Magnus Carlsen tryggði sér heimsmeistaratitilinn Atli Ísleifsson skrifar 30. nóvember 2016 23:45 Magnus Carlsen, sem heldur upp á 26 ára afmælisdag sinn í dag, varð fyrst heimsmeistari árið 2013 þegar hann vann sigur á Indverjanum Viswanathan Anand. Vísir/Getty Norski stórmeistarinn Magnus Carlsen tryggði sér í kvöld heimsmeistaratitilinn í skák þegar hann vann sigur á Rússanum Sergei Karjakin í bráðabana. Carlsen og Karjakin voru báðir með sex vinninga eftir skákirnar tólf og þyrfti því að grípa til bráðabana sem fór fram í kvöld. Fyrirkomulagið var á þá leið að kepptar voru fjórar atskákir með 25 mínútna umhugsunartíma, auk þess að 10 sekúndur bættust við fyrir hvern leik. Jafntefli varð í tveimur fyrstu skákunum, en Carlsen var með yfirburði í annarri skákinni en mistókst þó að landa sigri. Í þeirri þriðju hafði Carlsen svo sigur og átti Karjakin erfitt verk að vinna þar sem jafntefli dugði Carlsen í þeirri fjórðu – skák þar sem Carlsen var hvítur. Karjakin reyndi að sækja gegn Carlsen en allt kom fyrir ekki. Carlsen spilaði vel og vann einnig fjórðu skákina með tilþrifum.120 milljóna verðlaunapotti skipt á milli Carlsen, sem heldur upp á 26 ára afmælisdag sinn í dag, varð fyrst heimsmeistari árið 2013 þegar hann vann sigur á Indverjanum Viswanathan Anand. Karjakín vann sér inn einvígið gegn Carlsen með því að vera hlutskarpastur á áskorendamótinu svokallaða. Meðal annarra á mótinu má nefna Viswanathan Anand, Fabiano Caruana, Peter Svidler og Anish Giri. Áður fyrr var það þannig að ríkjandi heimsmeistari héldi titlinum lyki keppni á jöfnu, eins og tilfellið er nú. Þeirri reglu hefur verið kastað fyrir borð. Auk heimsmeistaratignarinnar hlýtur sigurvegarinn bróðurpartinn af 120 milljóna króna verðlaunafénu.Að neðan má sjá textalýsingu Chess24 yfir skákir kvöldsins. Smellið á efsta borðann til að velja skák. Noregur Rússland Skák Tengdar fréttir Heimsmeistaratign og 120 milljónir króna undir í New York í kvöld Heimsmeistari í skák verður krýndur í kvöld þegar Norðmaðurinn og ríkjandi heimsmeistari, Magnus Carlsen, og áskorandinn, Sergey Karjakín frá Rússlandi, leiða saman riddara sína. 30. nóvember 2016 10:06 Úrslitaskákinni lauk með jafntefli svo ballið heldur áfram Stórmeistararnir munu þurfa að tefla atskákir. 28. nóvember 2016 20:02 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Norski stórmeistarinn Magnus Carlsen tryggði sér í kvöld heimsmeistaratitilinn í skák þegar hann vann sigur á Rússanum Sergei Karjakin í bráðabana. Carlsen og Karjakin voru báðir með sex vinninga eftir skákirnar tólf og þyrfti því að grípa til bráðabana sem fór fram í kvöld. Fyrirkomulagið var á þá leið að kepptar voru fjórar atskákir með 25 mínútna umhugsunartíma, auk þess að 10 sekúndur bættust við fyrir hvern leik. Jafntefli varð í tveimur fyrstu skákunum, en Carlsen var með yfirburði í annarri skákinni en mistókst þó að landa sigri. Í þeirri þriðju hafði Carlsen svo sigur og átti Karjakin erfitt verk að vinna þar sem jafntefli dugði Carlsen í þeirri fjórðu – skák þar sem Carlsen var hvítur. Karjakin reyndi að sækja gegn Carlsen en allt kom fyrir ekki. Carlsen spilaði vel og vann einnig fjórðu skákina með tilþrifum.120 milljóna verðlaunapotti skipt á milli Carlsen, sem heldur upp á 26 ára afmælisdag sinn í dag, varð fyrst heimsmeistari árið 2013 þegar hann vann sigur á Indverjanum Viswanathan Anand. Karjakín vann sér inn einvígið gegn Carlsen með því að vera hlutskarpastur á áskorendamótinu svokallaða. Meðal annarra á mótinu má nefna Viswanathan Anand, Fabiano Caruana, Peter Svidler og Anish Giri. Áður fyrr var það þannig að ríkjandi heimsmeistari héldi titlinum lyki keppni á jöfnu, eins og tilfellið er nú. Þeirri reglu hefur verið kastað fyrir borð. Auk heimsmeistaratignarinnar hlýtur sigurvegarinn bróðurpartinn af 120 milljóna króna verðlaunafénu.Að neðan má sjá textalýsingu Chess24 yfir skákir kvöldsins. Smellið á efsta borðann til að velja skák.
Noregur Rússland Skák Tengdar fréttir Heimsmeistaratign og 120 milljónir króna undir í New York í kvöld Heimsmeistari í skák verður krýndur í kvöld þegar Norðmaðurinn og ríkjandi heimsmeistari, Magnus Carlsen, og áskorandinn, Sergey Karjakín frá Rússlandi, leiða saman riddara sína. 30. nóvember 2016 10:06 Úrslitaskákinni lauk með jafntefli svo ballið heldur áfram Stórmeistararnir munu þurfa að tefla atskákir. 28. nóvember 2016 20:02 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Heimsmeistaratign og 120 milljónir króna undir í New York í kvöld Heimsmeistari í skák verður krýndur í kvöld þegar Norðmaðurinn og ríkjandi heimsmeistari, Magnus Carlsen, og áskorandinn, Sergey Karjakín frá Rússlandi, leiða saman riddara sína. 30. nóvember 2016 10:06
Úrslitaskákinni lauk með jafntefli svo ballið heldur áfram Stórmeistararnir munu þurfa að tefla atskákir. 28. nóvember 2016 20:02