Óttast aukna fordóma í kjölfar sigurs Trump Una Sighvatsdóttir skrifar 10. nóvember 2016 20:04 Stóra spurningin í Bandaríkjunum núna er hvernig forsetatíð Donald Trump verður. Hann var yfirlýsingaglaður á kjörtímabilinu, en mun hann standa við stóru orðin? Múrinn á landamærum Mexíkó er líklega táknrænasta kosningaloforð Trump en hann hefur líka gefið yfirlýsingar um að loka landinu alfarið fyrir múslímum og elta uppi til að vísa úr landi allt að 11 milljónir ólöglegra innflytjenda. Sömuleiðis hefur Trump heitið því að snúa við dómi hæstaréttar um jafnan rétt til samkynja hjónabands og afnema sérstakar aðgerðir til að vernda hinsegin fólk við mismunun. Allt þetta þýðir að minnihlutahópar í Bandaríkjum hafa raunverulegt tilefni til að óttast um sinn hag, þar til annað kemur í ljós.Yusra er í doktorsnámi í lögum í New York en gaf sér tíma frá bókunum til að ræða við Stöð2.VísirHrædd við breytingar í kjölfar sigurs Trump Stöð2 ræddi við fulltrúa þess minnihlutahópa sem á undir hvað mest högg að sækja núna, unga múslímakonu. Yousra Alsahanqityi er frá Sádi Arabíu en flutti til Bandaríkjanna fyrir fjórum árum, þar sem hún leggur stund á doktorsnám í lögfræði við Fordham háskóla. Hún segist frá fyrsta degi hafa upplifað sig velkomna í bandarísku samfélagi „Í New York er að finna fólk frá öllum heimshornum með ólíkan bakgrunn og frá ólíkum menningarsvæðum. Samt á það svo margt sameiginlegt og er sammála um svo margt. Ég hef aldrei fundið fyrir ótta þegar ég hef búið hér í New York. En ég er hrædd um að þetta muni breytast í kjölfar sigur Donalds Trump.“ Um sjö milljónir Bandaríkjamanna eru múslímar. Trump hefur undanfarna mánuði meðal annars viðrað hugmyndir um að allir múslímar í landinu verði skráðir í gagnagrunn og jafnvel látnir bera sérstök skilríki. Þá lýsti hann því yfir að loka ætti Bandaríkjunum algjörlega fyrir fleiri múslimumDonald Trump var yfirlýsingaglaður í kosningabaráttunni en eftir á að koma í ljós hvort hann stendur við stóru orðin sem forseti Bandaríkjanna.Vísir/AFPHeimild til mismununar Yousra segir að hatursorðræða Trump hafi byrjað að hafa neikvæð áhrif strax í upphafi kosningabaráttunnar „Mér finnst eins og verið sé að gefa heimild til að ala á meiri mismunun, útlendingahræðslu og hatursumræðu í samfélaginu.“ Á samfélagsmiðlum eru þegar teknar að birtast frásagnir um áreitni sem minnihlutahópar verða fyrir í tengslum við sigur Trumps. Það er í samræmi við það sem gerðist í Bretlandi, þar sem tilkynningar um hatursglæpi ruku upp á vikunum eftir Brexit kosningarnar Yousra segir að þær múslímakonur sem velji að ganga með slæðu séu nú varari um sig á almannafæri, af ótta við áreitni. Sjálf segir hún slæðuna sitt val sem komi engum við. „Þetta er milli míns og guðs og ég tel ekki að það komi neinum öðrum í heiminum við hverju ég klæðist og hvernig ég lít út. ´´Eg hef ekki hugleitt þetta mikið en hver veit hvað mun gerast og hvaða breytingar verða. Vonandi þarf ég ekki að taka þessa ákvörðun.“ Hún hefur áhyggjur af breyttri innflytjendastefnu í forsetatíð Trump, en segist sjálf ekkert á leið frá Bandaríkjunum að sinni „Bandaríkin hafa reynst mér mjög vel eftir að ég fluttist hingað. Þótt Trump tali í sífellu um að endurreisa stórveldiðBandaríkin þá hefur þetta land verið og er enn stórkostlegt. Brexit Donald Trump Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sjá meira
