Langafi Friðriks komst lífs af eftir hrakningar á fjöllum: „Tilveran breyttist mikið“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. nóvember 2016 11:58 Örlögin biðu Björgvins þegar hann komst aftur til byggða. Úr varð stór fjölskylda. „Örlagadísirnar spinna oft sinn sérstæða vef.“ Þetta segir í umfjöllun Morgunblaðsins frá árinu 2001 þar sem rifjaðar eru upp gamlar minningar úr Mývatnssveit. Þar er fjallað um Björgvin Árnason, bónda í Garði, sem í eftirleitarferð lenti í mikilli stórhríð á Miðfelli í Mýtvatnssveit á jólaföstu árið 1917. Björgvin var úti í sex daga en gróf sig í fönn á meðan versta veðrið gekk yfir. Björgvin er langaafi Friðriks Rúnars Garðarssonar, rjúpnaskyttunnar sem leitað var að í tvo sólarhringa í aftakaveðri á Einarsstöðum á Héraði, um nýliðna helgi. Björgvin var í för með manni sem eflaust flestir kannast við, fjallahetjunni svokölluðu, eða Benedikt Sigurjónssyni, sem alla tíð var kallaður Fjalla-Bensi.„Manninn, sem vetur eftir vetur hefir farið einn síns liðs fram á öræfin, til þess að leita hinna týndu sauða, og bjarga þeim. Manninn, sem er söguhetjan í bók Gunnars Gunnarssonar, „Aðventa”, segir í grein eftir Sigurð Kristjánsson í Fálkanum árið 1940.Urðu þeim til lífs að hafa grafið sig í fönnina Stefán Björgvin Björnsson, frændi Friðriks Rúnars, þekkir sögu afa síns, Björgvins, vel, enda áttu hrakningar Björgvins eftir að breyta tilveru hans töluvert. „Þetta var árið 1917 þegar afi fór í eftirlit með Fjalla-Bensa. Þeir þekktu þetta svæði vel en það var mjög erfitt yfirferðar; úfið hraunið og sandurinn, og að ganga í þessu á sauðskinnsskóm var náttúrulega ekkert skemmtiefni. Þeir villtust aldrei en það munaði ekki miklu,“ segir Stefán. „Þetta var í nóvember, komið fram á jólaföstu, og þeir vissu að það væri löng ferð fyrir höndum. Það var auðvitað tóm vitleysa að fara svona illa búinn, alveg hræðilegt raunar. Þeir voru bara í þessum sauðskinnsskóm og að vísu ullarsokkum en þetta var enginn fatnaður. Það sem bjargaði mönnum í þá tíð var að þeir áttu gott forystufé. Það eru alveg undraverð dýr, forystukindin. Aðstæður urðu hins vegar þannig að þeir áttu erfitt með að komast leiðar sinnar og grófu sig í fönn mörgum sinnum á leiðinni.“ Stefán segir það hafa orðið þeim félögum til lífs að hafa grafið sig í fönnina, þar sem þeir héldu á sér og kindunum hita. „Þeir byggðu snjóhús og fundu nokkrar kindur og tóku inn í snjóhúsið. Þeir hlóðu upp snjókögglum og tóku kindurnar inn með sér til að hita upp og halda lífi í þeim, og það tókst að halda öllum lífi. Þeir höfðu síðan spað, eins og það var kallað, eða frosið kjöt. Þeir voru með eitt kerti með sér til að þíða upp og komust í Herðubreiðarlindir til þess að ná sér í vatn að drekka, en það var ekkert mikið meira en það. Þeir voru nánast orðnir matarlausir þegar þeir loks komust til byggða,“ segir Stefán, en sumar kindurnar höfðu þá gefist upp.Hjúkrunarkonan varð eiginkonan Björgvin kól illa á báðum fótum og missti nokkrar tær. „Afi missti tærnar, en vinstri fótur var mun verri en sá hægri. Hann var rúmliggjandi í eitthvað á aðra viku eftir þetta.“ Stefán bætir við að það hafi verið miklir fagnaðarfundir þegar þeir Fjalla-Bensi og Björgvin skiluðu sér loks heim. „Tilveran breyttist mikið þegar þeir skiluðu sér,“ segir hann, líkt og fram kemur í grein Morgunblaðsins. „Björgvin komst skemmdur af kali til Möðrudals við illan leik ásamt Bensa, lá þar alllengi, var hjúkrað vel, en missti eitthvað af tám. Þegar til Reykjahlíðar kom á heimleiðinni biðu örlögin hans þar, því þar tók við hjúkruninni Stefanía Þorgrímsdóttir (1888-1954). Hún varð eiginkona Björgvins.