Ikea á Íslandi lækkar verð enn eitt árið en skilar á sama tíma methagnaði Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. ágúst 2016 13:39 Þórarinn Ævarsson segist ekki geta svarað því hvers vegna önnur fyrirtæki sjái ekki möguleika á því að lækka verð á milli ára. Vísir Ikea á Íslandi hefur ákveðið að lækka verð á öllum sínum vörum, þriðja árið í röð. Verðlækkanirnar hafa skilað methagnaði fyrir eigendur, að sögn Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra fyrirtæksins. Lækkunin nemur 3,2 prósentum, en í fyrra nam verðlækkunin 2,8 prósentum. Verð er þegar tekið að lækka í versluninni, en Ikea mun á morgun kynna nýjan vörulista sem markar upphaf nýs rekstrarárs fyrirtæksins og skuldbindur það sig til að halda verðinu óbreyttu í eitt ár. Þórarinn segir gott svigrúm til verðlækkana. „Við erum búin að vera með lágmarksverðbólgu í langan tíma og krónan er búin að styrkjast gagnvart evrunni sem er okkar innkaupamynt, gert það stöðugt í langan tíma og það hefur áhrif. Svo hefur olíuverð lækkað mikið sem hefur áhrif á allan innkaupakostnað, þ.e.a.s. verksmiðjur í útlöndum sem smíða og framleiða allar vörurnar fyrir okkur hafa lækkað verðin, og flutningskostnaður lækkað,“ segir Þórarinn. „Svo hefur verið meiri stöðugleiki núna en hefur verið í manna minnum. Allt þetta hjálpast að fyrir utan þá staðreynd að kakan er að stækka alveg feikilega mikið fyrir alla í viðskiptum á Íslandi. Þetta gerir að verkum að þrátt fyrir þónokkuð launaskrið og spennu á markaðnum er fínt svigrúm til að lækka.“ „Ég get svo sem ekki svarað fyrir önnur fyrirtæki. En það er greinilega mikið svigrúm hjá okkur. Við höfum gert þetta þrjú ár í röð, þrjú ár lækkað og fjórða árið hækkuðum við ekki þannig að þetta er lengri saga og á sama tíma hafa laun hækkað gríðarlega.“ En hafa verðlækkanirnar skilað sér í aukinni sölu? „Við lækkuðum í fyrra um 2,8% og þá vorum við að enda metár, 2015. Þetta rekstrarár sem endar í lok ágúst er langbesti árangur sem fyrirtækið hefur náð. Við jukum söluna í magni um rúmlega 20%. Þetta var aðgerð sem skilaði sér í lægra verði fyrir viðskiptavini, hærri launum fyrir viðskiptavini okkar og methagnaði fyrir eigendur. Þannig að ég myndi segja að þetta væri bara win-win-win.“Viðtalið við Þórarinn má heyra í spilaranum að ofan. Mest lesið Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Sjá meira
Ikea á Íslandi hefur ákveðið að lækka verð á öllum sínum vörum, þriðja árið í röð. Verðlækkanirnar hafa skilað methagnaði fyrir eigendur, að sögn Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra fyrirtæksins. Lækkunin nemur 3,2 prósentum, en í fyrra nam verðlækkunin 2,8 prósentum. Verð er þegar tekið að lækka í versluninni, en Ikea mun á morgun kynna nýjan vörulista sem markar upphaf nýs rekstrarárs fyrirtæksins og skuldbindur það sig til að halda verðinu óbreyttu í eitt ár. Þórarinn segir gott svigrúm til verðlækkana. „Við erum búin að vera með lágmarksverðbólgu í langan tíma og krónan er búin að styrkjast gagnvart evrunni sem er okkar innkaupamynt, gert það stöðugt í langan tíma og það hefur áhrif. Svo hefur olíuverð lækkað mikið sem hefur áhrif á allan innkaupakostnað, þ.e.a.s. verksmiðjur í útlöndum sem smíða og framleiða allar vörurnar fyrir okkur hafa lækkað verðin, og flutningskostnaður lækkað,“ segir Þórarinn. „Svo hefur verið meiri stöðugleiki núna en hefur verið í manna minnum. Allt þetta hjálpast að fyrir utan þá staðreynd að kakan er að stækka alveg feikilega mikið fyrir alla í viðskiptum á Íslandi. Þetta gerir að verkum að þrátt fyrir þónokkuð launaskrið og spennu á markaðnum er fínt svigrúm til að lækka.“ „Ég get svo sem ekki svarað fyrir önnur fyrirtæki. En það er greinilega mikið svigrúm hjá okkur. Við höfum gert þetta þrjú ár í röð, þrjú ár lækkað og fjórða árið hækkuðum við ekki þannig að þetta er lengri saga og á sama tíma hafa laun hækkað gríðarlega.“ En hafa verðlækkanirnar skilað sér í aukinni sölu? „Við lækkuðum í fyrra um 2,8% og þá vorum við að enda metár, 2015. Þetta rekstrarár sem endar í lok ágúst er langbesti árangur sem fyrirtækið hefur náð. Við jukum söluna í magni um rúmlega 20%. Þetta var aðgerð sem skilaði sér í lægra verði fyrir viðskiptavini, hærri launum fyrir viðskiptavini okkar og methagnaði fyrir eigendur. Þannig að ég myndi segja að þetta væri bara win-win-win.“Viðtalið við Þórarinn má heyra í spilaranum að ofan.
Mest lesið Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Sjá meira