Flókin staða varðandi ríkisfjármál í stjórnarmyndunarviðræðum Heimir Már Pétursson skrifar 23. nóvember 2016 12:29 Formaður Viðreisnar segir að fráfarandi ríkisstjórn hafa beitt sér fyrir ýmsum fjárútlátum á síðustu dögum þings fyrir kosningar sem kosti ríkissjóð tugi milljarða án þess að verkefni hafi verið fjármögnuð. Þetta hafi áhrif á hvað ný ríkisstjórn geti gert. Stjórnarmyndunarviðræðum formanna fimm flokka verður framhaldið á Alþingi í dag. Formenn Vinstri grænna, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar ásamt viðræðuhópi Pírata komu saman til fundar í alþingishúsinu klukkan tíu í morgun og var áætlað að sá fundur stæði í tvær klukkustundir. Formennirnir fara í dag yfir vinnu fjögurra málefnahópa og ræða stóru málin eins og Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna orðaði það. Fram hefur komið í viðræðunum að staða ríkissjóðs sé þrengri en áður var talið, en ný lög um fjármálastefnu og fjárlög setja einnig strangari kröfu en áður um afkomu ríkissjóðs. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar sagði fyrir formannafundinn í morgun að staðan í stjórnarmyndunarviðræðunum væri flókin, ekki hvað síst vegna stöðu ríkissjóðs sem þrengdi möguleika nýrrar stjórnar til uppbyggingar innviða og heilbrigðiskerfis eins og stefnt hefði verið að. „Það voru samþykkt ýmis fjárútlát á síðustu vikum þingsins sem ekki var gert ráð fyrir í ríkisfjármálaáætlun. Þannig að það munar einhverjum tugum milljarða,“ segir Benedikt. Þetta setji nýrri ríkisstjórn þrengri skorður en menn hefðu talið fyrir kosningar. Samkvæmt nýjum reglum sé ákvarðað hversu mikill afgangur eigi að vera á ríkissjóði á næsta ári.Verður erfitt fyrir ykkur að samþykkja aukna skattheimtu til að eiga fyrir þessum útgjöldum? „Við höfum ekki verið á því að það eigi að hækka skatta. Það er rétt,“ sagði Benedikt og var þá spurður af fréttamanni Ríkissjónvarpsins:En telur þú líklegt að það verði af þessari stjórnarmyndun? „Það er mjög erfitt að segja til um það. Menn hafa reynt að sýna mikla lagni við þetta fram að þessu. En eins og Katrín hefur bent á þá koma flokkarnir frá mismunandi sjónarhorni. Þannig að það er ekki víst að það sé hægt að samræma öll sjónarmið,“ sagði formaður Viðreisnar. Benedikt sagði fundi í gær hafa gengið ágætlega og nýjar upplýsingar hefðu komið fram og formenn ætluðu að funda fram eftir degi í dag. Óttar Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Smári McCarthy þingmaður Pírata taka báðir undir með Benedikt um að staða ríkisfjármála sé þrengri en áður var talið. Hvernig finnst þér andinn hafa verið í þessum viðræðum.Ertu bjartsýnn á að þetta muni takast að lokum? Ég er alltaf bjartsýnn. Mér finnst þetta hafa verið góðar viðræður. Það eru allir jákvæðir inni í viðræðunum. Við förum líka inn í þetta með galopin augun held ég. En þetta er auðvitað dálítið flókið. Það eru fimm flokkar sem eru að reyna að ná sér saman um hlutina,“ segir formaður Bjartrar framtíðar. Smári McCarthy er ánægður með viðræðurnar og vonar að þær haldi áfram á þeim jákvæðu nótum sem þær hafi verið, en vissulega settu ríkisfjármálin strik í reikninginn. Staðan var kannski ekki jafn jákvæð þegar við komum inn í þetta að hluta til vegna vanfjármagnaðra skuldbindinga sem komu fram seint á síðasta kjörtímabili. Þannig að við erum að reyna að finna lausnir og vonandi munum við fá fram nógu goða lausn til að hægt verði að gera eitthvað jákvætt í landinu,“ sagði Smári McCarthy. Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