“ Og þannig spinna örlagadísirnar sinn sérstæða vef, en Björgvin og Stefanía stofnuðu síðar saman fjölskyldu. Stefán segir karlmennina í ættinni mikil hraustmenni. Hann hafi því ekki haft miklar áhyggjur af frænda sínum um helgina. „Ég sat nú bara heima en vissi að hann myndi hafa það af. Hann á að geta verið í fönn ef hann grefur sig en hann var kannski ekki með nein verkfæri til þess að grafa gott snjóhús. Til þess þarf hann náttúrulega góða reku, góðan stunguspaða, þá er hægt að stinga snjóköggla og hlaða upp í kringum sig. Hann á líka að vita allt um það að grafa sig í fönn við svona aðstæður þannig að ég var ekkert mjög hræddur um hann,“ segir Stefán, afskaplega stoltur af frænda sínum. Veiðimanni á rjúpu bjargað Tengdar fréttir „Ég brotnaði aldrei niður eða svoleiðis“ 440 björgunarsveitarmenn af nær öllu landinu tóku þátt í leitinni að Friðriki Rúnari Garðarssyni sem týndist við rjúpnaveiðar á föstudag. 20. nóvember 2016 18:30 Ólýsanleg tilfinning að sjá ljósin á vélsleðanum Friðrik Rúnar Friðriksson fannst í morgun eftir að hafa orðið viðskila við vini sína á rjúpnaveiðum á föstudag. 20. nóvember 2016 15:34 Bróðir Friðriks Rúnars: „Takk allir“ Stefán segist vera þakklátur öllum sem tóku þátt í leitinni að Friðriki, sem fannst í dag eftir umfangsmikla leit. 20. nóvember 2016 21:18 Notaði rjúpuna sem kodda í snjóbyrginu 450 björgunarsveitarmenn víða af landinu leituðu um helgina að rjúpnaskyttu sem skilaði sér ekki af skytteríi á föstudagskvöld. Maðurinn fannst heill á húfi í gærmorgunn eftir tvær nætur í snjóbyrgjum. 21. nóvember 2016 06:00 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Fleiri fréttir Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Sjá meira
„Örlagadísirnar spinna oft sinn sérstæða vef.“ Þetta segir í umfjöllun Morgunblaðsins frá árinu 2001 þar sem rifjaðar eru upp gamlar minningar úr Mývatnssveit. Þar er fjallað um Björgvin Árnason, bónda í Garði, sem í eftirleitarferð lenti í mikilli stórhríð á Miðfelli í Mýtvatnssveit á jólaföstu árið 1917. Björgvin var úti í sex daga en gróf sig í fönn á meðan versta veðrið gekk yfir. Björgvin er langaafi Friðriks Rúnars Garðarssonar, rjúpnaskyttunnar sem leitað var að í tvo sólarhringa í aftakaveðri á Einarsstöðum á Héraði, um nýliðna helgi. Björgvin var í för með manni sem eflaust flestir kannast við, fjallahetjunni svokölluðu, eða Benedikt Sigurjónssyni, sem alla tíð var kallaður Fjalla-Bensi.„Manninn, sem vetur eftir vetur hefir farið einn síns liðs fram á öræfin, til þess að leita hinna týndu sauða, og bjarga þeim. Manninn, sem er söguhetjan í bók Gunnars Gunnarssonar, „Aðventa”, segir í grein eftir Sigurð Kristjánsson í Fálkanum árið 1940.Urðu þeim til lífs að hafa grafið sig í fönnina Stefán Björgvin Björnsson, frændi Friðriks Rúnars, þekkir sögu afa síns, Björgvins, vel, enda áttu hrakningar Björgvins eftir að breyta tilveru hans töluvert. „Þetta var árið 1917 þegar afi fór í eftirlit með Fjalla-Bensa. Þeir þekktu þetta svæði vel en það var mjög erfitt yfirferðar; úfið hraunið og sandurinn, og að ganga í þessu á sauðskinnsskóm var náttúrulega ekkert skemmtiefni. Þeir villtust aldrei en það munaði ekki miklu,“ segir Stefán. „Þetta var í nóvember, komið fram á jólaföstu, og þeir vissu að það væri löng ferð fyrir höndum. Það var auðvitað tóm vitleysa að fara svona illa búinn, alveg hræðilegt raunar. Þeir voru bara í þessum sauðskinnsskóm og að vísu ullarsokkum en þetta var enginn fatnaður. Það sem bjargaði mönnum í þá tíð var að þeir áttu gott forystufé. Það eru alveg undraverð dýr, forystukindin. Aðstæður urðu hins vegar þannig að þeir áttu erfitt með að komast leiðar sinnar og grófu sig í fönn mörgum sinnum á leiðinni.