Rekstur lögmannsstofa í uppnámi: Meðeigendur formanns Lögmannafélagsins án réttinda Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. nóvember 2016 12:19 Lögmannafélag Íslands hefur farið fram á sviptingu réttinda lögmanna Versus vegna eignarhalds í stofunni, en einn eigandi hennar er án málflutningsréttinda. Þrír eigendur í stofu Lögmanna Lækjargötu, sem formaður Lögmannafélagsins á í og rekur, eru ólöglærðir. „Ég hreinlega athugaði þetta ekki. En hef óskað eftir að úr þessu verði bætt,“ segir Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands og einn eigenda Lögmanna Lækjargötu, aðspurður um eignarhald á stofunni, en þrír ólöglærðir einstaklingar eru á meðal eigenda hennar. Lögmannafélagið sendi frá sér tölvupóst í síðustu viku þar sem það skoraði á félagsmenn sína að grípa til viðeigandi úrbóta séu kröfur um eignarhald, stjórnarsetu og framkvæmdastjórn í lögmannsstofum ekki uppfylltar. Pósturinn var sendur í tengslum við ágreiningsmál sem félagið rekur fyrir úrskurðarnefnd lögmanna vegna eignarhalds í Versus lögmönnum, en Lögmannafélagið fer fram á að allir lögmenn stofunnar verði sviptir réttindum sínum vegna málsins. Ástæðan er sú að Atli Helgason, einn eigenda Versus, er ekki með málflutningsréttindi. Atli er lögfræðingur að mennt en var sviptur réttindum sínum eftir að hafa verið dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir manndráp.Sjá einnig:Lögmannafélagið vill að lögmenn Versus verði sviptir réttindum sínumÞrír eigendur í Lögmönnum Lækjargötu ólöglærðir Fimm félög eiga Lögmenn Lækjargötu, en þrír ólöglærðir einstaklingar eru á meðal eigenda að þremur félaganna. Félögin þrjú eiga samtals 50 prósent í stofunni, eða um 16,67 prósent hvert. Það er, samkvæmt tölvupóstinum sem Lögmannafélagið sendi frá sér, lögbrot að ólöglærðir eigi í lögmannsstofum. Í þessum þremur tilvikum eru nánir aðstandendur; makar eða foreldrar, skráðir meðeigendur að félögunum, með lögfræðimenntuðum aðstandanda sínum. Tilgangur allra félaganna er lögfræðiþjónusta samkvæmt skráningu þeirra. Reimar segist ekki gera ráð fyrir öðru en að þetta verði lagfært í náinni framtíð. „Það eru einkahlutafélög sem eiga hlut í stofunni og í einhverjum tilvikum er það þannig að það eru nánir fjölskyldumeðlimir sem eiga einhverja minniháttar eignarhluta í þessum félögum. En ég get allavega upplýst það að enginn af þessum aðilum sem eiga þarna óbeint þessa eignarhluta taki nokkurn einasta þátt í rekstri Lögmanna Lækjargötu og hafa aldrei haft neitt um þann rekstur að segja,“ segir hann. „Þetta er auðvitað bara atriði sem ég reikna með eftir útsendingu þessa tölvupósts að verði lagfært.“Gerði ráð fyrir að félögin væru í eigu lögmanna Aðspurður segist Reimar ekki hafa skoðað það sjálfur hverjir eigi í félögunum. „Ég hreinlega framkvæmdi enga könnun á þessu. Í forsvari fyrir þessi félög eru bara lögmenn sem eru félagar mínir og ég hafði gert ráð fyrir að félögin væru í þeirra eigu. Annars hefði ég gert athugasemdir við þetta.“ Reimar vildi ekki tjá sig um mál Versus lögmanna, en segir þó að Lögmannafélagið grípi ekki til harkalegra aðgerða nema um alvarleg mál sé að ræða. Málin séu misalvarleg og að félagið skoði hvert mál fyrir sig með tilliti til þess. „Það getur verið stigsmunur á þeim. Ef það er einhver maður út í bæ, sem jafnvel tekur virkan þátt í daglegum rekstri og sinnir lögmannaþjónustu, er skráður eigandi þá held ég að það yrði alltaf álitið alvarlegt mál.“ Þá segir Reimar aðspurður að Lögmannafélagið muni halda áfram að kanna þessi mál, en að sjálfur muni hann ekki taka þátt í að skoða mál Lögmanna Lækjargötu, komi til þess. Tengdar fréttir Lögmannafélagið vill að lögmenn Versus verði sviptir réttindum sínum Ástæðan er að Atli Helgason, sem dæmdur var fyrir morð árið 2001, er skráður eigandi stofunnar. 17. nóvember 2016 23:41 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
