Innlent

Bróðir Friðriks Rúnars: „Takk allir“

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Það voru miklir fagnaðarfundir þegar Friðrik Rúnar hitti fjölskyldu sína í dag.
Það voru miklir fagnaðarfundir þegar Friðrik Rúnar hitti fjölskyldu sína í dag. vísir/jói k

„Þvílíkur rússibani vonar, óttar, sorgar, gleði og hamingju síðustu sólarhringar hafa verið,“ segir Stefán Hjalti Garðarsson, bróðir Friðriks Rúnars Garðarssonar sem týndist við rjúpnaveiðar fyrir helgi, á Facebook síðu sinni.

Stefán segist vera þakklátur öllum sem tóku þátt í leitinni að Friðriki.

„Ekki síst pabba mínum Garðari og bróður mínum Friðbirni fyrir að vera fyrir austan à meðan leitinni stóð, sjàlfur var ég fastur út à sjó langt fyrir utan Vestfirði og gat lítið gert nema að vaka og bíða eftir fréttum... Sem ég fékk frà pabba og bróður mínum í gegnum facebook,“ skrifar Stefán.

Mikið sprengt um áramótin

Friðrik Rúnar fannst í dag eftir mikla leit og hafði grafið sig í fönn í tvær nætur. Um 440 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni sem hófst á föstudagskvöld og er ein sú umfangsmesta í seinni tíð.

„Vélsleðahópurinn frà björgunarsveitinni Dalvík fundu Friðrik í morgun kaldan og hrakinn en óslasaðan sem er kraftaverk og seigla hans komið sterk inn í þar. Þar sem aðrar björgunarsveitir voru búnar að leita à öðrum stöðum gerði þessari sveit kleift að leita à þeim stað þar sem hann fannst, er þetta þeim líka að þakka.“

Stefán segist nú skilja í raun og veru hve mikilvægt er að hafa öflugar björgunarsveitir, lögreglu og gæslu.

„Takk allir. Þið vitið hverjir þið eruð. Það verður sko sprengt margfalt meira um þessi àramót.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×