350 starfsmenn IKEA fá þrettánda mánuðinn greiddan Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 27. nóvember 2016 19:45 Rekstur IKEA hefur gengið vel undanfarin misseri sem hefur meðal annars skilað sér í lægra vöruverði. En nú ætlar fyrirtækið að gera vel við starfsfólkið og borga þeim bónus í formi þrettánda mánaðarins. „Við erum að uppskera og þar af leiðandi ætlum við að umbuna starfsfólki okkar á næsta ári, eftir þetta rekstrarár IKEA sem lýkur í lok ágúst á næsta ári,” segir Fjóla Kristín Helgadóttir, mannauðsstjóri IKEA. „Þá munum við greiða öllum starfsmönnum þrettánda mánuðinn. Það er mjög ánægjulegt, þá fá þau líka að njóta góðs af velgengninni.” Fjóla Kristín, mannauðsstjóri IKEA.vísir/skjáskotÞrjú hundruð og fimmtíu manns vinna hjá IKEA og verður kostnaðurinn því um níutíu milljónir. Starfshópurinn er á öllum aldri og með mismikla reynslu og menntun. Mikið er af ungu fólki og námsmönnum og sjötíu útlendingar vinna hjá fyrirtækinu. Þetta er fólk sem er ekki beinlínis vant því að fá háa bónusa í starfi sínu og hafa viðbrögðin verið að vonum góð. „Þau eru aðeins að melta þetta og eru svolítið hissa. En jú, það er mjög mikil ánægja. Það er ekki hægt annað,“ segir Fjóla. Þeir sem hafa unnið í heilt ár í ágúst á næsta ári munu fá fullan bónus og þeir sem hafa unnið í hálft ár fá helminginn. Gerirðu ráð fyrir mörgum starfsumsóknum á næstunni? „Já ég geri ráð fyrir því ef þetta fer að spyrjast svona hratt út. Við vorum að tilkynna þetta fyrst í gær þannig að jú, örugglega.” Tengdar fréttir Sextíu prósent veltuaukning á árinu Reykjavík Letterpress er eina hönnunarstofan á Íslandi sem gerir út á letterpress eða hæðarprentun. Framundan hjá fyrirtækinu er innkoma fjárfesta, flutningar og sala á erlendum markaði. 17. ágúst 2016 10:15 Ikea á Íslandi lækkar verð enn eitt árið en skilar á sama tíma methagnaði Lægra verð, hærri laun og methagnaður hjá eigendum. "Win, win,win,“ segir framkvæmdastjóri IKEA. 23. ágúst 2016 13:39 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Rekstur IKEA hefur gengið vel undanfarin misseri sem hefur meðal annars skilað sér í lægra vöruverði. En nú ætlar fyrirtækið að gera vel við starfsfólkið og borga þeim bónus í formi þrettánda mánaðarins. „Við erum að uppskera og þar af leiðandi ætlum við að umbuna starfsfólki okkar á næsta ári, eftir þetta rekstrarár IKEA sem lýkur í lok ágúst á næsta ári,” segir Fjóla Kristín Helgadóttir, mannauðsstjóri IKEA. „Þá munum við greiða öllum starfsmönnum þrettánda mánuðinn. Það er mjög ánægjulegt, þá fá þau líka að njóta góðs af velgengninni.” Fjóla Kristín, mannauðsstjóri IKEA.vísir/skjáskotÞrjú hundruð og fimmtíu manns vinna hjá IKEA og verður kostnaðurinn því um níutíu milljónir. Starfshópurinn er á öllum aldri og með mismikla reynslu og menntun. Mikið er af ungu fólki og námsmönnum og sjötíu útlendingar vinna hjá fyrirtækinu. Þetta er fólk sem er ekki beinlínis vant því að fá háa bónusa í starfi sínu og hafa viðbrögðin verið að vonum góð. „Þau eru aðeins að melta þetta og eru svolítið hissa. En jú, það er mjög mikil ánægja. Það er ekki hægt annað,“ segir Fjóla. Þeir sem hafa unnið í heilt ár í ágúst á næsta ári munu fá fullan bónus og þeir sem hafa unnið í hálft ár fá helminginn. Gerirðu ráð fyrir mörgum starfsumsóknum á næstunni? „Já ég geri ráð fyrir því ef þetta fer að spyrjast svona hratt út. Við vorum að tilkynna þetta fyrst í gær þannig að jú, örugglega.”
Tengdar fréttir Sextíu prósent veltuaukning á árinu Reykjavík Letterpress er eina hönnunarstofan á Íslandi sem gerir út á letterpress eða hæðarprentun. Framundan hjá fyrirtækinu er innkoma fjárfesta, flutningar og sala á erlendum markaði. 17. ágúst 2016 10:15 Ikea á Íslandi lækkar verð enn eitt árið en skilar á sama tíma methagnaði Lægra verð, hærri laun og methagnaður hjá eigendum. "Win, win,win,“ segir framkvæmdastjóri IKEA. 23. ágúst 2016 13:39 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Sextíu prósent veltuaukning á árinu Reykjavík Letterpress er eina hönnunarstofan á Íslandi sem gerir út á letterpress eða hæðarprentun. Framundan hjá fyrirtækinu er innkoma fjárfesta, flutningar og sala á erlendum markaði. 17. ágúst 2016 10:15
Ikea á Íslandi lækkar verð enn eitt árið en skilar á sama tíma methagnaði Lægra verð, hærri laun og methagnaður hjá eigendum. "Win, win,win,“ segir framkvæmdastjóri IKEA. 23. ágúst 2016 13:39