Erlent

Trump hyggst draga Bandaríkin úr fríverslunarsamstarfi Kyrrahafsríkja

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Trump tekur við völdum í Hvíta húsinu þann 20. janúar.
Donald Trump tekur við völdum í Hvíta húsinu þann 20. janúar. Vísir/AFP
Donald Trump hyggst draga Bandaríkin út úr TPP fríverslunarsamningnum um leið og hann tekur við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar.

Frá þessu greindi Trump í ávarpi sem hann birti á netinu í gærkvöldi þar sem hann fór yfir fyrstu verk sín á forsetastóli.

TPP samningarnir eru samningar um fríverslun á milli tólf ríkja sem öll liggja að Kyrrahafinu. Trump hefur gagnrýnt samninginn harðlega og segir hann bitna á atvinnulífinu í Bandaríkjunum.

Samningurinn hefur verið undirritaður en ríkin sem um ræðir eiga þó enn eftir að staðfesta hann heima fyrir og ef Trump fær sínu fram verða Bandaríkjamenn ekki meðal samningsaðila.

Trump hét því einnig að auka vinnuna í kolanámum Bandaríkjanna með því að rýmka reglugerðir þar að lútandi og þá vill hann koma í veg fyrir að fólk geti misnotað vegabréfaáritanir og komist þannig inn í landið.

Trump minntist hins vegar ekkert á múrinn umtalaða sem hann hefur lofað að reisa á landamærum Mexíkó og þá kom Obamacare ekki til tals, en Trump hefur fundið sjúkratryggingakerfinu sem Obama forseti kom á allt til foráttu.

Sjá má ávarp Trump að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×