„Ég hreinlega athugaði þetta ekki. En hef óskað eftir að úr þessu verði bætt,“ segir Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands og einn eigenda Lögmanna Lækjargötu, aðspurður um eignarhald á stofunni, en þrír ólöglærðir einstaklingar eru á meðal eigenda hennar. Lögmannafélagið sendi frá sér tölvupóst í síðustu viku þar sem það skoraði á félagsmenn sína að grípa til viðeigandi úrbóta séu kröfur um eignarhald, stjórnarsetu og framkvæmdastjórn í lögmannsstofum ekki uppfylltar. Pósturinn var sendur í tengslum við ágreiningsmál sem félagið rekur fyrir úrskurðarnefnd lögmanna vegna eignarhalds í Versus lögmönnum, en Lögmannafélagið fer fram á að allir lögmenn stofunnar verði sviptir réttindum sínum vegna málsins. Ástæðan er sú að Atli Helgason, einn eigenda Versus, er ekki með málflutningsréttindi. Atli er lögfræðingur að mennt en var sviptur réttindum sínum eftir að hafa verið dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir manndráp.Sjá einnig:Lögmannafélagið vill að lögmenn Versus verði sviptir réttindum sínumÞrír eigendur í Lögmönnum Lækjargötu ólöglærðir Fimm félög eiga Lögmenn Lækjargötu, en þrír ólöglærðir einstaklingar eru á meðal eigenda að þremur félaganna. Félögin þrjú eiga samtals 50 prósent í stofunni, eða um 16,67 prósent hvert. Það er, samkvæmt tölvupóstinum sem Lögmannafélagið sendi frá sér, lögbrot að ólöglærðir eigi í lögmannsstofum. Í þessum þremur tilvikum eru nánir aðstandendur; makar eða foreldrar, skráðir meðeigendur að félögunum, með lögfræðimenntuðum aðstandanda sínum. Tilgangur allra félaganna er lögfræðiþjónusta samkvæmt skráningu þeirra. Reimar segist ekki gera ráð fyrir öðru en að þetta verði lagfært í náinni framtíð. „Það eru einkahlutafélög sem eiga hlut í stofunni og í einhverjum tilvikum er það þannig að það eru nánir fjölskyldumeðlimir sem eiga einhverja minniháttar eignarhluta í þessum félögum. En ég get allavega upplýst það að enginn af þessum aðilum sem eiga þarna óbeint þessa eignarhluta taki nokkurn einasta þátt í rekstri Lögmanna Lækjargötu og hafa aldrei haft neitt um þann rekstur að segja,“ segir hann. „Þetta er auðvitað bara atriði sem ég reikna með eftir útsendingu þessa tölvupósts að verði lagfært.“Gerði ráð fyrir að félögin væru í eigu lögmanna Aðspurður segist Reimar ekki hafa skoðað það sjálfur hverjir eigi í félögunum. „Ég hreinlega framkvæmdi enga könnun á þessu. Í forsvari fyrir þessi félög eru bara lögmenn sem eru félagar mínir og ég hafði gert ráð fyrir að félögin væru í þeirra eigu. Annars hefði ég gert athugasemdir við þetta.“ Reimar vildi ekki tjá sig um mál Versus lögmanna, en segir þó að Lögmannafélagið grípi ekki til harkalegra aðgerða nema um alvarleg mál sé að ræða. Málin séu misalvarleg og að félagið skoði hvert mál fyrir sig með tilliti til þess. „Það getur verið stigsmunur á þeim. Ef það er einhver maður út í bæ, sem jafnvel tekur virkan þátt í daglegum rekstri og sinnir lögmannaþjónustu, er skráður eigandi þá held ég að það yrði alltaf álitið alvarlegt mál.“ Þá segir Reimar aðspurður að Lögmannafélagið muni halda áfram að kanna þessi mál, en að sjálfur muni hann ekki taka þátt í að skoða mál Lögmanna Lækjargötu, komi til þess.
Tengdar fréttir Lögmannafélagið vill að lögmenn Versus verði sviptir réttindum sínum Ástæðan er að Atli Helgason, sem dæmdur var fyrir morð árið 2001, er skráður eigandi stofunnar. 17. nóvember 2016 23:41 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Lögmannafélagið vill að lögmenn Versus verði sviptir réttindum sínum Ástæðan er að Atli Helgason, sem dæmdur var fyrir morð árið 2001, er skráður eigandi stofunnar. 17. nóvember 2016 23:41