Kjarasamningurinn kemur í veg fyrir hópuppsögn kennara Þorgeir Helgason skrifar 30. nóvember 2016 07:00 Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, fagnaði samningnum í húsnæði ríkissáttasemjara með því að fá sér gulrót. Vísir/Stefán „Það gefur augaleið að verði þessi samningur felldur þá verður það mjög erfið og flókin staða,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. Samninganefndir Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga komust að samkomulagi um kjaramál grunnskólakennara í gærkvöldi. Grunnskólakennarar hafa verið samningslausir frá 1. júní. Í tvígang hafa samningar náðst en í bæði skiptin hafa grunnskólakennarar fellt samningana í atkvæðagreiðslu. Samningurinn verður kynntur á trúnaðarmannafundi klukkan tíu í dag. „Það var alveg ljóst að það urðu að nást samningar núna. Það var ekkert annað í boði,“ segir Ragnar Þór Pétursson, kennari í Norðlingaskóla. Ragnar er einn af yfir hundrað grunnskólakennurum á landinu sem hafa sagt starfi sínu lausu vegna kjaradeilnanna. Í fyrradag bættust níu kennarar Árbæjarskóla í hóp þeirra sem hafa sagt upp starfi sínu. Nýi kjarasamningurinn á að gilda frá 1. desember í ár til 30. nóvember á næsta ári. „Ég held að tímalengd samningsins bendi til að hann sé gerður í trausti þess að það muni fara fram frekari vinna í kjaramálum kennara. Það mun valda einhverjum vonbrigðum vegna þess að margir hafa fengið nóg af þessari deilu,“ segir Ragnar. Hann telur samninginn vera skref í rétta átt og fagnar áfanganum. Hins vegar telur hann tímalengd samningsins benda til þess að prósentuhækkanir séu ekki miklar. „Þetta hefði getað farið miklu verr en nú er bara að sjá hvernig þetta fer,“ segir Ragnar. „Við auðvitað skrifum undir því við teljum samninginn vera ásættanlegan. Við vildum komast lengra í viðræðunum en þetta er niðurstaðan og við teljum að samningurinn verði samþykktur. Vonandi verður þetta til þess að þeir sem hafa sagt upp starfi geti hugsað sér að draga þær uppsagnir til baka,“ segir Ólafur. Ragnar segir að stór hópur grunnskólakennara hafi ætlað að segja upp í hádeginu í dag. „Þetta verður til þess að það verður engin útganga í dag eins og búið var að skipuleggja. Því ber að fagna,“ segir Ragnar. Kennarar felldu í haust samning sem fól í sér að laun þeirra áttu að hækka um 9,5 prósent á næstu þremur árum. Ásamt því hefðu kennarar fengið rúmlega áttatíu þúsund króna uppbót tvisvar á ári. Ekki liggur fyrir hvað felst í nýja samningnum á þessari stundu. Niðurstaða atkvæðagreiðslu um samninginn mun liggja fyrir mánudaginn 12. desember.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
„Það gefur augaleið að verði þessi samningur felldur þá verður það mjög erfið og flókin staða,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. Samninganefndir Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga komust að samkomulagi um kjaramál grunnskólakennara í gærkvöldi. Grunnskólakennarar hafa verið samningslausir frá 1. júní. Í tvígang hafa samningar náðst en í bæði skiptin hafa grunnskólakennarar fellt samningana í atkvæðagreiðslu. Samningurinn verður kynntur á trúnaðarmannafundi klukkan tíu í dag. „Það var alveg ljóst að það urðu að nást samningar núna. Það var ekkert annað í boði,“ segir Ragnar Þór Pétursson, kennari í Norðlingaskóla. Ragnar er einn af yfir hundrað grunnskólakennurum á landinu sem hafa sagt starfi sínu lausu vegna kjaradeilnanna. Í fyrradag bættust níu kennarar Árbæjarskóla í hóp þeirra sem hafa sagt upp starfi sínu. Nýi kjarasamningurinn á að gilda frá 1. desember í ár til 30. nóvember á næsta ári. „Ég held að tímalengd samningsins bendi til að hann sé gerður í trausti þess að það muni fara fram frekari vinna í kjaramálum kennara. Það mun valda einhverjum vonbrigðum vegna þess að margir hafa fengið nóg af þessari deilu,“ segir Ragnar. Hann telur samninginn vera skref í rétta átt og fagnar áfanganum. Hins vegar telur hann tímalengd samningsins benda til þess að prósentuhækkanir séu ekki miklar. „Þetta hefði getað farið miklu verr en nú er bara að sjá hvernig þetta fer,“ segir Ragnar. „Við auðvitað skrifum undir því við teljum samninginn vera ásættanlegan. Við vildum komast lengra í viðræðunum en þetta er niðurstaðan og við teljum að samningurinn verði samþykktur. Vonandi verður þetta til þess að þeir sem hafa sagt upp starfi geti hugsað sér að draga þær uppsagnir til baka,“ segir Ólafur. Ragnar segir að stór hópur grunnskólakennara hafi ætlað að segja upp í hádeginu í dag. „Þetta verður til þess að það verður engin útganga í dag eins og búið var að skipuleggja. Því ber að fagna,“ segir Ragnar. Kennarar felldu í haust samning sem fól í sér að laun þeirra áttu að hækka um 9,5 prósent á næstu þremur árum. Ásamt því hefðu kennarar fengið rúmlega áttatíu þúsund króna uppbót tvisvar á ári. Ekki liggur fyrir hvað felst í nýja samningnum á þessari stundu. Niðurstaða atkvæðagreiðslu um samninginn mun liggja fyrir mánudaginn 12. desember.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira