennan samning svo vel verði,“ segir Ragnar sem veit ekki til þess að það séu einhver áform uppi um að stjórn Félags grunnskólakennara og samninganefndin kynni samninginn á opnum fundum.Hætt við að kennarar felli Hann segir hætt við því að kennarar felli samninginn. „Ef þeir samþykkja þetta þá er það ekki endilega vegna þess að þeir séu ánægðir með samninginn heldur að þeir óttist afleiðingarnar af hinu og svo standi menn við uppsagnirnar sínar og fari. Þessi samningur, hann leysir ekki vandann sem við stóðum frammi fyrir,“ segir Ragnar. „Ef þetta verður samþykkt gæti verið svikalogn í tvo til þrjá mánuði, en svo gæti vel farið svo að fólkið sem hefur sagt upp yfirgefi skólana og þá verði þessi skaði sem var verið að reyna að fyrirbyggja með því að landa samningi núna. Það er ekkert víst að þessi samningur dugi til að bjarga því sem þurfti að bjarga, þó hann verði samþykktur.“ Tengdar fréttir Samningur í höfn hjá kennurum Þetta er þriðji samningurinn sem kennarar skrifa undir á árinu. 29. nóvember 2016 18:12 Kjarasamningurinn kemur í veg fyrir hópuppsögn kennara Félag grunnskólakennara og Samband íslenskra sveitarfélaga sömdu um kjaramál kennara í gærkvöldi. Fjöldi kennara ætlaði að segja upp störfum í hádeginu í dag en yfir hundrað kennarar hafa sagt upp í deilunni. 30. nóvember 2016 07:00 Ólafur vonast til að samningurinn dugi til að kennarar dragi uppsagnir til baka Formaður Félags grunnskólakennara segir það nú félagsmanna að dæma um hvort að samningurinn sé ásættanlegur. 29. nóvember 2016 20:45 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
„Við fyrstu sýn er þetta ekkert sérstaklega uppörvandi,“ segir Ragnar Þór Pétursson, trúnaðarmaður kennara í Norðlingaskóla, um nýja kjarasamninga kennara. „Þetta virðist vera grunsamlega líkt samningnum sem er búið að fella tvisvar,“ segir Ragnar. Samningurinn kveður á um hækkun á launum grunnskólakennara um tæp ellefu prósent, eða 10,8 prósent, og að þeir fá tvö hundruð þúsund króna eingreiðslu.Enginn stór munur Samningurinn er til eins árs en eingreiðslan er uppbót fyrir þann tíma sem kennarar hafa verið samningslausir. Því er um að ræða tekjur sem grunnskólakennarar hefðu haft ef þeir hefðu samþykkt samninginn til að byrja með, en þeir hafa þess í stað verið á lægri launum í hálft ár vegna samningsleysis. Í samningnum er kveðið á um rúmlega sjö prósenta hækkun sem tekur gildi strax og samningurinn er samþykktur og svo þriggja og hálfs prósents hækkun í mars næstkomandi. „Það er enginn stór munur á þeim þannig lagað, nema gildistíminn, hann er styttri. Hugmyndin er væntanlega sú að það verði farin af stað einhver vinna sem á að skila meiri árangri til lengri tíma en það hefur ekkert komið fram sem gefur manni tilefni til að vera bjartsýnn á að það breyti einhverju,“ segir Ragnar. „Munurinn þessum samningi og þeim samningum sem við felldum, þetta er 10 til 15 þúsund kall,“ segir Ragnar.Almennur félagsmaður þarf góða kynningu Það voru samninganefndir Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem skrifuðu undir samningana í gærkvöldi. Þeir verða síðan kynntir fyrir grunnskólakennurum næstu daga en síðan verða greidd atkvæði um hann daga 6. til 12. desember næstkomandi. Ragnar Þór segir að nú þurfi hinn almenni félagsmaður í Félagi grunnskólakennara að fá kynningu á þessum samningi frá fyrstu hendi. „Ég veit að margir trúnaðarmenn eiga erfitt með að vita hvernig þeir eiga að kynna þennan samning svo vel verði,“ segir Ragnar sem veit ekki til þess að það séu einhver áform uppi um að stjórn Félags grunnskólakennara og samninganefndin kynni samninginn á opnum fundum.Hætt við að kennarar felli Hann segir hætt við því að kennarar felli samninginn. „Ef þeir samþykkja þetta þá er það ekki endilega vegna þess að þeir séu ánægðir með samninginn heldur að þeir óttist afleiðingarnar af hinu og svo standi menn við uppsagnirnar sínar og fari. Þessi samningur, hann leysir ekki vandann sem við stóðum frammi fyrir,“ segir Ragnar. „Ef þetta verður samþykkt gæti verið svikalogn í tvo til þrjá mánuði, en svo gæti vel farið svo að fólkið sem hefur sagt upp yfirgefi skólana og þá verði þessi skaði sem var verið að reyna að fyrirbyggja með því að landa samningi núna. Það er ekkert víst að þessi samningur dugi til að bjarga því sem þurfti að bjarga, þó hann verði samþykktur.“
Tengdar fréttir Samningur í höfn hjá kennurum Þetta er þriðji samningurinn sem kennarar skrifa undir á árinu. 29. nóvember 2016 18:12 Kjarasamningurinn kemur í veg fyrir hópuppsögn kennara Félag grunnskólakennara og Samband íslenskra sveitarfélaga sömdu um kjaramál kennara í gærkvöldi. Fjöldi kennara ætlaði að segja upp störfum í hádeginu í dag en yfir hundrað kennarar hafa sagt upp í deilunni. 30. nóvember 2016 07:00 Ólafur vonast til að samningurinn dugi til að kennarar dragi uppsagnir til baka Formaður Félags grunnskólakennara segir það nú félagsmanna að dæma um hvort að samningurinn sé ásættanlegur. 29. nóvember 2016 20:45 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Samningur í höfn hjá kennurum Þetta er þriðji samningurinn sem kennarar skrifa undir á árinu. 29. nóvember 2016 18:12
Kjarasamningurinn kemur í veg fyrir hópuppsögn kennara Félag grunnskólakennara og Samband íslenskra sveitarfélaga sömdu um kjaramál kennara í gærkvöldi. Fjöldi kennara ætlaði að segja upp störfum í hádeginu í dag en yfir hundrað kennarar hafa sagt upp í deilunni. 30. nóvember 2016 07:00
Ólafur vonast til að samningurinn dugi til að kennarar dragi uppsagnir til baka Formaður Félags grunnskólakennara segir það nú félagsmanna að dæma um hvort að samningurinn sé ásættanlegur. 29. nóvember 2016 20:45