“ Stefán segir það hafa orðið þeim félögum til lífs að hafa grafið sig í fönnina, þar sem þeir héldu á sér og kindunum hita. „Þeir byggðu snjóhús og fundu nokkrar kindur og tóku inn í snjóhúsið. Þeir hlóðu upp snjókögglum og tóku kindurnar inn með sér til að hita upp og halda lífi í þeim, og það tókst að halda öllum lífi. Þeir höfðu síðan spað, eins og það var kallað, eða frosið kjöt. Þeir voru með eitt kerti með sér til að þíða upp og komust í Herðubreiðarlindir til þess að ná sér í vatn að drekka, en það var ekkert mikið meira en það. Þeir voru nánast orðnir matarlausir þegar þeir loks komust til byggða,“ segir Stefán, en sumar kindurnar höfðu þá gefist upp.Hjúkrunarkonan varð eiginkonan Björgvin kól illa á báðum fótum og missti nokkrar tær. „Afi missti tærnar, en vinstri fótur var mun verri en sá hægri. Hann var rúmliggjandi í eitthvað á aðra viku eftir þetta.“ Stefán bætir við að það hafi verið miklir fagnaðarfundir þegar þeir Fjalla-Bensi og Björgvin skiluðu sér loks heim. „Tilveran breyttist mikið þegar þeir skiluðu sér,“ segir hann, líkt og fram kemur í grein Morgunblaðsins. „Björgvin komst skemmdur af kali til Möðrudals við illan leik ásamt Bensa, lá þar alllengi, var hjúkrað vel, en missti eitthvað af tám. Þegar til Reykjahlíðar kom á heimleiðinni biðu örlögin hans þar, því þar tók við hjúkruninni Stefanía Þorgrímsdóttir (1888-1954). Hún varð eiginkona Björgvins.“ Og þannig spinna örlagadísirnar sinn sérstæða vef, en Björgvin og Stefanía stofnuðu síðar saman fjölskyldu. Stefán segir karlmennina í ættinni mikil hraustmenni. Hann hafi því ekki haft miklar áhyggjur af frænda sínum um helgina. „Ég sat nú bara heima en vissi að hann myndi hafa það af. Hann á að geta verið í fönn ef hann grefur sig en hann var kannski ekki með nein verkfæri til þess að grafa gott snjóhús. Til þess þarf hann náttúrulega góða reku, góðan stunguspaða, þá er hægt að stinga snjóköggla og hlaða upp í kringum sig. Hann á líka að vita allt um það að grafa sig í fönn við svona aðstæður þannig að ég var ekkert mjög hræddur um hann,“ segir Stefán, afskaplega stoltur af frænda sínum.
Veiðimanni á rjúpu bjargað Tengdar fréttir „Ég brotnaði aldrei niður eða svoleiðis“ 440 björgunarsveitarmenn af nær öllu landinu tóku þátt í leitinni að Friðriki Rúnari Garðarssyni sem týndist við rjúpnaveiðar á föstudag. 20. nóvember 2016 18:30 Ólýsanleg tilfinning að sjá ljósin á vélsleðanum Friðrik Rúnar Friðriksson fannst í morgun eftir að hafa orðið viðskila við vini sína á rjúpnaveiðum á föstudag. 20. nóvember 2016 15:34 Bróðir Friðriks Rúnars: „Takk allir“ Stefán segist vera þakklátur öllum sem tóku þátt í leitinni að Friðriki, sem fannst í dag eftir umfangsmikla leit. 20. nóvember 2016 21:18 Notaði rjúpuna sem kodda í snjóbyrginu 450 björgunarsveitarmenn víða af landinu leituðu um helgina að rjúpnaskyttu sem skilaði sér ekki af skytteríi á föstudagskvöld. Maðurinn fannst heill á húfi í gærmorgunn eftir tvær nætur í snjóbyrgjum. 21. nóvember 2016 06:00 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Fleiri fréttir Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Sjá meira
„Ég brotnaði aldrei niður eða svoleiðis“ 440 björgunarsveitarmenn af nær öllu landinu tóku þátt í leitinni að Friðriki Rúnari Garðarssyni sem týndist við rjúpnaveiðar á föstudag. 20. nóvember 2016 18:30
Ólýsanleg tilfinning að sjá ljósin á vélsleðanum Friðrik Rúnar Friðriksson fannst í morgun eftir að hafa orðið viðskila við vini sína á rjúpnaveiðum á föstudag. 20. nóvember 2016 15:34
Bróðir Friðriks Rúnars: „Takk allir“ Stefán segist vera þakklátur öllum sem tóku þátt í leitinni að Friðriki, sem fannst í dag eftir umfangsmikla leit. 20. nóvember 2016 21:18
Notaði rjúpuna sem kodda í snjóbyrginu 450 björgunarsveitarmenn víða af landinu leituðu um helgina að rjúpnaskyttu sem skilaði sér ekki af skytteríi á föstudagskvöld. Maðurinn fannst heill á húfi í gærmorgunn eftir tvær nætur í snjóbyrgjum. 21. nóvember 2016 06:00