Formaður Viðreisnar segir að fráfarandi ríkisstjórn hafa beitt sér fyrir ýmsum fjárútlátum á síðustu dögum þings fyrir kosningar sem kosti ríkissjóð tugi milljarða án þess að verkefni hafi verið fjármögnuð. Þetta hafi áhrif á hvað ný ríkisstjórn geti gert. Stjórnarmyndunarviðræðum formanna fimm flokka verður framhaldið á Alþingi í dag. Formenn Vinstri grænna, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar ásamt viðræðuhópi Pírata komu saman til fundar í alþingishúsinu klukkan tíu í morgun og var áætlað að sá fundur stæði í tvær klukkustundir. Formennirnir fara í dag yfir vinnu fjögurra málefnahópa og ræða stóru málin eins og Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna orðaði það. Fram hefur komið í viðræðunum að staða ríkissjóðs sé þrengri en áður var talið, en ný lög um fjármálastefnu og fjárlög setja einnig strangari kröfu en áður um afkomu ríkissjóðs. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar sagði fyrir formannafundinn í morgun að staðan í stjórnarmyndunarviðræðunum væri flókin, ekki hvað síst vegna stöðu ríkissjóðs sem þrengdi möguleika nýrrar stjórnar til uppbyggingar innviða og heilbrigðiskerfis eins og stefnt hefði verið að. „Það voru samþykkt ýmis fjárútlát á síðustu vikum þingsins sem ekki var gert ráð fyrir í ríkisfjármálaáætlun. Þannig að það munar einhverjum tugum milljarða,“ segir Benedikt. Þetta setji nýrri ríkisstjórn þrengri skorður en menn hefðu talið fyrir kosningar. Samkvæmt nýjum reglum sé ákvarðað hversu mikill afgangur eigi að vera á ríkissjóði á næsta ári.Verður erfitt fyrir ykkur að samþykkja aukna skattheimtu til að eiga fyrir þessum útgjöldum? „Við höfum ekki verið á því að það eigi að hækka skatta. Það er rétt,“ sagði Benedikt og var þá spurður af fréttamanni Ríkissjónvarpsins:En telur þú líklegt að það verði af þessari stjórnarmyndun? „Það er mjög erfitt að segja til um það. Menn hafa reynt að sýna mikla lagni við þetta fram að þessu. En eins og Katrín hefur bent á þá koma flokkarnir frá mismunandi sjónarhorni. Þannig að það er ekki víst að það sé hægt að samræma öll sjónarmið,“ sagði formaður Viðreisnar. Benedikt sagði fundi í gær hafa gengið ágætlega og nýjar upplýsingar hefðu komið fram og formenn ætluðu að funda fram eftir degi í dag. Óttar Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Smári McCarthy þingmaður Pírata taka báðir undir með Benedikt um að staða ríkisfjármála sé þrengri en áður var talið. Hvernig finnst þér andinn hafa verið í þessum viðræðum.Ertu bjartsýnn á að þetta muni takast að lokum? Ég er alltaf bjartsýnn. Mér finnst þetta hafa verið góðar viðræður. Það eru allir jákvæðir inni í viðræðunum. Við förum líka inn í þetta með galopin augun held ég. En þetta er auðvitað dálítið flókið. Það eru fimm flokkar sem eru að reyna að ná sér saman um hlutina,“ segir formaður Bjartrar framtíðar. Smári McCarthy er ánægður með viðræðurnar og vonar að þær haldi áfram á þeim jákvæðu nótum sem þær hafi verið, en vissulega settu ríkisfjármálin strik í reikninginn. Staðan var kannski ekki jafn jákvæð þegar við komum inn í þetta að hluta til vegna vanfjármagnaðra skuldbindinga sem komu fram seint á síðasta kjörtímabili. Þannig að við erum að reyna að finna lausnir og vonandi munum við fá fram nógu goða lausn til að hægt verði að gera eitthvað jákvætt í landinu,“ sagði Smári McCarthy.
Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira