Erlent

Úrslitaskákinni lauk með jafntefli svo ballið heldur áfram

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Magnus Carlsen og Sergey Karjakin.
Magnus Carlsen og Sergey Karjakin. Vísir/AFP
Tólfta viðureign stórmeistararanna Magnus Carlsen og Sergey Karjakin í heimsmeistaraeinvígi þeirra endaði í jafntefli. Þeir eru því báðir jafnir með sex vinninga hvor og þurfa að tefla atskákir þar til einn þeirra stendur uppi sem sigurvegari.

Skákin fór fram í New York í Bandaríkjunum nú í kvöld. Atskákir verða tefldar á miðvikudaginn.

Eftir skákina sagðist Carlsen ekki hafa verið tilbúinn til að taka mikla áhættu en skákin fór hratt af stað og var jafntefli lýst yfir eftir 30 leiki. Carlsen bað aðdáendur sem vonuðust eftir lengri viðureign afsökunar.

Greinendur Chess24 segja að líklega hafi Carlsen ákveðið að hann ætti betri möguleika á sigri í fjórum hröðum skákum en í einni hefðbundinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×