Stóra spurningin í Bandaríkjunum núna er hvernig forsetatíð Donald Trump verður. Hann var yfirlýsingaglaður á kjörtímabilinu, en mun hann standa við stóru orðin? Múrinn á landamærum Mexíkó er líklega táknrænasta kosningaloforð Trump en hann hefur líka gefið yfirlýsingar um að loka landinu alfarið fyrir múslímum og elta uppi til að vísa úr landi allt að 11 milljónir ólöglegra innflytjenda. Sömuleiðis hefur Trump heitið því að snúa við dómi hæstaréttar um jafnan rétt til samkynja hjónabands og afnema sérstakar aðgerðir til að vernda hinsegin fólk við mismunun. Allt þetta þýðir að minnihlutahópar í Bandaríkjum hafa raunverulegt tilefni til að óttast um sinn hag, þar til annað kemur í ljós.Yusra er í doktorsnámi í lögum í New York en gaf sér tíma frá bókunum til að ræða við Stöð2.VísirHrædd við breytingar í kjölfar sigurs Trump Stöð2 ræddi við fulltrúa þess minnihlutahópa sem á undir hvað mest högg að sækja núna, unga múslímakonu. Yousra Alsahanqityi er frá Sádi Arabíu en flutti til Bandaríkjanna fyrir fjórum árum, þar sem hún leggur stund á doktorsnám í lögfræði við Fordham háskóla. Hún segist frá fyrsta degi hafa upplifað sig velkomna í bandarísku samfélagi „Í New York er að finna fólk frá öllum heimshornum með ólíkan bakgrunn og frá ólíkum menningarsvæðum. Samt á það svo margt sameiginlegt og er sammála um svo margt. Ég hef aldrei fundið fyrir ótta þegar ég hef búið hér í New York. En ég er hrædd um að þetta muni breytast í kjölfar sigur Donalds Trump.“ Um sjö milljónir Bandaríkjamanna eru múslímar. Trump hefur undanfarna mánuði meðal annars viðrað hugmyndir um að allir múslímar í landinu verði skráðir í gagnagrunn og jafnvel látnir bera sérstök skilríki. Þá lýsti hann því yfir að loka ætti Bandaríkjunum algjörlega fyrir fleiri múslimumDonald Trump var yfirlýsingaglaður í kosningabaráttunni en eftir á að koma í ljós hvort hann stendur við stóru orðin sem forseti Bandaríkjanna.Vísir/AFPHeimild til mismununar Yousra segir að hatursorðræða Trump hafi byrjað að hafa neikvæð áhrif strax í upphafi kosningabaráttunnar „Mér finnst eins og verið sé að gefa heimild til að ala á meiri mismunun, útlendingahræðslu og hatursumræðu í samfélaginu.“ Á samfélagsmiðlum eru þegar teknar að birtast frásagnir um áreitni sem minnihlutahópar verða fyrir í tengslum við sigur Trumps. Það er í samræmi við það sem gerðist í Bretlandi, þar sem tilkynningar um hatursglæpi ruku upp á vikunum eftir Brexit kosningarnar Yousra segir að þær múslímakonur sem velji að ganga með slæðu séu nú varari um sig á almannafæri, af ótta við áreitni. Sjálf segir hún slæðuna sitt val sem komi engum við. „Þetta er milli míns og guðs og ég tel ekki að það komi neinum öðrum í heiminum við hverju ég klæðist og hvernig ég lít út. ´´Eg hef ekki hugleitt þetta mikið en hver veit hvað mun gerast og hvaða breytingar verða. Vonandi þarf ég ekki að taka þessa ákvörðun.“ Hún hefur áhyggjur af breyttri innflytjendastefnu í forsetatíð Trump, en segist sjálf ekkert á leið frá Bandaríkjunum að sinni „Bandaríkin hafa reynst mér mjög vel eftir að ég fluttist hingað. Þótt Trump tali í sífellu um að endurreisa stórveldiðBandaríkin þá hefur þetta land verið og er enn stórkostlegt.
Brexit Donald Trump Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sjá meira